Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 29

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 29
EN HVERNIG ERAÐBÚAÍ BYGGINGUNNI? Góði vinur. Þú spyrð hvernig fari um okkur hérna á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn. Svarið er stutt og laggott. Það er vandséð hvernig okkur gæti liðið betur. En þar sem hætt er við að þér þætti bréfið heldur snubbótt ef endapunkturinn væri hér og það er sitt lítið af hverju, sem hefir áhrif á líðan manna, ætla ég að setjaþig í stól mannsins, sem kenndi mér sálarfræði í kennara- skólanum fyrir rúmlega hálfri öld. Hann endaði flestar prófspurningar sínar á orðunum „Rökstyðjið svarið”. Fyrri hluta spurningarinnar er fljótsvarað og rökstuðningurinn liggur í svarinu sjálfu. Arið 1951 voru byggð 3 fyrstu hús þeirrar Þorlákshafnar, sem við þekkjum í dag. Ibúarnir urðu 14 og aldurforsetinn 45 ára. Varla þörf fyrir elliheimili það árið. Árið 1960 voru íbúamir 150 og aðeins 18 þeirra komnir yfir fimmtugt. Tuttugu og fimm árum síðar árið 1985 voru hér rúmlega 1100 manns og 30 þeirra orðnir sjötugir. Arið eftir var byrjað að byggja íbúðir fyrir aldraða og flutt inn í húsið sumarið 1989. En af hverju er ég, sem eftir rúmlega aldarfjórðungs búsetu í um 130 ferm. einbýlishúsi, er ég byggði sjálfur og réð, ásamt fjölskyldu minni, hvemig væri, svona harðánægður í tæplega 70 ferm. íbúð í sambýli? Sennilega færðu besta svarið við þeirri spurningu með því að heimsækja mig og ganga með mér að húsinu og um það. Þú þarft áreiðanlega ekki að hafa sérlega næmt tóneyra til þess að greina svolítið stolt í rödd minni þegar við komum heim undir húsið. Mér finnst fallegt að koma að því. Það stendur eitt sér í ósnortinni náttúrunni og nokkuð hátt rniðað við flatlendið hér. Utsýnið er dýrðlegt. A aðra höndina „föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll”, Hekla og fleiri foldgná fjöll, en á hina er hafið og „aldrei hafið er í ró, ekki í logni heldur”. Svo spillir það ekki fyrir að ég hefi það alltaf á tilfinningunni að hreppsnefndin hafi við byggingu hússins hugsað: „Við skulum gera það, sem í okkar valdi stendur til þess að létta elli þess fólks, sem notað hefir starfsorku manndómsáranna til þess að byggja upp Þorlákshöfn nútímans”, en ekki „við skulum byggj a ódýra kassa tilþess að geyma gamlingja þangað til við losnum við þá í aðra minni”. Hafi þetta verið hugsun hreppsnefndarinnar þá hefir arkitektinum tekist að vinna verk sitt þannig að hér stendur „hugsjón greypt í stein”. Þegar við komum inn þá komum við í rauninni alls ekki inn heldur á yfirbyggða göngugötu milli tveggja raðhúsa og eru 4 íbúðir í hvoru. Þessi gata er hátt í 40 m löng og til margra hluta nytsamleg. Það er t.d. ekki bráðónýtt ef maður þarf að safna kröftum eftir smá- lasleika að gera það með því að ganga þarna um í logni og blíðu hvernig sem veðrið lætur úti. Svo finnst sumum gott að skreppa þangað og fá sér nokkur korn í nefið á meðan spáð er um veðrið. Eg á heima í íbúð nr. 5 og hún er svo forkostulega hönnuð, að það er eins og þar séu allir hlutir alltaf mátulega stórir. Eldhúsið er svo sem ekki neinn salur, en þar sem við hjónin erum samanlagt með um 70 ára kennarareynslu á herðunum þá er „trapisuborð” svo sem engin nýlunda fyrir okkur. Við létum smíða eitt slíkt í eldhúsið og þar borðum við venjulega og þá er allt, sem við þurfum að nota, innan seilingar. Með því að nota felliborð annars staðar í íbúðinni getum við sem best lagt á borð fyrir 8 manns. Konan mín segir að stofan sé heldur í minna lagi. Það má svo sem vel vera þó ég finni ekki fyrir því svona hversdagslega, en þar fer þó ágætlega um 8 -10 manns yfir kaffibolla. Hvað hefur fólk á okkar aldri að gera við fleiri gesti í einu? A stofunni eru dyr út í sumarið og sólina. Utan þeirra er hellulögð stétt og er það eini staðurinn í húsinu þar sem mér finnst helst til mikils spamaðar hafa verið gætt. Þar kemst ekki fyrir með góðu móti nema einn sólstóll. Svefnherbergið er svo stórt að þar hefir húsmóðirin á heimilinu ágætis vinnuborð. Okkar íbúð er önnur af tveim í húsinu, sem hefir þriðja herbergið. Það er að vísu ekki stórt, en notadrjúgt. Þar hefi ég ágætis skrifborð og þó nokkuð af bókum þannig að þar er fyrirtaks vinnuaðstaða. Það spillir heldur ekki fyrir að í Reykjavík fékkst tvöfaldur svefnsófi, sem virðist sniðinn fyrir þetta herbergi eða herbergið fyrir hann og þegar börn manns búa í tuga og jafnvel hundraða km fjarlægð þá er það ómæld ánægja að geta hýst þau nótt og nótt. Við ættum svo að enda á því að fara fram í sal. ]á, já, það er salur hér frammi við ystu dyr og þar væri leikur að halda 50 manna veislu. Hann er þó ekki bara fyrir okkur hér í húsinu, heldur alla eldri borgara í plássinu. Þar er föndur einu sinni í viku og leikfimi tvisvar og þá er ekki bráðónýtt að geta notað göngugötuna fyrir hlaupabraut. Kirkjan er líka einu sinni í mánuði með starf fyrir eldri borgara í þessum sal. Þú sérð nú, vinur snar, að það fer ekki dónalega um okkur hér og til þess að kóróna allt saman þá létti flutningurinn hingað af 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.