Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 76
74
bænar, fyrst þú ert mér svo góður og ástúðlegur. Þú ert einsog
sumarið. Þegar allt er sem dýrðlegast, hjúpast það feldi geigvæn-
legra, en þó fagurra óveðra, svo að þá fyrst líkist það réttum kon-
úngi og knýr oss til að veita sér tilbeiðslu einsog guði. Eins er
þegar hretskúrir kaldra orða hrjóta af vörum þínum og leiptur
standa af augum þér, það fer þér vel, þó eg geti ekki að mér gert
að gráta stundum. En talaðu aldrei svo til mín, þegar við erum á
vatni stödd eða í nánd við vatn, því þá mundu ættíngjar mínir ná
rétti yfir mér og hrífa mig miskunnarlaust frá þér í reiði sinni, af
því þeir héldu að þú hefðir gert mér rángt til. Þá yrði eg að búa
það sem eftir er æfinnar í krystallshöllum þeirra og fengi aldrei
framar að sjá þig, eða þeir sendu mig upp til þín, — en því afstýri
góður guð — því þá mundi miklu verr fara. Æ! ef þú elur nokkurn
ástarþela til Úndínu þinnar, elsku vinur! þá láttu aldrei til þess
koma“.
Hann lofaði henni því með blíðum orðum og gengu þau hjónin
glöð og ánægð út úr herberginu. Bertalda kom með verkmenn
nokkra og sagði: „Nú er þá hljóðskrafið líklega á enda, og vænti
eg að velta megi steininum“. En riddarinn svaraði henni þurrlega:
„Steinninn skal liggja kyrr“, og hallmælti henni fyrir ofstopa þann,
er hún sýndi Úndínu; verkmennirnir fóm hlæjandi burt, en Bert-
alda gekk nábleik til herbergis síns.
Hún kom ekki til borðs um kvöldið einsog hún var vön og var
því sent eptir henni. Kom þernan aptur og sagði Bertöldu horfna;
fékk hún riddaranum svolátandi bréf frá henni: „Nú sé eg að eg
er ekki nema fátæk fiskimanns dóttir. Eg gleymdi því um stund,
en þá synd ætla eg að afplána í hreysi foreldra minna. Lifið heilir
með frúnni yðar fallegu!"
Úndína varð sárhrygg og beiddi Huldubrand að veita henni eptir-
för í skyndi og fá hana heim með sér aptur. En hann var ærið fús,
þó hún ekki beiddi hann, því nú vaknaði aptur hjá honum ástin til
Bertöldu. Hann gekk um alla höllina og spurði eptir henni, en eng-
inn gat sagt honum til hennar. Hann sté á bak hesti sínum og ætl-
aði að ríða á stað að leita hennar, en í sama bili kom skjaldsveinn
og kvaðst hafa mætt henni á leiðinni upp í Svartadal. Hleypti þá
riddarinn óðar út úr hliðinu og heyrði ekki til Úndínu, sem kallaði
til hans út um gluggann og sagði: „Farðu ekki upp í Svartadal, eða