Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 20

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 20
REYKJAVÍK, AMSTERDAM, HELSINGFORS Ilok sjöunda áratugarins bar svo við eitt sinn, að Alþingi samþykkti breytingu á húsnæðislöggj öfinni, er var fáorð, lét lítið yfir sér og vakti enga athygli. Engu að síður varð hún grundvöllur að umfangsmiklum byggingaframkvæmdum um land allt, í þágu eldra fólks og aldraðra, er staðið hafa alla tíð síðan og ég hef nefnt „hljóðláta þjóðlífsbyltingu”. Hið nýja lagaákvæði heimilaði Húsnæðisstofnun ríkisins að veita lán úr Byggingarsjóði ríkisins til byggingar leiguíbúða fyrir aldraða og öryrkja í elliheimilum og sér- stökum öryrkjaheimilum. Laga- heimildin hefur síðan breytzt á ýmsa vegu og Framkvæmdasjóður aldraðra einnig komið til sögunnar (j afnframt því sem Byggingarsj óður aldraðra (í Tryggingastofnun rfk- isins) hefur hætt starfsemi sinni), en það breytir ekki því, að hún reyndist stórkostleg uppspretta fj ármagns fyrir íbúðabyggingu í þágu eldra fólks. Fyrir tilkomu hennar var tæpast unnt að tala um sérstakar stofnanir, né heldur sérstakar íbúðabyggingar, fyrir eldra fólk, annars staðar en á Akureyri og í Reykjavík. En í kjölfar hennar tók þróunin á rás, umfram allt fyrir frumkvæði og tilstuðlan sveitar- stjórnarmanna og áhugasamra félagsmálamanna um land allt. Nú er svo komið, að sjá má glæsileg dvalarheimili aldraðra og sérstök fjölbýlishús eldra fólks í fjölmörgum byggðarlögum, jafnt til sjávar og sveita. I dvalarheimilunum eru íbúðir sennilega í miklum meiri- hluta, en einstaklingsherbergi miklu færri. Sennilega hefur Húsnæðis- stofnunin nú veitt lán til byggingar SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON framkv.stj. Húsnæðisstofnunar ríkisins Þegar sýnt var, á áttunda áratugn- um að byggingaframkvæmdir þessar færðust sífellt í aukana, þótti Húsnæðisstofnun meir en við hæfí að setja á blað vissar lágmarks- reglur, sem gilda skyldu um stærðir og gæði þess húsnæðis, sem verið var að lána út á í þágu roskins fólks. Það er ekki óeðlilegt þótt maður spyrji hvort verktakarnir séu örugglega bestu mennirnir til að móta þá byggingar- og húsnæðis- stefnu, sem fylgt er, umræðulaust, á þessu sviði, um þessar mundir. nokkuð á annað þúsund íbúða af þessu tagi, allt frá því að laga- heimildin kom fyrst til sögunnar. Þar eru ýmist leiguíbúðir eða eignaríbúðir. Fyrstu árin voru hinar fyrrnefndu reistar í mun meira mæli, en seinni árin hafa eignaríbúðirnar rutt sér til æ meira rúms. Hús- næðisstofnunin hefur veitt sín lán til byggingar íbúða fyrir eldri borgara í byggingum, sem gj arnan hafa verið nefndar „dvalarheimili”. en hafa þó oft verið annar eðlis en þau dvalar- heimili eru, sem reist hafa verið með fjárstuðningi úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra, skv. sér- stökum lögum þar um. Hygg ég, að hin síðarnefndu hafi verið mun nær því að mega kallast sjúkrastofnanir. En hvað sem því líður er eftir- tektarvert og íhugunarefni hvernig þessi þróun hófst, án þess að það hafi beinlínis verið ætlun lög- gjafans, nema þá í mjög takmörk- uðum mæli. Og hvernig hún fékk frjálsan framgang, fyrir tilstuðlan ríkisstofnunar er veitti lán, sem í dag svara til milljarða króna, vegna þessara byggingaframkvæmda. Þegarsýntvar ááttundaáratugnum, að byggingaframkvæmdir þessar færðust sífellt í aukana, þótti Húsnæðisstofnun meir en við hæfi að setj a á blað vissar lágmarksreglur, sem gilda sky ldu um stærðir og gæði þess húsnæðis, sem verið var að lána út á í þágu roskins fólks. Reglurnar voru settar með hliðsjón af gildandi reglum um sama efni í ýmsum nágrannalöndum, að feng- inni reynsluhérlendis og ísamræmi við þau sjónarmið, er menn töldu æskilegt að keppa að hér. Gylfi Guðjónsson arkitekt var fenginn til að safna saman upplýsingum um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.