Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 102
100
vakna, en þegar mók seig á hana aftur dreymdi hana ógurlega
drauma. Fyrst dreymdi hana, að faðir hennar kæmi, þegar hún
var nýsest í sleðann, drægi hana á brott og kastaði henni fram af
hyldýpis barmi. Þar næst dreymdi hana, að Wladimir lægi blóð-
ugur á snævi þaktri jörðunni. Hann var að dauða kominn og sár-
bændi hana að giftast sér áður en allt væri um seinan. Aðrar
draumsýnir, sumar hinar ógurlegustu, komu hver á fætur annari.
Og loks reis hún á fætur fyrr en vanalega og hafði mikinn höfuð-
verk. Nú þurfti hún ekki að gera sér upp höfuðverk. Foreldrar
hennar tóku eftir, að hún var ekki eins og hún átti að sér og
spurðu hlýlega og af viðkvæmni:
„Hvað gengur að þér, Masha? Ertu lasin, Masha?“ Þessar spum-
ingar bökuðu henni sársauka. Hún reyndi að láta sem ekkert væri
og vera kát og glöð, en tókst það ekki.
Og loks var dagur að kveldi kominn. Tilhugsunin um, að þetta
væri seinasti dagurinn í heimaranni, lagðist þungt á hana. Hún
var föl sem nár. Og í hátíðlegri þögn kvaddi hún allt, sem henni
var kært. Alla, sem í kringum hana voru, allt, sem í kringum hana
var.
Kvöldverður var á borð borinn. Hún hafði ákafan hjartslátt.
Titrandi röddu sagði hún, að hún hefði ekki neina matarlyst. Svo
bauð hún foreldrum sínum góða nótt. Þau kysstu hana og óskuðu
henni allrar blessunar eins og þeirra var vandi og henni veittist
erfitt að verjast gráti.
Þegar hún var komin inn í herbergi sitt varpaði hún sér í hæg-
indastól og grét beisklega. Þerna hennar bað hana vera rólega og
hvatti hana til að vera hugrakka. Allt var tilbúið. — Innan hálfrar
stundar legði hún af stað, til þess að fara frá foreldrum sínum að
fullu og öllu. Hið áhyggjulausa ungmeyjarlíf var þá að baki. ...
Hún leit út um gluggann, út í húsagarðinn. Það kyngdi niður
snjónum og við og við hvein vindurinn og hristi gluggahlerana.
Henni fannst allt boða, að illa færi.
Brátt var orðið dauðahljótt í húsinu. Allir voru í fasta svefni.
Masha tók sjal og vafði um herðar sér, fór í hlýja kápu, tók kistil-
inn með dóti sínu í aðra hönd sér, og fór niður bakstigann. Þeman
kom á eftir henni með tvo pinkla. Þær lögðu leið sína út í garðinn.
Það var sama hríðarveðrið og snjórinn þyrlaðist í andlit þeirra,