Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 42

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 42
RÁÐHÚS R EYKJAVÍKURBORGAR „Hið ólokna verkefni" GUÐJÓN BJARNASON arkitekt ýski heimspekingurinn J iirgen Habermas heldur því staðfastlega fram að ævintýri nútímastefn' unnar í menningu og vísindum sé „ólokið verkefni“ og að enn sé langt í land að hugmyndir hennar hafi gengið til þurrðar. Að hans mati er hæfnin til áframhaldandi nýsköp- unar í mynd- og menningarmáli nútímastefnunnar ennþá til staðar og nægur slagkraftur til viðhalds þeirri sköpun og gagnrýni sem þarf til betrumbætandi áhrifa í umbrotasömum heimi. Þó víða megi greina vangaveltur og efasemdir um bjartsýni heimspek- ingsins er skoðun hans e.t.v. gefinn byr undir báða vængi ef litið er til þeirrar hugmyndaríku grósku sem einkennir margt af því besta sem byggt er um þessar mundir. Fjöh margir frumlegir arkitektar halda áfram að jánka óbeint við því tungutaki sem þeir hafa tekið að erfðum frá forfeðrum sínum og halda áfram að umbylta stöðugleika og stöðnuðum hefðum sem er að kj arna til óður og upphaf allrar nútíma- stefnu í listum og arkitektúr. Hér sem víðar hefur nútímastefnan í byggingarlist verið að stofni til innihaldslaus stíll (alþjóðlegi stílh inn) rígbundinn í báða skó með sí- fellt réttlætingarkvein um ofur- einfalt nytjagildi sitt og sálar- lausan heiðarleika þar sem félags- legt inntak hefur runnið út í buskann og lögmál markaðarins tekið við. Það var strax árið 1940 að finnski arkitektinn Alvar Aalto sagði: „Það er ekki rökfærslan sjálf sem er röng á þessu fyrsta og síðasta tímabili nútíma arkitektúrs heldur liggja rangindin í því að hagræðingin hefur ekki gengið nógu langt. Þessa stundina hefur nútíma arkitektúr það nýja hlut- verk að leysa vandamál sem eru mannlegs og sálfræðilega eðlis”. Aalto heldur síðan áfram og lýsir því yfir að vandamálin séu ekki tæknileg og formfræðileg heldur skortur á raunsæi um mannlegar athafnir. Það er ekki óvarlegt að ætla að Ráðhús Reykjavíkur sem nú er nýrisið hefði glatt bæði Aalto og Habermas væru þeir viðstaddir sökum þess hugmyndaflugs og 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.