Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 14
12
og hamingja hefðu átt að fóstra, var varpað inn í veröldina, sjór-
inn hafði kastað því inn á milli sandhólanna, til þess að það fengi
að reyna eymdarkjör fátæklinganna og erfiða daga.
Og hér verður oss jafnan að hugsa til gamla kvæðisins:
„Þeim kongssyni hvarmtár hrundi á kinn,
Guð hjálpi, er mig rak til Bógbjargs inn,
Nú er eg svo illa farinn,
En hefði mig Bugges rekið að rein,
Ei riddari né sveinn hefði gert mér mein“.
Skipið hafði strandað litlu fyrir sunnan Nissum-fjörð, og við þá
strandbygð, sem í fyrri daga hafði verið lénsherradæmi herra
Bugges. En nú voru fyrir löngu liðnar hinar ómannúðlegu hörku-
tíðir, þegar Vesturstrandarbúar höfðu ilt í frammi við strandmenn,
nú mátti þar finna mannkærleika, gott hjartaþel og offrunarsemi
fyrir skipbrotsmenn, eins og best og drengilegast getur komið fram
á vorum timum; móðirin deyjandi og vesalings barnið mundu hafa
hlotið góða hjúkrun og umhirðing hvar sem „byrinn hefði borið
þau að landi“, en hvergi ástúðlegri en hjá fiskimannskonunni fá-
tæku, sem enn í gærdag stóð með mæddu hjarta hjá gröfinni barns-
ins síns, er í dag mundi hafa orðið fullra fimm ára, ef guð hefði
látið því verða lengra lífs auðið.
Enginn vissi nokkur deili á þessari útlendu konu, sem dáin var,
eða hvaðan hún væri komin. Af flekabrotum þeim og f jalarstúfum,
sem upp rak, varð ekkert ráðið.
Til ríkismannsheimilisins á Spáni kom aldrei neitt bréf né boð-
skapur um dótturina né tengdasoninn; þau voru ekki komin þangað
sem förinni var heitið; seinustu vikurnar höfðu gengið stormar og
stórviðri; svo var beðið og beðið mánuðum saman. „Algerlega
farist; enginn komst lifs af“, um það mátti nú vita vissu sína.
En við Húsabæjar-Sandhóla, á heimili fiskimannsins var kominn
til dálítill drengur.
Þar sem guð veitir tveim fæðuna, þar verður einatt eitthvað til
þess, að hún veitist hinum þriðja, og við sjóinn fæst oft soðning
handa svöngum maga. Drengurinn var kallaður Jörgen.