Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 68
eða árs, hvar og hvers vegna?
Hvernig skal staðsetja byggð með
tilliti til athafna einstaklingsins
annars vegar og virkni samfélags-
heildarinnarhins vegar, s.s. við vegi,
veitur eða iðnað? Hvaða kröfur er
réttmætt að setja um sólarljós og
skjól á svölum eða í húsagörðum, á
leikvöllum eða útivistarsvæðum? I
hvaða hlutum íbúðar dvelur fólk
lengst og hvernig skal herbergjum
raðað með tilliti til sólar, vindáttar
eða útsýnis á viðkomandi stað?
Manngert landslag eða umhverfi
skal vera í samræmi við náttúruöflin
á hverjum stað. Jafnframt var bent
á áhrif veðurs á mismunandi
byggingarefni, liti og lögun bygg-
inga.
Þegar gerð er veðurfarsúttekt vegna
fyrirhugaðrar skipulagningar
byggðar er unnið með 10 ára
meðaltöl veðurupplýsinga, aukþess
sem staðbundið veðurfar (t.d.
vindstrengirogsnjóalög) er athugað
sérstaklega.
HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR VEÐURS
Hnattstaða svæðis, fjarlægð þess
frá sjó og hæð yfir sjávarmáli auk
tegundar landslags ræður mestu um
ríkjandi veðurfar.
Sólarlj ós hafur mikil áhrif á vellíðan
mannsins og val hans á dvalarstað,
t.d. íbúðarhúsnæði eða leiksvæði.
Sænskar kannanir gera ráð fyrir
því að maðurinn þurfi 5 klst. sólan
ljós á jafndægrum til að halda
geðheilsu sinni. Þess vegna ber að
forðast að reisa íbúðarhverfi í hlíð-
um er halla mót norðri eða á svæð-
um sem eru í stöðugum skugga.
Hnattstaðan hefur áhrif á lengd
skugga, sem svo er breytileg eftir
árstíðum. A sumrin er sólargangur
t.d. lengri á 70°n.br en á 60° en
sólarhæðin er hins vegar lægri.
Taka verður tillit til lágrar sólar-
hæðar vor og haust þannig að
byggingar varpi sem minnstum
skugga á nágrannalóðir eða
mannvirki. Miklu skiptir einnig
hvort saman fer sólarátt og vindátt.
Þegar nýtt land er tekið til skipu-
lagningar erum við ekki aðeins að
breyta ásýnd yfirborðsins heldur
einnig að varpa skugga á nærliggj-
andi svæði! Speglun í vatni
utanhúss getur myndað ljós og hita
innanhúss eins og t.d. í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Vindar eru flokkaðir í háloftavinda
sem berast yfir mjög stór landsvæði
og staðbundna vinda. Vindátt og
vindstyrkur eru mjög breytileg eftir
stöðum auk þess sem sumir vindar
bera með sér úrkomu en aðrirekki.
V indarnir eru ýmist heitir eða kaldir
ogríkja lengi t.d. monsúnvindar,
eða breytast eftir dagstímum t.d.
haf- oglandgola. Víðaermikillog
tiltölulega sterkur vindur sem veldur
miklum slitskaða á byggingum auk
þess sem vindur í íbúðarhverfi
dregur úr möguleikum og/eða
löngun fólks til útiveru.
Á stöku stað er vindur ásamt snjó
til vandræða þ.e. þegar vegir teppast
eða hús lokast vegna snjóalaga og
skiptir þá miklu máli hvaða vindátt
veldur skafrenningi. Forðast ber að
reisa íbúðarhverfi á svæðum þar
semkaltogkyrrstætt loftliggur t.d.
á mýrum eða í köldum dalbotnum.
Mikill hitamunur getur verið á litlu
svæði (allt að 15°C) vegna þess að
kalt loft rennur eins og vatn niður
dali og safnast fyrir þar sem
landslagið, þéttur gróður eða
byggingar hindra gegnumstreymi og
mynda þar kuldapolla.
Urkoma og tegundir hennar, tíð-
leiki og magn eru einnig mjög
breytileg. Orkomuáttir geta bæði
verið heitar eða kaldar og úrkoman
því ýmist fallið sem regn, snjór eða
slydda. Orkomuárstíðir eru líka
brey tilegar frá einum stað til annars
og getur það t.d. haft áhrif á vaxtar-
hraða plantna. Skýjahula er mjög
breytileg eftir stöðum en mikið
skýjafar getur dregið úr möguleikum
fólks t il að færa sér í ny t það sólarlj ós
sem annars væri í boði. Mikið magn
regns eða snjóa getur líka valdið
verulegum slitskaða á byggingum
og öðrum mannvirkjum. Mikill
kostnaður getur oft verið fólginn í
snjóruðningi.Þess vegna skal forðast
að staðsetja íbúðarhverfi þar sem
vindálag er mikið. Ef nauðsynlegt
er að byggja á slíkum stað er hægt
að draga úr vindáhrifunum með
gróðri, skjólgörðumeða byggingum.
I skipulagi þarf að gera ráð fyrir
svæðum fyrir snjóruðning og
mögulegum frárennslisleiðum fyrir
leysingavatn á vorin.
ÁHRIF ÞÉTTBÝLIS Á VEÐURFAR
Helstu mælanleg áhrif þéttbýlis eru:
a) Hækkun hitastigs í neðstu
loftlögunum um allt að 10° C.
66