Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 76

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 76
74 bænar, fyrst þú ert mér svo góður og ástúðlegur. Þú ert einsog sumarið. Þegar allt er sem dýrðlegast, hjúpast það feldi geigvæn- legra, en þó fagurra óveðra, svo að þá fyrst líkist það réttum kon- úngi og knýr oss til að veita sér tilbeiðslu einsog guði. Eins er þegar hretskúrir kaldra orða hrjóta af vörum þínum og leiptur standa af augum þér, það fer þér vel, þó eg geti ekki að mér gert að gráta stundum. En talaðu aldrei svo til mín, þegar við erum á vatni stödd eða í nánd við vatn, því þá mundu ættíngjar mínir ná rétti yfir mér og hrífa mig miskunnarlaust frá þér í reiði sinni, af því þeir héldu að þú hefðir gert mér rángt til. Þá yrði eg að búa það sem eftir er æfinnar í krystallshöllum þeirra og fengi aldrei framar að sjá þig, eða þeir sendu mig upp til þín, — en því afstýri góður guð — því þá mundi miklu verr fara. Æ! ef þú elur nokkurn ástarþela til Úndínu þinnar, elsku vinur! þá láttu aldrei til þess koma“. Hann lofaði henni því með blíðum orðum og gengu þau hjónin glöð og ánægð út úr herberginu. Bertalda kom með verkmenn nokkra og sagði: „Nú er þá hljóðskrafið líklega á enda, og vænti eg að velta megi steininum“. En riddarinn svaraði henni þurrlega: „Steinninn skal liggja kyrr“, og hallmælti henni fyrir ofstopa þann, er hún sýndi Úndínu; verkmennirnir fóm hlæjandi burt, en Bert- alda gekk nábleik til herbergis síns. Hún kom ekki til borðs um kvöldið einsog hún var vön og var því sent eptir henni. Kom þernan aptur og sagði Bertöldu horfna; fékk hún riddaranum svolátandi bréf frá henni: „Nú sé eg að eg er ekki nema fátæk fiskimanns dóttir. Eg gleymdi því um stund, en þá synd ætla eg að afplána í hreysi foreldra minna. Lifið heilir með frúnni yðar fallegu!" Úndína varð sárhrygg og beiddi Huldubrand að veita henni eptir- för í skyndi og fá hana heim með sér aptur. En hann var ærið fús, þó hún ekki beiddi hann, því nú vaknaði aptur hjá honum ástin til Bertöldu. Hann gekk um alla höllina og spurði eptir henni, en eng- inn gat sagt honum til hennar. Hann sté á bak hesti sínum og ætl- aði að ríða á stað að leita hennar, en í sama bili kom skjaldsveinn og kvaðst hafa mætt henni á leiðinni upp í Svartadal. Hleypti þá riddarinn óðar út úr hliðinu og heyrði ekki til Úndínu, sem kallaði til hans út um gluggann og sagði: „Farðu ekki upp í Svartadal, eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.