Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 12

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 12
HVER ER STAÐA ALDRAÐRA í ÍSLENSKU ÞJÓÐFÉLAGI í DAG? Til að svara þessari spurningu er gagnlegt að leiða hugann að því sem aldagömul lífs- viska segir okkur um ellina: Ellin hefur kynnst lífinu, þekkir tilgang þess og tilgangsleysi, böl þess og blessun. Hún er laus úr viðjum ástríðna og hagsmuna sem kynda undir baráttu, átökum, stríði og streitu hinna yngri. Hún nýtir lífsorkuna ekki lengur til að berja sér á brjóst og ana áfram, heldur til að staldra við og veita lífinu sjálfu eftirtekt. Hún horfir yfir veröldina og finnur til með henni; hún væntir einskis framar sjálfri sér til handa, heldur bindur vonir sínar við heiminn sem hún vill sjá að dafni. Allt þetta veit æskan um ellina. Hún veit að ellin býr yfir þekkingu og reynslu af lífinu sem hún miðlar þeim sem til hennar leita og kunna að hlusta á hana. Þess vegna horfir æskan til ellinnar til að ná áttum í lífinu og spyrja um það sem máli skiptir. I nútímaþjóðfélagi ráða hvorki ellin né æskan, heldur sundurlaus hópur ráðvilltra manna sem hefur misst tengslin bæði við æskuna og ellina. Þessi hópur hefur alltaf verið til. Þetta er hópurinn sem ímyndar sér eitt andartak að hann ráði gangi mála í veröldinni, að himinn og j örð snúist í kringum hann. A þessari öld hefur gengið yfir heiminn þjóðfélagsbreyting sem hefur gert þennan hóp truflaðri en áður. Tæknin sem tröllríður heiminum hefur kynt undir blekkingunni um alveldi mannsins, hann hafi tök á öllum hlutum og geti gert hvað sem honum sýnist. Og á örskömmum tíma er ytra borði hlutanna PÁLL SKÚLASON heimspekingur umturnað: samgöngur, atvinnu- hættir, húsakynni, mataræði - allt þetta og ótalmargt annað tekur stakkaskiptum. - Hvaða áhrif hefur þettahaftástöðu aldraðra og æsku- fólks? Skjótt frá að segja hafa þessir hópar báðir lent utangarðs. Hér skal aðeins vikið nánar að hópi aldraðra. Lífsviska hinna öldruðu virðist engu skipta í heimi nútímatækni. Þeir kunna ekkert fyrir sér sem hentar í þessum heimi, þeim er ýtt til hliðar, fyrst af vinnustaðnum, síðan af heimilinu - nema þeim takist að láta ekkert fyrir sér fara! Æskuna neyðumst við til að umbera, en ellina berum við út af stakri kost- gæfni. Nema hægt sé að græða á henni með því að skipuleggja fyrir hana sérstakar byggingar, sérstök dvalarheimili, og helst sérstök húsahverfi, sem sagt staði þar sem gamalmennin geta haft ofan af hvert fyrir öðru og valda öðrum sem minnstum vandræðum. Innan tíðar mun ellin í bandalagi við æskuna gera uppreisn gegn þessum hópi fáráðlinga sem vaða áfram í villu og svíma og eru löngu hættir að hafa áhyggjur af því hvort það þjóni nokkrum tilgangi að vera til, því að þeir eru á bólakafi í veraldarvafstri, sem gjörnýtir alla þeirra hugsun og orku, þar sem rokið er úr einu í annað, vegna þess að ekkert hefur gildi í sjálfu sér, heldur vegna einhvers annars, koll af kolli endalaust. Uns orkan og vitið eru á þrotum. Þá mun æskan leggja til orkuna, en ellin vitið. Og saman munu þau bjarga því sem bjargað verður eftir tæknilegar tilraunir okkar „fólksins á besta aldri” til að leggja veröldina í rúst. ■ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.