Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 67
65
Bar þau nú skjótt út úr skóginum. Ríkisborgin blasti við, og
kvöldsólin, sem gyllti turna hennar, þerraði vosklæði ferðafólksins
með ylgeislum sínum.
Frá því, er gerðist í borginni
Nú varð mikil gleði í borginni, er riddarinn var farsællega heim
kominn, og þóktust menn hafa heimt hann úr helju; Bertöldu einni
fékk það lítils fagnaðar, af því hún hafði unnað honum meira en
hún vildi láta á bera. Hélt allt fólkið í borginni að Úndína væri
konúngsdóttir, sem riddarinn hefði leyst úr álögum í skóginum, og
lét hann hvern trúa því, er honum líkaði. —
Bertalda kom jafnaðarlega að finna Úndínu og varð hún henni
vel að skapi. Úndínu þókti sem hún hefði séð hana einhverntíma
fyrir laungu og hafði eitthvert hugboð um, að náið samband mundi
vera milli forlaga þeirra beggja. Gerðist vingott með þeim og þegar
að þeim tíma kom, að þau hjónin leggðu á stað, þá var svo ákveðið,
að Bertalda færi með þeim til borgarinnar Hríngstaða við Dónár-
uppsprettu. Það var eitt sumarkvöld í góðu veðri að þau þrjú
gengu sér til skemmtunar undir hinum háu trjám á borgartorginu.
Á miðju torginu var gosbrunnur og staðnæmdust þau opt hjá hon-
um til að horfa á hann. öll voru þau í bezta skapi. Stjörnurnar voru
á lopti og sáu þau Ijósin í næstu húsunum á milli trjánna; heyrðu
þau að eins óminn af gleðilátum barna nokkurra, er voru að leika
sér, en annars var hvarvetna hljótt og kyrrt og nutu þau þannig
einverunnar mitt í glaumi heimsins. Þá kom allt í einu hár maður
frá miðju torginu, hneigði sig fyrir þeim með lotníngu og hvíslaði
einhverju að Úndínu. Varð henni illa við, er henni var gert ónæði,
°g gekk hún afsíðis með hinum ókunna manni; töluðust þau þá
við í hljóði á einhverju óskiljanlegu túngumáli. Huldubrandur þótt-
ist bera kennsl á hinn kynlega komumann og varð honum starsýnt
á hann, sinnti hann engu á meðan og heyrði ekki til Bertöldu, sem
alltaf var að spyrja hann, því hún furðaði sig stórlega á þessu. En
allt í einu klappaði Úndína saman lófunum og kom aptur frá hinum
ókunnuga manni, brosandi af gleði, en hann hristi höfuðið, gekk á
burt og hvarf niður í brunninn. Nú vissi Huldubrandur hvers kyns
5