Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 36
á „besta aldri“ í huga. Allt of víða
þurfa menn t.d. að ganga upp eða
niður tröppur til þess að komast inn
í íbúðir á jarðhæð, sem allt eins vel
hefði verið hægt að hafa tröppu-
lausar. Sama má segja um breiddir á
hurðum, rými á baðherbergjum, og
mörg fleiri atriði sem hefðu gert
margar íbúðir mun auðveldari í
notkun fyrir aldrað fólk og hreyfi-
hamlað.
Svipuðu máli gegnir með umhverfi
utan dyra. Að vísu hefur þeim
gatnamótum farið fj ölgandi, þar sem
tekið hefur verið úr gangstéttarkanti
til þess að auðvelda gangandi fólki
að komast leiðar sinnar, en til þess
að vel sé dugar ekki að láta hér við
sitja. Við gerum kröfu um sérstök
leiksvæði á lóðum húsa fyrir börn
auk grenndarvalla og sparkvalla og
annarra sérhæfðra svæða, en hvar
er fullorðnu fólki og öldruðum
ætlaður staður utan dyra í
skipulaginu? Ekki geta allir verið í
keppnisíþróttum, á skíðum eða í
sundi og víða þurfa aldraðir að leggj a
á sig langt ferðalag til þess að geta
verið einir með sj álfum sér og náttúr-
unni. Einhvern veginn virðast
óbyggð svæði í þéttbýlinu víða
hafa gleymst fyrir þennan aldurshóp.
Þetta fólk getur ekki gengið fjörur,
eða um Oskjuhlíð eða Heiðmörk
nema að mjög takmörkuðu leyti. Ef
vel á að vera þurfa útivistarsvæði
fyrir aldraða að vera sérstaklega
hönnuð, þannig að þetta fólk geti
notað þessi svæði og notið þeirra
allan ársins hring, hvernig sem
viðrar.
Svipuðu máli gegnir með þá
þjónustu sem aldraðir þurfa og geta
með góðu móti sótt og fært sér í nýt
fram eftir öllum aldri ef ónauð-
synlegum hindrunum er rutt úr vegi.
Auðvitað eiga allir sem geta að sjá
um sig sjálfir og vera sjálfstæðir sem
allra lengst, og það geta þeir ef þeir
sem hanna og móta umhverfi þeirra
taka fullt tilllit til þessa fólks.
Þótt án efa séu finnanlegar ástæður
fyrir því hvernig umhverfi aldraðra
og íbúðir eru í dag ættum við hins
vegar nú að hafa svigrúm til þess að
meta það sem gert hefur verið í
þessum efnum á síðustu áratugum,
með það fyrir augum að geta búið til
umhverfi og byggingar sem fulh
nægj a þörfum, óskum og löngunum
þessa fólks. Allt of oft hefur
byggingarkraninn og sjónarmið
þeirra sem veita þjónustuna fengið
að ráða ferðinni og gert fólki ókleift
að halda fullri reisn fram eftir aldri.
Aldraðir, sem farnir eru að finna
fyrir því að viðkomandi íbúð er
orðin þeim erfið eða hentar þeim
ekki, eiga í grundvallaratriðum
þriggja kosta völ. I fyrsta lagi er í
mörgum tilvikum hægt að endur-
skipuleggja viðkomandi íbúð
þannig að hún henti þeim betur og
gera hana þægilegri með aðstoð
ýmiss konar hjálpartækja. I öðru
lagi er hugsanlegt að byggja við
íbúðina (t.d. garðskála eða aðra
aðstöðu) og lagfæra útitröppur og
garð og í þriðja lagi geta menn flutt
í aðra íbúð eða umhverfi sem hentar
þeimbetur. Áðurenmennþurfaað
fara á hjúkrunarheimili koma allar
þessar lausnir til álita, en algengt er
að menn geri sér alls ekki grein fyrir
því hvers þeir missa við að flytja úr
grónu umhverfi, þar sem þeir hafa
búið ílengiogþekkjavel, íframand-
legt þjónustuhúsnæði þar sem þeir
eiga ekki neinar „rætur“. Oft er
með litlum tilkostnaði hægt að
breyta íbúðum aldraðra þannig að
þeir geti búið þar áfram um árabil,
án þess að fara á stofnun, og lifað
því lífi með fullri reisn sem hugur
þeirra stendur til.
AÐLÆRAAF ÖLDRUÐUM
Málefni aldraðra eru ekkert
einkamál þessa hóps eða þeirra
heilbrigðisstétta sem falin er
umönnun aldraðra í opinberu
þjónustuhúsnæði. Flest okkar eiga
það í vændum að verða öldruð og
það skiptir okkur öll miklu hvernig
við skipuleggjum okkur til þess að
þessi hluti f ævi hvers manns geti
orðið eins og best verður á kosið.
Fullyrða má að einn mesti glæpur sem
nú er ffaminn í íslensku þjóðfélagi sé
að svipta ungt fólk reynslu, menningu
og þekkingu aldraðra Islendinga, sem
ýtt er burt úr þj óðfélaginu og einangrað
á stofhunum, burt frá atvinnu-, félags-
og skemmtanalífi, oft langt fyrir aldur
fram. A miðjum aldri gefst þetta fólk
oft upp fyrir ágangi reynslulausra
unglinga sem aldir eru upp af öðrum
unglingum á dagheimilum og í
skólakerfinu og lætur sig hafa það að
sitj a með hendur í skauti, oft svo ámm
skiptir við fulla heilsu, og bíða
endalokanna. Þetta fólk býr ennþá
yfir hafsjó af lífsreynslu sem margt
ungt fólk bráðvantar til þess að geta
fótað sig í lífinu, hvort sem það gerir
sér grein fyrir því eða ekki.
Er ekki kominn tími til að reyna að finna
þessum málum betri lausn og bjóða upp á
fleiri kosti en nú þekkjast hér á landi? ■
34