Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 58

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 58
ÁHUGAMÁL ALDRAÐRA Af þessu sést að það er erfitt að skilgreina orðið antík svo öllum líki. Þrátt fyrir skiptar skoðanir og ólíkan smekk manna eru milljónir antíksafnara í heiminum að fást við það sama. - Þeir eru að halda til haga merkilegum hlutum úr for- tíðinni og allir leggja þeir sig fram við að finna hluti sem vekja hjá þeim aðdáun. Allir hafa þeir gaman af að þekkj a sögu hlutanna sem þeir eignast, vita aldur þeirra og hvaðan þeir koma. Það getur verið erfitt að finna aldur hluta sem eru orðnir verulega gamlir og eins getur reynst ógjörningur að komast að sögu hluta sem víðahafaflækst, enflestirreyna. Islendingar hafa ekki gefið antík mikinn gaum fram að þessu, það er þó ekki vegna þess að hún finnist ekki hér á landi. Margir dýrmætir gripir eru til frá heimilishaldi for- feðra okkar, bæði aðkeyptir frá útlöndum og heimagerðir. Gallinn er bara sá, að ekki er langt síðan aðeins hlutir sem keyptir voru fr á Danmörku eða M ið- Evrópu þóttu nógu „fínir” til að geta kallast antík. Þetta olli því að margt merkra íslenskra listmuna fór forgörðum af því að aðeins „sérvitringum” þótti ástæða til að halda upp á þá, og oftast var það vegna tilfinninga- tengsla. Nú eru augu almennings að opnast fyrir dýrmætum íslenskum listaverkum, bæði stássi og nytja- list úr tré og málmi. NÝRÞÁTTUR Á mörgum heimilum á íslandi eru til hinir fegurstu antíkmunir, hér- lendir og erlendir, og margir þeirra hafa alla möguleika á að verða dýrmætir vegna kosta sinna þegar fram líða stundir. Ahugi almenn- ings er líka að vakna, sem betur fer. Framvegis mun Arkitektúr og skipulag kynna að minnsta kosti einn antíkmun í hverju blaði og verður reynt að koma víða við. Seinna verður möguleiki á að kynna helstu hugtök og heiti á þessu sviði ef áhugi reynist fyrir hendi. I þessu tölublaði kynnum við forláta klukku sem stóð heiðursvörð í verslun í miðbæ Reykjavíkur. VÖNDUÐ KLUKKA FRÁ1910 Klukkan sem við segjum frá í þessu blaði var smíðuð á Englandi árið 1910. Klukkur með þessu sniði voru talsvert algengar á Islandi fyrir miðja öldina og margar þeirra hafa gengið alveg fram á okkar daga ef þeim hefur verið vel við haldið. I þessari klukku er svokallað 8 daga verk, sem þýðir að nóg er að trekkja klukkuna upp einu sinni í viku. Klukkukassinn er úr manhogníi með renndum súlum og hnúðum upp með hornum og lakkaður utan. Hægt er að opna kassann að aftan til að eiga við klukkuverkið og þar er líka geymdur lykillinn sem hún er trekkt upp með. Á hliðum klukkunnar og framan á henni er slípað gler og hægt er að horfa á klukkuverkið gegnum hliðarglerin. Til að trekkja hana upp er fram- hliðin opnuð, en þar gefur að líta rómverskar tölur og gyllt útflúr sem geymir meðal annars mynd af veru sem sennilega hefur átt að tákna sólguðinn. Klukkan er 40 cm á hæð, 38 cm á breidd og 20 cm á dýpt og er metin á um 35.000 krónur. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.