Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 43
41
bauð honum ekki að setjast í stólinn. Beiddi fiskimaður þá riddar-
ann að taka ekki illa upp þessa ókurteisi konu sinnar, en hún hló
við og mælti: „Hvað á þetta að þýða, blessunin mín! Gesturinn er
þó víst kristinn og veit að únga fólkið á ekki að reka það gamla
úr sæti. Þarna er lítill stóll og laglegur, setjist þér á hann, en var-
lega samt, því einn fóturinn er bilaður“.
Nú tóku þau þrjú tal saman og sagði riddarinn þeim, að hann
ætti borg eina við uppsprettu Dónár og héti Huldubrandur frá
Hringstöðum. Meðan þau sátu á tali, hafði riddarinn öðru hverju
heyrt skvamp nokkurt á neðstu gluggarúðunum, eins og einhver
skvetti á þær vatni og var ekki trútt um, að nokkuð gusaðist inn
um gluggann, því hann var gisinn og fornfálegur. Fiskimaður ygldi
sig í hvert skipti, en loksins hljóp hann út að glugganum og kallaði
með þjósti: „Úndína! ætlarðu þá aldrei að hætta þessu barnæði?
E*að er líka heldri maður hjá okkur í kofanum“. Varð þá kyrrt úti,
nema dálítill hlátur heyrðist. „Það er hún Úndína fósturdóttir
okkar“, mælti fiskimaður, „hún getur ekki vanið af sér bernsku
órana, þó hún sé komin á átjánda árið; en hún er samt góð í sér,
stelpan".
,,Þú mátt snöggt um tala“, sagði kona hans, „þú hefur haft gam-
an af ólátunum í henni, þegar þú kemur heim af sjónum, en það
er annað að eiga hana á hálsi allan daginn, — það reynir á þolin-
mæðina“.
„Það er nú svo“, ansaði fiskimaðurinn, „þér fer líkt við Úndínu
°g mér við sjóinn, hann rífur opt sundur fyrir mér netin, en mér
er samt vel til hans, og eins þykir mér vænt um hana, blessað
barnið, þó hún sé stundum nokkuð óstýrilát. Er ekki svo?“
„Satt er það“, ansaði konan, „ómögulegt er að ala nokkra reiði
til hennar“.
I sama bili hrukku dyrnar upp og hoppaði inn gullfalleg stúlka
hlæjandi; hún hafði glóbjart hár og blá augu. „Þú hefir narrað mig,
íaðir minn!“ sagði hún, „hvar er nú gesturinn þinn?“ En í sömu
andrá kom hún auga á riddarann og staðnæmdist frá sér numin
trammi fyrir svo fríðum yngismanni. Riddaranum varð að sínu
leyti eins starsýnt á fegurð hennar og leitaðist hann við að festa
hina elskulegu ásjónu í huga sér, því hann hélt að það væri aðeins
kynlegleik, að hún gaf honum kost á því, og mundi hún fljótt