Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 45

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 45
þakform ráðhússins hefur yfirbragð Ikarusarvængj a og minnir á léttleika og svif flugvélanna er sífellt draga sig til lendingar við húsið og endur- speglar form þaksins e.t.v. þversnið af flugvélarvæng en slíkar stað- bundnar líkingar ónáttúrlegs eða menningarlegs eðlis njóta sífellt meira fylgis sbr. byggingar finnsku arkitektanna Heikkinens og Kar- monen, er sýndu verk í Ásmund- arsal eigi fyrir löngu. Það má í raun segja að líkingamál af þessu tagi beri einnig gamansaman keim af Le Corbusier og hugmyndum hans um húsið sem vél til að lifa í og enda- lausar tilvitnanir hans í skip , verk- smiðjur og loftför frá fyrstu tugum aldarinnar. Lagning þaksins var mikil ná- kvæmnisvinna og í október 1991 féllu árleg verðlaun „Meistara- sambands norræna blikksmiða” í hlut ráðhúss Reykjavíkur vegna útfærslu á þaki hússins. Það er mikilvægt að hafa í huga að ráðhúsið er sökum legu sinnar við fluglínu Reykj avíkurflugvallar mikið skoðað úr lofti, en flugvélar fljúga í einungis 100 m hæð yfir bygginguna og skýrir það áherslu á alhliða skúlptúrískar eigindir hússins? Köld og ber steypan sem er með ljósu, hnökralausu yfirbragði ýtir einnig undir þá hugmynd að ráð- húsið sé sem ein risavaxin högg- mynd úr föstu efni sem hefur verið mótuð af mannahöndum, greypt í stein og rifin stórkarlalega sundur og saman og sveigð í allar áttir að vild mannshugans og á endanum gefin tímanum á vald til náttúrlegrar veðrunar og óhjákvæmilegrar eyðingar. Gertrud Stein skrifaði árið 1928 „Þannig er nú tuttugasta öldin, hún er tími þegar allt brestur, hvar allt er eyðilagt, hvar allt einangrar sig; og er það mun frábærar en tímabil þegar allt eltir sjálft sig”. Þegar litið er á austurhlið ráðhússins blasa við merkilegar andstæður og mótsagnir þar sem annars vegar má sjá byggingu sem er gróin umhverfi sínu þar eð hönnun hennar teygir sig áfram út og endurspeglar um- hverfið í kring, hvort sem litið er í áttina að vatninu, brúnni og jafnvel bílastæðunum í norðri. Hins vegar er byggingin fjarlæg umhverfinu, endursamin, lagfærð og lagskipt, toguð og teygð eftir eigin lögmálum líkt og sjálfstætt tónverk með eigin verund til íhugunar hvar borgin er sjálf óháður tónlistarsalur. Þegar litið er verk kúbískra eða súrrealískra málara eins og Picassos eða Miros sjáum við heim sem hefur verið brotinn, rifinn og tekinn í sundur. I öðrum orðum: við sj áum veröld sem ræður ekki lengur við að viðhalda samheldinni einingu eða fastri mynd og samhengislaus slitrungur og molnun eru e.t.v. meðal þeirra eiginda sem skipta hvað mestu máli í veröld okkar sem sífellt tekur á sig nýjar myndir. Hinn sjáanlegi mismunur milli ráðhússins og borgarinnar og margvíslegar framúrstefnulegar tilvitnanir líkj ast helst súrrealískum, órökrænum draumi en innan hans má skynja leit tilaðsættaandstæðurþesssem Köld og ber steypan sem er með ljósu, hnökralausu yfirbragði ýtir einnig undir þá hugmynd að ráð- húsið sé sem ein risavaxin högg- mynd úr föstu efni sem hefur verið mótuð af mannahöndum, greypt í stein og rifin stórkarlalega sundur og saman og sveigð í allar áttir að vild mannshugans og á endanum gefin tímanum á vald til náttúrlegrar veðrunar og óhjákvæmilegrar eyðingar. er eilíft gamalt og gróið og nútímann og til þess að skilgreina það tíma- lausa innan augnabl iksins sem er og verður ávallt mikilvæg spurning í listum og arkitektúr. Finnski arkitektinn Severi Blom- sted telur að í dag megi greina mark- tækan arkitektúr í tvo meginflokka; annars vegar arkitektúr forms og hins vegar arkitektúr tilvistar hvar hið fyrrgreinda má finna í upp- sprengdum og úthverfum verkum alþjóðaþenkjandi manna eins og ameríkanans PeterEisenmans, aust- urrísku arkitektanna CoopHimmel- blau og hinnar írönsku Zaha Hadid t.a.m. og hið síðargreinda í staðbundnari, innhverfari og þöglari verkumeinsogt.d. japanskamein- lætasinnans Tadao Ando, Finnans Erkki Kairamo eða Norðmannsins Sverre Fehn. Ráðhúsið er e.t.v. ein af fáum bygg- ingum sem tekst á við það að reyna að leysa andstæður forms og til- vistar, hins alheimslega og stað- bundna, hins háværa og þögla, hreyfanlega og kyrrstæða, rökræna og órökræna, og hefur yfirbragð hússins nokkuð sem mætti segja að einkennist af „frosinni hreyfingu“. Góð byggingarlist hefur stundum verið nefnd frosin tónlist og af því leiðir að tónlist hlýtur að vera þíddur arkitektúr. Slík byggingarlist endurspeglar menningarlega fjöl- breytni jafnt og hæfileikaríka meðhöndlun rýmis. Margslungin uppbygging húss þýðir ekki að hlu tir séu skreyttir eins og rjómakökur heldur er arkitektunum umhugað um rými sem hefur hugmynda- fræðilegan skýrleika til þess að hreyfa við og upphefja tilfinningar okkar og skilningarvit. Því betur sem hlutur heppnast því fljótar örvast vitin, því hæð örvunar er í öfugu hlutfalli við tíma. Hin frosna hreyfing ráðhússins er afar áberandi og áhrif hennar aukast með tíma, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hvernig það mun eldast og tengjast umhverfi sínu. Á bak við gerð góðra bygginga geta legið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.