Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 47
45
sínir hefðu kallað sig Úndínu og svo vildi hún heita framvegis. Mér
þótti nafnið heiðnislegt — og það stendur heldur ekki neinstaðar í
almanakinu. Eg leitaði ráða hjá presti í borginni og var hann mér
samdóma; fór hann fyrir þrábeiðni mína heim með mér í gegnum
eyðiskóginn, til að skíra barnið.
Stúlkan litla var svo fríð og svo fallega búin, að presturinn fékk
undireins góðan þela til hennar. Hún lét svo vel að honum og þrætti
einhvernveginn svo skrítilega við hann, að hann lét loksins undan
henni og lofaði henni að halda nafni sínu. Meðan verið var að skíra
hana, hegðaði hún sér vel og siðsamlega, svo óstillt og óþekk sem
hún hefir verið endranær. Því það segir kona mín satt, að við höf-
um átt fullt í fángi með hana; eg gæti sagt yður“. ...
Riddarinn grípur þá frammí fyrir fiskimanninum og segist heyra
nið af beljandi vatnsflóði, sem nú um stund hafi farið í vöxt, og sé
að færast nær bænum. Þeir hlupu báðir til dyra. Þá var túnglsskin
á og sáu þeir að lækurinn sem féll úr skóginum, flóði upp á eyr-
arnar, veltandi í beljandi sveipum, og reif með sér grjót og eikur.
Stormurinn rak skýin hratt fyrir túnglið, sjórinn emjaði undan
veðrinu, eikurnar brökuðu og beygðust niður að ólgusjónum. „Ún-
dína! Úndína! komdu fyrir guðs sakir!“ kölluðu þeir fiskimaður-
inn og riddarinn. En ekki heyrðu þeir að hún svaraði neinu og
hlupu þeir nú sinn í hverja áttina.
Frá því er þeir fundu Úndínu
Því lengur sem riddarinn leitaði um nóttina, því meiri kvíði og
áhyggjur sóktu á hann; stundum þókti honum einsog Úndína væri
ekki nema töfrasjón, líkt og það sem fyrir hann hafði borið í skóg-
inum, og mitt í ofviðri þessu og vatnagángi virtist honum senni-
legast, að nesið með bænum og þeim, sem í honum bjuggu, væru
sjónhverfingar einar. En alltaf heyrði hann innanum niðinn lángt
í burtu fiskimanninn kalla, en konu hans biðjast fyrir hástöfum og
sýngja. Loksins kom hann að læknum, sem var í ofvexti, og sá að
hann hafði flóð fram fyrir skóginn, svo að nesið var orðið að ey.
Varð hann þá hræddur um að Úndína sæti ein og grátandi í skóg-
inum og gæti ekki komizt heim aptur; hann klifraði innanum björg