Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 48

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 48
46 og fallna furustofna og ætlaði að vaða yfir strauminn til að bjarga henni. Þá þókti honum allt í einu einsog hann sæi hinn hvíta og hávaxna mann, er hann hafði séð fyrr um daginn í skóginum, og stæði hann glottandi á bakkanum fyrir handan og kínkaði kolli framan í sig. Hann hafði tekið sterka viðargrein og studdist við hana í straumnum, sem geystist svo fast áfram, að hann varla fékk staðið á fótunum. Þá heyrði hann allt í einu sæta rödd, er sagði: „Trúðu honum ekki, hann er ekki tryggur sá gamli, — straumurinn!" Riddarinn kannaðist við þenna himneska málróm og stóð frá sér numinn í myrkrinu, því þá samstundis bar ský fyrir túnglið. Það lá við sjálft að hann sundlaði í hinu fossandi vatnsflóði, sem beljaði óðfluga framhjá honum. Þá var kallað hátt: „Líttu í kríngum þig, blessaður ýngissveinn! ertu blindur?" Þá svipaði aptur frá túngl- inu og sá hann hvar dálítil ey hafði myndazt í flóðinu; þar sat Úndína í grasinu fögur og brosandi, undir laufi trjánna, og lukust limar þeirra þétt saman yfir henni. Huldubrandur var nú ekki lengi að vaða yfir strauminn til Ún- dínu og sté uppá bakkann til hennar, þar sem hún sat á grænum grasbletti; gnæfðu þar umhverfis eldgamlar bjarkir. Úndína var risin upp til hálfs og í þessum fagra laufsal vafði hún örmum sín- um um háls riddarans og dró hann niður til sín á jörðina. „Hér skaltu segja mér æfintýrin þín!“ sagði hún í hádfum hljóð- um, „hér getum við verið í friði fyrir nöldrinu í gamla fólkinu, og eg held að laufþakið yfir okkur geti jafnast við baðstofima heima í kofanum". „Himnaríki er þar sem þú ert“, mælti riddarinn og faðmaði hana að sér með brennandi kossum. Nú bar fiskimanninn gamla að straumnum og kallaði hann yfir til þeirra: „Nú er lagið á! herra riddari; eg hefi gert vel og ráð- vandlega til yðar og nú sitjið þér og kyssið hana fósturdóttur mína í laumi, þaráofan hafið þér látið mig leita að henni alla nóttina í dauðans ángist“. „Eg fann hana rétt í þessu vetfángi“, anzaði riddarinn. „Það fór betur“, mælti fiskimaðurinn, „en komið nú undireins híngað yfrum með hana“. Það vildi Úndína fyrir engan mun, hún kvaðst vilja vera hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.