Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 41
þessa borg var svo lánsöm að þekkj a
ekki þessa verkhræðslu. Hún lifði í
þeirri heilbrigðu fullvissu að það
gerist ekkert nema maður geri það
sjálfur og skildi að lífsgleðin er
einmitt fólgin í því að skapa og að
leggja alúð við sitt verk. Jafnvel
þeir, sem ýtt höfðu samkeppni um
Ráðhús Reykjavíkur úr vör með
ákvörðun borgarstjórnar, runnu af
hólmi þegar veruleikinn birtist og
snérust öndverðir gegn byggingu
hússins. Það er ekki öllum gefið að
axla þá ábyrgð, sem slíkum ákvörð-
unum fylgir.
Eg ætla ekki að orðlengja um það,
sem á eftir fylgdi, það mun verða
þjóðarsálfræðingum ærið heimild-
arefni í framtíðinni. Það var þó
sérstakt í allri þeirri umræðu að
fyrst þegarmarkmiðið varaðvanda
til verka í byggingariðnaðinum á
Islandi brugðust ólíklegustu menn
öndverðir við, en létu sér um leið
standa á sama um það grófgerða
umhverfi, sem risið hefur hér í
borginni undanfarna áratugi’ sem
afleiðing skammsýnnar peninga-
hyggju. Umræðan snerist reyndar
aldrei um byggingarlist.
Það var einnig athyglisvert að hæstu
raddirnar gegn ráðhúsinu hljóm-
uðu oft frá þeim hluta okkar
þjóðfélags, sem maður skyldi ætla
að hefði minnsta fordóma. Máh
flutningurinn byggðist furðu lítið á
staðreyndum og rökum, en
einkenndist af tilfinningahita og
æsingi. Sumir virtust eiga þá ósk
heitasta að byggingarlistin tæki
stefnuna rakleitt aftur til fortíðar.
Þetta er algengt fyrirbæri og e.t.v.
afleiðing þess að menn átta sig ekki
á því að ástæða þess að margar af
eldri byggingum okkar eru svo
fallegar er einmitt sú að þá vönduðu
menn sig sem best þeir gátu. Nú
leyfir peningavélin ekki að menn
geri sitt besta. Þetta hefur leitt af sér
hræðslu gagnvart öllu því, sem nýtt
er. Halldór Laxness kallaði þetta
„að skreyta sig með nátthúfum
lángafanna” og taldi það vitna um
hnignun þjóðernis, þegar menn
leituðu einkenna sinna mörg
hundruð ár aftur í tímann. Það er
jafnhættulegt að gerast þræll for-
tíðarinnar og að glata virðingu sinni
og þekkingu á því sem á undan er
gengið. Ég tel mig geta fullyrt fyrir
hönd allra sem nálægt byggingu
Ráðhúss Reykjavíkur hafa komið
að þeir eru þakklátir fyrir að hafa
fengið e.t.v. í eina skiptið á ævinni,
að sýna fagmennsku í allri sinni
fegurð. Vera kann að okkur Islend-
ingum takist einhvern tíma að ræða
fagurfræði og byggingarlist á upp-
lýstan hátt og fordómalaust, en ef
það er einhver huggun þá erum við
ekki eina þj óðin, sem á í erfiðleikum
á því sviði.
Þessi forleikur var e.t.v. orsök þess
hve þéttur sá kjarni varð, sem að
byggingu Ráðhússins stóð. Þar var
hver hlekkur jafnmikilvægur.
Markús Orn Antonsson tók við
stöðu borgarstjóra af Davíð Odds-
syni síðasta sumar og fékk Ráð-
húsið í sína umsjá. Hann hefur fylgt
verkinu ötullega eftir á leiðarenda.
Verkefnisstjórnin hlaut erfitt
hlutskipti. Þar mættust fulltrúar
bjartsýni, varkárni, stjórnkænsku
og einstakrar starfsgleði. Þeir þurftu
oft á ofurmannlegu jafnaðargeði að
halda til að mæta því, sem á dundi.
AðalverktakiRáðhússins, Istak, var
e.t.v. stærsta lóðið á vogarskálar
Ráðhússins. Þeir sýndu frá upphafi
í hverju samfélagi má finna hóp
manna, sem alltaf eru að bíða eftir
einhverju, sem enginn veit hvað er.
Menn kjósa að láta sig dreyma um
hlutina og rabba fram og aftur um
það sem gæti gerst, eins og Steinn
/
Steinarr orðaði það: „Eg elskaþað,
sem aldrei verður til”.
víðsýni og hæfni í samstarfi og
heyktust ekki á að leysa skrítnustu
viðfangsefni. Viðkvæðið var yfir-
leitt „Það er allt hægt”. Með ístaki
hefur starfað fjöldi undirverktaka,
sumir hverjir sannkallaðir lista-
menn. Fyrirhöndhönnuða, ráðgjafa
og eftirlits þakka ég þessum mönn-
um einstakt samstarf. Það er erfitt
að geta þeirra einstaklinga, sem
mestan veg og vanda hafa haft af
byggingunni. Ég treysti því og vona
að þeir viti það best sj álfir og veit að
þeir eru ekki þær manngerðir, sem
kæra sig um lof eða hól. Við arki-
tektarnir eigum okkur uppáhalds-
menn úr þessum hópi og verðum
ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þeim, verkum þeirra og
framkvæmdagleði.
Oft hefur reynt á þolrifin í þessum
hópi og undir slíku álagi reynir fyrst
á, hvern mann hver og einn hefur
að geyma. Sumir bognuðu og sáu
allt svart, en aðrir sigldu í gegn af
fádæmaöryggiogmanndómi. E.t.v.
hugsuðu þeir eins og Steinn Steinarr
þegar hann orti: „Víst er þetta löng
og erfið leið /og lífið stutt og margt
sem út af ber./En tigið gegnum tál
og hvers kyns neyð /skín takmarkið
og bíður eftir þér.“
Ekki má heldur gleyma þeim, sem
þurft hafa að þola þær áhyggjur,
sem menn hafa ekki mátt sýna í
vinnunni, og það eru nánustu að-
standendur. Þeir hafa allir verið í
hlutastarfi við Ráðhús Reykja-
víkur, sem þeim er hér sérstaklega
þakkað.
Þeir sem valist hafa í þann hóp, sem
skapaði og reisti ráðhúsið, eru fæstir
þeirra gerðar að gagnrýna og vanda
um fyrir öðrum. Flestir ástunda fyrst
og fremst vönduð vinnubrögð og
sýna í verki það sem þeir trúa á.
Þeirra trú og þeirra mannkostir eru
svo sannarlega ofnir í þetta mann-
virki. Sumir þeirra eru hér um bil
orðnir hluti af húsinu. Ef sá starfs-
andi, sem ríkt hefur við byggingu
Ráðhússins, ræður áfram ríkjum við
st j órn þessarar borgar á hún sér fagra
framtíðarsýn. ■
39