Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 92

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 92
90 það, sem hann ritaði, vinsælt mjög, mikið lesið og í hávegum haft, en smámsaman fór að draga úr því, enda voru síðustu rit hans svo einhliða og skrúfuð í trúar- og riddaraaldarkreddum, að ekkert unaðsbragð þótti að þeim. Tók hann sér það mjög nærri. Nú á dögum eru skáldverk hans lítið lesin, þó margir fallegir kaflar séu í þeim, nema eitt aðeins og það er Úndína, æfintýrið indæla, sem er heimsfrægt og þýtt á mörg tungumál, svo þó að flestalt hitt sé fallið í fyrnsku og gleymsku, þá mun Úndína um aldur og æfi halda uppi nafni hans. Af hinum mörgu skáldverkum hans skulu hér, auk Úndínu, að eins nefnd þessi: „Sigurd Schlangentöter“, „Sigurds Rache“, „Die Saga von dem Gunnlaugur genannt Drachenzunge“*) (1826) og „Die Fahrten Thiodulfs des Islánders“. Úrval af ritum hans („Aus- gwáhlte Werke“) kom út í Halle 1841 í 12 bindum. Fr. de la Motte Fouqué var tvíkvæntur og eignaðist hann með seinni konu sinni góz og garð í nánd við Potsdam og lifði þar rausnarlífi meðan til vanst. En 1830 var hann kominn í fjárþröng svo að hann varð að selja eign sína, en Friðrik Vilhjálmur Prússa- konungur reyndist honum þá vel og styrkti hann af miklu göfug- lyndi. Dvaldi hann síðustu æfiár sín í Berlín og dó þar 23. júní 1943. Hið áðurnefnda kvæði Island þótti mér þess vert að það væri til á íslenzku í heild sinni, svo að það yrði eins kunnugt mönnum eins og svar-kvæði B. Th. Tók eg því fyrir mig að þýða þau erindin, sem óþýdd voru áður. Þau, sem B. Th. hefir þýtt, eru til aðgrein- ingar prentuð með skáletri. *) Framan við það skáldrit er tileinkunarkvæði til hins íslenzka Bókmenta- félags.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.