Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 27
langt umfram þann stærðarmun
sem á þeim er í m2 talið. I þriggja
herbergja íbúð skapast möguleiki
fyrir mun fjölbreyttara híbýla-
munstur heldur en í tveimur
herbergjum. Þar myndast vinnu-
aðstaða, möguleiki á að hýsa gesti
og hvers konar óhefðbundið sam-
býlisform ef þess gerist þörf. Þá má
segja að við vitum ekki í dag hvort
íbúðir undir þessari yfirskrift verði
fyrir þá elstu um aldur og ævi.
Síðasta þróun í byggingamálum hér
á landi hefur einkennst af hlut íbúða
fyrir aldraða. A Reykjavíkur-
svæðinu hafa þær flestar verið
byggðar í stórhýsum. Utan þess
svæðis hafa þær verið byggðar í
smærri sambýlishúsum eða rað-
húsum.
Það er tæplega til byggingaform,
sem tryggir alla þá kosti samtímis
sem prýða ættu íbúðir fyrir full-
orðna. Það verður því að velja og
hafna. Stóru húsin gefa betri
rekstursgrundvöll, einkum fyrir
ýmsa sérhæfða þjónustu. Þau slíta
menn hins vegar hversdags úr
tengslum við grasrótina og það
umhverfi sem menn eru að koma
úr.
Minni sambýlin gefa, ef vel tekst
til, mikla möguleika á tengslum við
umhverfið, gróðurinn eða gesti og
gangandi. Þar verða menn e.t.v. að
sætta sig við eitthvað hærra verð.
Upplýsingar um byggingarkostnað
ísmærrieiningumannars vegar og
stærri húsunum hins vegar benda
samt ekki til þess að hagkvæmnin
skili sér vel til kaupendanna.
Það má því e.t.v. líta svo á, að það
fullorðna fólk í smærri sveitar-
félögum landsins, sem kemst í
sambýli aldraðra eins og það er þar
sem vel tekst til, njóti öryggis án
þess að slitna úr tengslum við rætur
sínar og njóti með þessum hætti
uppbótar á þann aðstöðumun, sem
að mörgu öðru leyti er á milli
landsbyggðar og þéttbýlis.
MARKMIÐ
Byggingarnefnd hússins í Þorláks-
25