Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 52
50
bæði illt og broslegt að sjá, hvernig hann teygðist sundur og saman
með fettum og brettum, rétti hann höndina hátt upp með gullpen-
ínginn og grenjaði: „Falspeníngur! falspeníngur!" Stóð eg þá við
og sagði: „Hvað á þetta org að þýða? komdu og fáðú einn gull-
peníng til, já tvo eða þrjá, ef þú bara lætur mig fara í friði“. Þá
byrjaði hann aptur á bukti sínu og beygíngum, sem mér stóð svo
mikill stuggur af, og sagði: „Ekki gull! ekki gull! minn náðugi
herra! eg á nóg af því sjálfur; lítið þér á!“
Þá þótti mér sem eg sæi gegnum grassvörðinn, einsog væri hann
af grænu gleri og jörðin hnöttótt, sem áður sýndist flöt. Sá eg fjölda
álfa undir fótum mér og léku þeir sér að gulli og silfri og blésu
gullsvarfi hver framan í annan. Óvætturinn, fylgisveinn minn, stóð
hálfur niðrí jörðinni, en hálfur uppi. Lét hann hina rétta sér
ógrynni af gulli og hélt því glottandi framan í mig, síðan kastaði
hann því aptur niðrí málmskorurnar, svo að glumdi undir. Sýndi
hann þá álfunum gullpenínginn, sem eg hafði gefið honum, en þeim
varð svo glatt, að þeir ætluðu að sprínga af hlátri og æptu þeir að
mér; loksins skáru þeir mér höfuð, allir samtaka, og réttu mér
fíngur, grómtekna af málmsora; urmullinn æstist og æstist sívax-
andi og fór að skríða upp þángað sem eg var. Varð eg þá eins
felmtraður og hestur minn varð áður; keyrði eg hann sporum og
veit eg nú ekki, hversu lángt hann sendist með mig inn í skóginn.
Þegar eg loksins stöðvaði hestinn, var komið að dagsetri. Grillti
eg þá í troðníng milli greinanna og hélt að hann lægi ef til vill
heim til borgarinnar. Reyndi eg að þrengjast að honum gegnum
skóginn, en þá sá eg snjóhvítt andlit gægjast út á milli laufanna;
heldur var það óskýrt ílits og breytti svipnum án afláts. Eg ætlaði
að komast undan því, en hvert sem eg hörfaði, þá stóð það allt af
fyrir mér. Varð eg þá reiður og hleypti hestinum á það, en þá rauk
hvít froðan framan í mig og reiðskjóta minn, svo að við urðum
sjónlausir og neyddumst til að snúa við. Svona rak það okkur alltaf
á undan sér í sömu stefnu. Þegar eg endrum og eins leit aptur fyrir
mig, sá eg að þetta hvíta höfuð sat á hvítum kroppi geysi stórum.
Sýndist mér það einatt vera reikandi hver, en aldrei gat eg séð það
til fulls. Eg lét nú loksins undan hinni hvítu mynd, sem elti mig
og kínkaði kolli einsog henni líkaði við mig.