Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 75
73
og því síður konu sína“. „Hvað gat þá komið þér til þessa undarlega
uppátækis?“ spurði riddarinn með þjósti. „Eg vildi helzt segja þér
það einslega", ansaði hún. Hún var svo blíð og elskuleg, að geisli
hinnar fyrri ástar skein í hjarta honum; hann tók hana við hönd
sér og leiddi hana inn í herbergi sitt. Þá tók Úndína þannig til orða:
„Þú þekkir hann Kaldbrynni, föðurbróðir minn, og hefir hann
optsinnis hrætt ykkur Bertöldu hér í höllinni. Til þess er sú orsök,
að hann er sálarlaus einsog höfuðskepnan, sem hann er getinn af,
hann speglar hið ytra, en hið innra getur hann ekki látið endur-
skína. Hann sér að þér þykir stundum við mig og að eg er svo
barnaleg að gráta af því; kann þá svo að bera undir, að Bertalda
hlæi um leið og sé kát. Af þessu ærist hann og slæst óboðinn i
fylgd með okkur. Hvað stoðar það að eg atyrði hann eða vísi hon-
um burt í reiði? hann trúir mér ekki. — Æfi hans er hin tómleg-
asta og hann hefir ekkert hugboð um það, að sorgir og unaðsemdir
elskunnar eru svo nátengdar, að enginn fær þær sundur skilið, —
því grátendur hlæja og hlæjendur gráta“.
Hún leit nú til riddarans og hló með tárin í augunum, en hann
fann þá á sér að hinar fornu ástir endurlifnuðu í hjarta hans. Ún-
dína sá það á svip hans, vafði sig fastara að honum og sagði við
hann með gleðitárum:
„Þegar eg gat ekki vísað friðarspillinum burt með orðum ein-
um, þá varð eg að loka leið fyrir honum, en brunnurinn er sá eini
vegur, sem honum er fær til okkar. Þessvegna lét eg velta stein-
inum fyrir brunninn og ritaði á hann stafi, sem hnekkja öllum
rnætti hans, svo að hann getur hvorki grandað okkur né Bertöldu.
En allt fyrir það geta menn velt steininum og viljir þú láta að
orðum Bertöldu, þá gerðu það. En hún veit ekki hvers hún biður,
því á hana hefir Kaldbrynnir einkum lagt hatur sitt, og ef nokkuð
rættist af því, er hann hefir spáð mér, sem vel mætti henda, þó þér
ekki gengi neitt illt til, — þá mundi þér líka vera hætta búin, elsku
vinur!“
Huldubrandur viknaði af göfuglyndi konu sinnar, vafði hana í
faðm sér og mælti: „Steinninn skal vera kyrr og allir skulu lúta
þínum vilja, elsku barn!“ En hún varð sárfegin blíðmælum hans,
er hún svo lengi hafði farið á mis við, og sagði við hann með ljúf-
ustu ástar atlotum: „Kærasti, bezti vinur! nú bið eg þig einnar