Bændablaðið - 17.11.2022, Side 21

Bændablaðið - 17.11.2022, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 einn ræktunarhópur innan hverrar tegundar. Birna Kristín Baldursdóttir, lektor og umsjónarmaður Erfðaauðlindaseturs Landbúnaðar- háskóla Íslands, segir að mikilvægi þess að varðveita erfðaefni villtra og nytjastofna dýra og plantna verði sífellt mikilvægara, enda liður í því að tryggja fæðuframboð og velferð mannkyns til lengri tíma. „Einsleit ræktun, loftslagsbreytingar, smitsjúkdómar, eyðing búsvæða, mengun og stríðsátök ógna víða fágætum stofnum dýra og plantna sem gætu reynst mikilvægar í framtíðinni. Við breyttar aðstæður getur verið þörf fyrir aðra eiginleika en nú er og á það við bæði um plöntur og dýr. Auk þess má nefna að kröfur markaðarins eftir landbúnaðarvörum eru sífellt að breytast. Síðast en ekki síst er menningarsögulegt gildi erfðaauðlinda mikilvægt, þar sem ræktun plantna og búfjár er órjúfanlegur hluti af menningarsögunni. Það er því vert að hafa í huga að varðveisla erfðaauðlinda er lykilatriði í varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni og tapaðar erfðaauðlindir verða ekki endurheimtar.“ Skógarsvið NordGen Skógar gegna mikilvægu hlutverki hjá mörgum Norðurlandanna hvað varðar timburframleiðslu, skjól og til að binda kolefni. Loftslagsbreytingar og hlýnun næstu ára og áratuga mun hafa árif á skógana. Vistkerfi þeirra mun breytast og ræktun þeirra færast norðar og ný skordýr, sveppir og sjúkdómar munu herja á skógana. Eitt af hlutverkum NordGen er vernd erfðabreytileika norrænna skógartrjáa og að kynbæta tré til að standast þær ógnanir sem hlýnun jarðar hefur í för með sér og bæta aðferðir við endurnýjun skóga. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, segir að einn helsti samstarfsvettvangur norrænna vís indamanna, embættismanna og starfsmanna fyrirtækja á sviðum skógarmála sé í gegnum NordGen. „NordGen stendur fyrir ráðstefnum, námskeiðum og annarri miðlun upplýsinga meðal Norðurlandanna til þess að Norðurlöndin geti náð betri árangri sameiginlega um verndun og nýtingu erfðaauðlinda, meðal annars þeirra trjátegunda sem notaðar eru í skógrækt í einstökum löndum. Á vettvangi skógræktardeildar NordGen er fjallað um sameiginleg hagsmunamál sem varða nýtingu og verndun erfðaauðlinda í skógrækt. Íslenskir sérfræðingar hafa tekið þar virkan þátt um nokkurra áratuga skeið, meðal annars með setu í norræna ráðinu um endurnýjun skóga og með setu í vinnuhópi um erfðaauðlindir skóga og á þetta samstarf sér yfir hálfrar aldar sögu.“ Klónasöfn varðveitt á Íslandi Fræ af 45 íslenskum nytjajurtum, sem varðveitt eru hjá Norræna genbankanum í frægeymslu á Svalbarða, eru meðal annars hálíngresi, skriðlíngresi, snarrót, túnvingli, vallfoxgrasi og vallarsveifgrasi. Auk þess eru ýmsar matjurtir einnig varðveittar þar eins og kartöflur, melgresi og gulrófur. Sumar nytjajurtir þarf að varðveita í klónasöfnum og er slíkt gert hér á landi í samstarfi NordGen, grasagarða og byggðasafna, til dæmis þegar kemur að varðveislu ólíkra yrkja rabarbara sem sum hafa verið ræktuð hér á landi í um 150 ár. Grasagarðurinn í Reykjavík sér um varðveislu á 15 þeirra, auk þess hafa Skógasafn og Skrúður í Dýrafirði tekið að sér varðveislu á rabarbara. Garð- og landslagsplöntur Í Landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins segir að mikið sé til af verðmætum garð- og landslagsplöntum í görðum og grænum svæðum um allt land. Stór hluti garð- og landslagsplantna á Íslandi eru erlendar tegundir sem garðyrkjumenn hafa valið einstaklinga af til áframhaldandi ræktunar með hliðsjón af þrifum þeirra við íslenskar aðstæður og finnast hvergi annars staðar en á Íslandi. Þessir gömlu klónar, bæði af innlendum og erlendum uppruna, hafa verið valdir til ræktunar á rúmlega hundrað ára ræktunarsögu Íslands vegna eftirsóknarverðra ræktunareiginleika og aðlögunar þeirra að íslenskum aðstæðum. Þessir klónar hafa lítið verið skilgreindir eða rannsakaðir hvað þrif varðar og eru sumir án sértækra yrkisnafna og er full ástæða til að varðveita þá einstaklinga á upprunastað sínum ásamt sögu þeirra. Íslensk búfjárrækt býr við þá sérstöðu að búfé hefur búið hér við einangrun frá landnámi og byggir því að mestu á séríslenskum erfðaauðlindum. Mynd / Myndasafn Bbl. Birna Kristín Baldursdóttir, lektor og umsjónarmaður Erfðaauðlindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / Einkasafn Sumar nytjajurtir þarf að varðveita í klónasöfnum og er slíkt gert hér á landi í samstarfi NordGen, grasagarða og byggðasafna, til dæmis þegar kemur að varðveislu ólíkra yrkja rabarbara. Mynd / VH Sérvaldir íslenskir ostar og meðlæti Veldu milli átta mismunandi ostakarfa og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Sérframleiddur MS súkkulaðigráðaostur er í völdum g jafakörfum. Frábær jólag jöf til viðskiptavina og starfsfólks. Kíktu á ms.is og skoðaðu úrvalið - einfalt og fljótlegt. Gómsætar jólagjafir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.