Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 24

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 24
BRYNASTA VERKEFNIÐ ER BYGGING HJÚKRUNARHEIMILA Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var stofnað árið 1986 og er því 6 ára. Félagsmenn sem reglulega greiða ársgj ald eru nú á sjöunda þúsundinu. I lögum félagsins sem samþykkt voru á stofnfundi segir svo í tveimur fyrstu greinum um hlutverk þess: a) Að vinna að því að skapa efnahagslegt öryggi og gott umhverfi hjá öldruðum. b) Að vinna að úrbótum í húsnæðismálum. Gott umhverfi og húsnæðismál voru því tveir meginþættirnir sem áhersla var lögð á við stofnun félagsins. HAFIST HANDA I samræmi við framangreind áhersluatriði hófst félagið fljótlega handa um undirbúning og fram- kvæmdir við byggingu íbúðar- húsnæðis fyrir félagsmenn. Þannig hafa verið reistar og seldar samtals 182 íbúðir á þremur stöðum í borginni. A Grandavegi 47 eru 72 íbúðir, Skúlagötu 40, 40 a og 40 b, 64 og Hraunbæ 103, 46. Langflestar þessara íbúða eru tveggja, og þriggja herbergja eða 157. Allar eru þær með forkaups- réttarákvæði til handa félaginu og þinglýstri kvöð um að þær megi einungis nýta fyrir aldraða. I öllum húsunum er fullkomið Kristján Benediktsson eldvama-og öryggiskerfi og tvær eða þrj ár lyftur í h verj u þe irra. Margs konar þjónusta sem aldraðir þurfa einkum á að halda er til staðar í öllum húsunum og sérstök þj ónustu- miðstöð er í tveimur þeirra. Félagið gerði í upphafi samning við Bygg- ingarfélag Gunnars og Gylfa hf. sem annast hefir framkvæmdir og skilað húsunum og íbúðunum frágengnum að öllu leyti. Auk þeirra þriggja bygginga sem hér hafa verið nefndar eru að rísa á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík tvær 13 hæða blokkir með samtals 100 íbúðum. Þessi háhýsi eru í Suður-Mjódd í Breiðholti. Byggingu þeirra á að ljúka á næsta ári. HVERJIR KAUPA? Langflestir þeirra sem keypt hafa framangreindar íbúðir eiga húsnæði fyrir. Gamla íbúðin er þá seld til að fjármagna þá nýju. I mörgum tilfellum er fólk að losa sig við of stórt húsnæði sem eitt sinn rúmaði með góðu móti heila fjölskyldu. Þegar börnin eru flutt að heiman sitja gömlu hjónin eftir. Viðhaldið á húsnæðinu og þrif verða erfiðari eftir því sem árunum fjölgar. Þá eru ýmis útgjöld sem tengjast stærð húsnæðis, svo sem fasteignagjöld, rafmagn og hiti. Ekki má svo gleyma því að í þriggja og fjögurra hæða blokkum sem mikið hefur verið byggt af undanfömum áratugum eru engar lyftur. Það eitt veldur erfiðleikum þegar aldurinn færist yfir og þyngra verður fyrir fæti. Nauðsynlegt verður þá að skipta um húsnæði af þeim sökum einum. Að hinu leytinu finnst eldra fólki visst öryggi í því að flytja í þetta sérhannaða húsnæði þar sem margvísleg þjónusta er til staðar, fylgst með líðan þess og aðstoð veitt ef þörf krefur. HÖNNUN Þeir sem hanna húsnæði þurfa að kynna sér vel þarfir þeirra sem þar eiga að búa. Aldrað fólk hefur vissar sérþarfir að því er húsnæði varðar sem einkum stafa af því að líkamleg færni minnkar með aldrinum. Mikill skortur á hjúkrunarrými veldur því að aldrað fólk dvelur oft lengur í íbúðinni sinni en æskilegt getur talist. Sumir eru því komnir með hjálpartæki eða jafnvel í hjólastól áður en hægt er að vista þá á hjúkrunardeildum. Þetta þurfa arkitektar að hafa í huga þegar þeir hanna húsnæði fyrir aldraða. I Reykjavík einni er talið að vanti 600 hjúkrunarrými. Sjálfsagt hefur víðast tekist vel til með hönnun húsnæðis fyrir aldraða og arkitekt- arnir lagt þá alúð í verk sitt sem því hæfir. Eigi síður hef ég heyrt að betur mætti fara. Það geta verið stórvægilegir hlutir fyrir þá sem við þá eiga að búa þótt öðrum finnist um smámuni að ræða. Oþarfi virðist 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.