Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 51
49
„Nefnið þér hann ekki“, sagði fiskimaður og signdi sig; svo gerði
og kona hans líka, en sagði ekkert orð. Úndína horfði blíðum og
björtum augum til riddarans og sagði: „Vel fór það að þeir ekki
steiktu hann. Segðu áfram söguna, fríði ýngissveinn!"
„Það var mesta guðs mildi,“ sagði Huldubrandur, að eg ekki
rakst á greinarnar og tréstofnana; það rauk af hestinum af þreytu
og hræðslu, en samt gat eg engu tauti komið við hann. Loksins
sendist hann með mig að hyldjúpri gjá, en í sama vetfangi þótti
oiér einsog hár maður snjóhvítur fleygði sér fram fyrir fætur hests-
ins; varð hann þá hræddur og stóð kyrr, svo að eg gat aptur ráðið
við hann. En nú sá eg að það var ekki hvítur maður sem hafði
frelsað mig, heldur var það silfurbjartur lækur, sem steyptist belj-
andi ofan af hól og hafði hann stöðvað hestinn á sprettinum“.
„Kærar þakkir, litli lækur!“ sagði Úndína og klappaði saman
lófunum af gleði. En fiskimaðurinn hristi höfuðið og horfði í
gaupnir sér þúngt hugsandi.
„Öðara“, mælti riddarinn, „en eg var kominn í lag í söðlinum og
hafði náð taumhaldinu, sé eg hvar skríngilegur dvergur stendur
hjá mér, hann var fjarska ófrýnn og væskilslegur, mógulur á hör-
und, og nefið litlu minna en allur hinn kroppurinn. Hann var ákaf-
tega breiðmynntur og lék aulalegt auðmýktar bros um varir hans,
stóð hann þar frammi fyrir mér og hneigði sig hvað eptir annað.
úeðjaðist mér illa að fíflalátum þessum, og sneri eg hesti mínum
skjálfandi af leið og keyrði hann sporum, því eg ætlaði að fara
heimleiðis, enda var sól tekin að lækka mót vestri. En í sama vet-
fúngi stökk dvergurinn fljótari en örskot og stóð fyrir hestinum.
>.Burt af veginum!“ sagði eg í reiði, „hesturinn er bráðólmur og
treður þig undir'.. „Hæ! hæ!“ sagði ókindin, fitjaði upp á trýnið
°g glotti hræðilega, „gefðu mér fyrst skilding til að fá mér í staup-
mu! Það var eg sem stöðvaði hestinn, hefði eg ekki verið, þá lægjuð
^ið báðir niðrí gjánni þarna“. „Hættu bara að skera mér höfuð“,
sagði eg, „og taktu við drykkjuskildíngi þessum, þó þú raunar
^ógir, því það var lækurinn þarna, sem varð mér að björg, en ekki
hú, veslíngs kvikindið þitt!“ Lét eg þá gullpeníng detta niðrí húfu
hans, sem hann rétti til mín einsog annar förukarl.
Reið eg nú leiðar minnar, en hann fylgdi mér með óskiljanlegum
tlýti. Eg hleypti hestinum á stökk, en hann stökk á eptir og var
4