Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 110

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 110
108 ekkert úr áliti Mariu Gavrilovnu á honum, því að hún, eins og títt er um ungar stúlkur, hafði enga tilhneigingu til að vera hörð i dómum, heldur bar í bætifláka fyrir þá, sem lífsglaðir voru, djarf- huga og ákafamenn nokkrir. En eitt var þó sem vakti forvitni hennar meira en nokkuð annað, beindi huga hennar til hans frekar en allt annað — frekar en það hve ræðinn hann var og „sérkennilega fölur“ — og að hann bar hendina í fetli — var það, að hann var á stundum mjög hugsi og fámáll, niðursokkinn í hugsanir sínar. Hún varð að játa með sjálfri sér, að henni geðjaðist mæta vel að honum. Líklegt var, að hann einnig, af meðfæddri skarpskyggni og svo reyndur sem hann var — hafði veitt því athygli, að hún tók hann fram vfir aðra. En hví hafði hann þá ekki kropið á kné fyrir henni og borið upp bónorðið? Hvað dró úr honum? Var það hlédrægni, óaðskiljanleg frá hinni sönnu ást eða niðurbældri drambsemi, eða var þetta leikur hins glæsilega ævintýramanns? Þetta kvaldi hana. En er hún hafði íhugað málið lengi komst hún að þeirri niðurstöðu, að hlédrægni væri orsökin, og ákvað hún þá að gefa honum dálítið undir fótinn, ef engin breyting yrði á, jafnvel vera blíðleg í framkomu við hann, en hóflega þó. Og beið hún nú árangursins, skáldlegrar ástarjátn- ingar hans. Þetta var hennar leyndarmál, en öll leyndarmál eru mannlegu hjarta byrði, og það var og hennar reynsla. En bardaga- aðferð hennar bar tilætlaðan árangur. Bourmin varð æ meira hugsi, það var sem eldleg þrá brynni í hinum tinnudökku augum hans, í hvert skipti, sem hann leit á hana. Það gat ekki hjá því farið, að hin mikla stund væri skammt undan. Nágrannarnir spjölluðu um það sín á milli, og hin ágæta Praskovia Petrovna hugði að dóttir hennar hefði nú loks fengið biðil, sem hún var fullsæmd af. Eitt sinn, er gamla konan sat í setustofu sinni og ,,lagði kabala", kom Bourmin inn og spurði þegar eftir Mariu Gavrilovnu. „Hún er úti í garðinum", svaraði gamla konan, „farið til hennar, og eg mun bíða ykkar hér“. Bourmin fór að ráði hennar, en gamla konan signdi sig og sagði: „Kannske hann láti nú til skarar skríða í dag“. Maria Gavrilovna, sem var klædd hvítum kjól, sat undir pílviðar- tré úti í garðinum með bók í hönd, er Bourmin kom til hennar. Þau töluðu í fyrstu um daginn og veginn, og eftir nokkra stund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.