Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 48
46
og fallna furustofna og ætlaði að vaða yfir strauminn til að bjarga
henni. Þá þókti honum allt í einu einsog hann sæi hinn hvíta og
hávaxna mann, er hann hafði séð fyrr um daginn í skóginum, og
stæði hann glottandi á bakkanum fyrir handan og kínkaði kolli
framan í sig.
Hann hafði tekið sterka viðargrein og studdist við hana í
straumnum, sem geystist svo fast áfram, að hann varla fékk staðið
á fótunum. Þá heyrði hann allt í einu sæta rödd, er sagði: „Trúðu
honum ekki, hann er ekki tryggur sá gamli, — straumurinn!"
Riddarinn kannaðist við þenna himneska málróm og stóð frá sér
numinn í myrkrinu, því þá samstundis bar ský fyrir túnglið. Það
lá við sjálft að hann sundlaði í hinu fossandi vatnsflóði, sem beljaði
óðfluga framhjá honum. Þá var kallað hátt: „Líttu í kríngum þig,
blessaður ýngissveinn! ertu blindur?" Þá svipaði aptur frá túngl-
inu og sá hann hvar dálítil ey hafði myndazt í flóðinu; þar sat
Úndína í grasinu fögur og brosandi, undir laufi trjánna, og lukust
limar þeirra þétt saman yfir henni.
Huldubrandur var nú ekki lengi að vaða yfir strauminn til Ún-
dínu og sté uppá bakkann til hennar, þar sem hún sat á grænum
grasbletti; gnæfðu þar umhverfis eldgamlar bjarkir. Úndína var
risin upp til hálfs og í þessum fagra laufsal vafði hún örmum sín-
um um háls riddarans og dró hann niður til sín á jörðina.
„Hér skaltu segja mér æfintýrin þín!“ sagði hún í hádfum hljóð-
um, „hér getum við verið í friði fyrir nöldrinu í gamla fólkinu,
og eg held að laufþakið yfir okkur geti jafnast við baðstofima
heima í kofanum".
„Himnaríki er þar sem þú ert“, mælti riddarinn og faðmaði hana
að sér með brennandi kossum.
Nú bar fiskimanninn gamla að straumnum og kallaði hann yfir
til þeirra: „Nú er lagið á! herra riddari; eg hefi gert vel og ráð-
vandlega til yðar og nú sitjið þér og kyssið hana fósturdóttur mína
í laumi, þaráofan hafið þér látið mig leita að henni alla nóttina í
dauðans ángist“.
„Eg fann hana rétt í þessu vetfángi“, anzaði riddarinn.
„Það fór betur“, mælti fiskimaðurinn, „en komið nú undireins
híngað yfrum með hana“.
Það vildi Úndína fyrir engan mun, hún kvaðst vilja vera hjá