Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 29

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 29
27 angs og þar var fangavistin engu óstrangari. Þeir tímar voru ekki vorir tímar, fátæklingarnir áttu bágt, og ekki voru boðnar þess bætur, er bændabýli og þorp urðu að nýjum herragörðum; og stjórnarhættir þá voru, að þjónn eða ökumaður gat orðið héraðs- dómari og dæmt fátæklinginn frá ábýli sínu eða til húðláts, enda fyrir litlar sakir; en þá var einnig hér um slóðir einn og einn af því tagi, og í bygðum Jóta, langt frá „konungsins Kaupmannahöfn“ °g fjærri stjórnendum þeim, er viturleik og góðan vilja höfðu til að bera, þá fór oft enn svo um lagahaldið sem verkast vildi, það mundi þá gera minst til þó að drægi á langinn fyrir Jörgen. 1 fangelsinu var sárbitur kuldi, — hve nær mundi þessu linna? Sér hefði verið varpað í eymd og vesöld. Það væri sitt hlutskifti. Nú fékk hann góðan tíma til þess að hugsa um hvernig sér hefði verið skamtað hlutskiftið hér í heimi, hvers vegna mundi hann vera þannig settur? Já, það mundi alt skýrast í öðru iífi, sem vér vissulega ættum í vændum, sú trú hafði fest rætur og þróast hjá honum á fátækra heimilinu, það sem ekki gat birt upp hugskot föður hans í allri gæðagnóttinni og sólskininu á Spáni, það varð honum nú að hugg- unarljósi í kuldanum og myrkrinu, það varð honum að náðargjöf drottins, og hún verður aldrei tálgjöf. Nú tóku vorstormarnir að gera vart við sig. Drunur vestur- hafsins heyrast margar mílur upp í land, en þá fyrst, er lægt hefir storminn; það lætur líkt í eyrum eins og ekið sé þungum vögnum hundruðum saman, eftir hörðum vegi þar sem holt er undir. Jör- gen heyrði það í fangelsi sínu og það var tilbreyting; engin gömul sönglög gátu gengið dýpra til hjarta en þessir ómar, — ómar hins veltandi, frjálsa hafs, þar sem maður berst um víða veröld, flýgur með vindinum og hefir hvervetna og hvar sem maður kemur sitt eigið hús eins og snigillinn hefir sitt; ætíð á eigin lóð, ætið á heima- slóð sinni, þó í framandi löndum sé. ö, hversu hlustaði hann löngum og löngum á þessar hrynjandi ^unur, hversu rifjuðust þá upp endurminningarnar í huga hans. ^rjáls, frjáls! Hvílík sæla að vera frjáls, þó aldrei nema maður sé é bættri strigaskyrtu og með sólalausa skó á fótum. Einstöku sinnum bálaði svo í honum, að hann lamdi á múrvegginn með stevttum hnefa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.