Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 10

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 10
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Umhverfisráðuneytið flutti í apríl 1992 í Vonarstræti 4. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem íbúðarhús fyrir Alexander Jóhannesson, prófessor, og samþykkt á fundi byggingarnefndar 2. september 1925. Ráðuneytið er myndað 1990, en byggingar- og skipulagsmál eru formlega flutt úr félagsmálaráðuneyti 1. janúar 1991. Þannig hefur umhverfisráðuneytið nú með löggildingu hönnuða að gera samkvæmt byggingarlögum sem og úrskurði, telji einhver rétti sínum hallað með ályktun byggingarnefndar eða sveitarstjórnar. I samræmi við skipulagslög er það nú umhverfisráðherra sem staðfestir skipulag í stað félagsmálaráðherra áður. Tvö frumvörp voru lögð fyrir síðasta alþingi innan þessa málaflokks ráðuneytisins, frumvarp til laga um stjórn skipulags- og byggingarmála á miðhálendi íslands og frumvarp til byggingar -og skipulagslaga. Eru bæði þessi frumvörp nú til umsagnar á vegum umhverfismálanefndar þingsins og munu verða endurflutt í haust. Svo sem kunnugt er eru nú í gildi tvenn lög: Skipulagslög, sem eru að stofni til frá 1964, og byggingarlög sem gengu í gildi 1979. Hvorum tveggja þessum lögum fylgja viðamiklar reglugerðir: Byggingarreglugerð frá 1979, var síðast breytt 1989, og skipulagsreglugerð frá 1985. Ný byggingarreglugerð er nr. 177/1992 Þegar á síðasta sumri var hafin skoðun á byggingarreglugerðinni hjá Skipulagi ríkisins vegna endurprentunar. Kom fljótt í ljós að raunar þarf byggingarreglugerðin verulegrar endurskoðunar við til þess að gagnast betur hönnuðum, byggingareftirliti og byggingariðnaði. Frá því var þó horfið, meðal annars vegna undirbúnings nýrrar löggjafar. Þó var ekki talið fært annað vegna margra smávægilegra orðabreytinga en að reglugerðin yrði endurprentuð í Stjórnartíðindum í heild sinni. Hefur hún nú verið birt að nýju með gildistöku frá 1. júlí 1992 og númeruð 177/1992. Sem fyrr segir var ekki ráðist í umbyltingu reglugerðar að þessu sinni en ráðgert er að hefja svo fljótt sem auðið er gerð nýrrar reglugerðar sem m.a. mun taka mið af nýjum aðstæðum, t.d. á sviði staðlamála, og þá ekki síður með heildstæða umfjöllun umhverfismála að leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.