Bændablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 23

Bændablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 23
Vettvangsferð sveitarfélagsins og landeigenda til Spánar Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljóts- dals hreppi, segir að Spánarheimsóknin hafi verið mjög fróðleg. „Við höfðum áður skrifað undir viljayfirlýsingu við danska félagið, en í því felst að sveitarfélagið skoðar verkefnið með opnum huga og á jákvæðan hátt. Í henni felst hins vegar engin skuldbinding eða að sveitarfélag taki á sig einhverjar ábyrgðir vegna verkefnisins. Mér telst til að það séu 12-14 landeigendur opnir fyrir því að skoða þetta líka. Ferðin var farin til að auðvelda til dæmis landeigendum að taka upplýsta ákvörðun og hjálpa okkur öllum að skilja og upplifa raunverulegan vindorkugarð. Þetta fyrirbrigði er auðvitað alveg óþekkt á Íslandi.“ Skipulagsvaldið hjá sveitarfélaginu „Aðkoma sveitarfélagsins er fyrst og fremst að leiða saman aðila verkefnisins og opna fyrir samtalið, en auðvitað höfum við líka skipulagsvaldið. Þetta verkefni verður örugglega umhverfismatsskylt og þar mun sveitarfélagið koma að málum. Þá fylgjumst við með niðurstöðum starfshópsins sem vinnur að tillögum um lagaumhverfið varðandi nýtingu á vindorku,“ segir Helgi. Hann bendir á að sveitarfélagið hafi sent greinargerð til starfshópsins, þar sem áhuga er lýst á því að Fljótsdalshreppur verði virkur þátttakandi í samráði við starfshópinn, önnur sveitarfélög og samtök þeirra við undirbúning löggjafar sem ætlað er að setja um nýtingu vindorku til raforkuframleiðslu. Þar segir að vegna „samstarfs sem hafið er við CIP við skoðun á uppbyggingu vindorkuvers og vegna fyrri reynslu af uppbyggingu raforkumannvirkja í sveitarfélaginu [Kárahnjúkavirkjunar] og þeirra innviða sem sú uppbygging skapaði, getur það haft ýmislegt fram að færa í þessum efnum.“ Mikil reynsla í stórum orkumálum Helgi segir að í greinargerðinni komi fram ýmis sjónarmið sveitarfélagsins varðandi skipulagsmál, en einnig sé velt upp ýmsum möguleikum varðandi skatta og gjöld af slíku orkuveri. „Þótt okkar sveitarfélag sé ekki stórt í mannfjölda þá er það með mikla og góða reynslu í stórum orkumálum,“ segir Helgi. „Þetta er mikil framkvæmd og byggingar hafa rask í för með sér, en hönnun og útfærslur hafa veruleg áhrif á hvort og hve mikil umhverfisáhrif verða af þessu. Í þessu samhengi er skemmtilegt að greina frá því að í heimsókninni á Spáni var rætt við Spánverja um hvort ekki væri sjónmengun af vindmyllunum þar. Þeir skildu okkur ekki, því þeir hafa lengi verið með vindmyllur og líklega má segja að þeir líti á þær eins og við lítum á síma- og ljósastaurana okkar. Þetta er auðvitað mjög áhugavert fjárfestingaverkefni fyrir okkar sveitarfélag – gríðarlega stór fjárfesting og talið er að það skapist um 20 heilsársstörf við rekstur á vindmyllugarðinum.“ Landeigendur í Fljótsdal: Ganga samstíga til samninga sem ein heild Óformleg samtök landeigenda starfa í Fljótsdal, sem taka þátt í viðræðunum við danska fjár- festinga félagið CIP um kaup á löndum þeirra undir fyrir- hugaðan vindmyllugarð. Gísli Örn Guðmundsson er landeigandi á Þorgerðarstöðum í Suðurdal. Hann segir að hefðbundinn sauðfjárbúskapur hafi verið þar lengst af en lagðist af um 1980. Frá árinu 1990 hefur verið stunduð skógrækt á 200 hektara svæði samkvæmt samningi við Skógræktina. Hann segir að hin óformlegu samtök samanstandi af 13 landeigendum úr Fljótsdal, sem hafa tekið þátt í viðræðunum á þessu stigi og svo séu einhverjir fleiri sem fylgist með framvindu og gætu komið inn á seinni stigum. Þessir 13 aðilar tengist tíu mismunandi jörðum í sveitinni. Spánarferðin dró ekki úr áhuganum Að sögn Gísla fóru 11 manns í ferðina sem fulltrúar sex jarða. „Ferðin heppnaðist vel og voru menn sammála um að gott hefði verið að upplifa það að koma í vindorkugarð til að gera sér betur grein fyrir hvernig þessi mannvirki líta út og hvernig er að vera í kring um slík mannvirki. Ferðin varð ekki til þess að draga úr áhuga landeigenda til að halda samningum áfram. Íbúafundir voru haldnir á vegum sveitarstjórnar og CIP í vor. Þeir landeigendur sem hafa lýst sig reiðubúna til viðræðna við félagið eru samstíga um að ganga til samninga sem ein heild og hafa átt gott samstarf sín á milli. Engin álitaefni þeirra sem eru í samningsferlinu Þegar Gísli er spurður hvort einhver álitaefni séu uppi í samtökunum segir hann engin slík hafa komið upp sem snúi að þeim landeigendum sem eru þátttakendur í samningsferlinu. Hann geti ekki tjáð sig um sjónarmið þeirra sem ekki eru á þeirri vegferð. Íbúafundur verður haldinn í Fljótsdal 22. nóvember þar sem farið verður yfir stöðu mála. Gísli segir að CIP sækist fyrst og fremst eftir því að gera athuganir á svæðum í yfir 500 metra hæð. Þeir landeigendur sem eru í viðræðum eigi jarðir í Suðurdal og eins vestan megin í Fljótsdal upp á Fljótsdalsheiði. Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, og Rubén Marco, sveitarstjóri í Mallén á Spáni. Mynd / Kristinn Bjarnason Vindmyllugarðurinn í nágrenni Zaragoza á Spáni. Mynd / Helgi Gíslason Úr hópferð landeigenda úr Fljótsdal til Spánar. Mynd / Gísli Örn LISTAHÓTEL HOTEL HOLT Áningarstaður bænda í bænum Hótel Holt auglýsir sérstakan afslátt fyrir bændur í bæjarferð Hótel Holt er einstakt hótel í hjarta Reykjavíkur Frábær þjónusta, fegurð og endurnærandi upplifun Sagan heldur áfram á Hótel Holti Hafið samband á netfangið holt@holt.is eða í síma 552-5700
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.