Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 66
skrifstofum, ásamt fundarsal, af-
greiðslu, kaffistofu og opnu
skrifstofusvæði með skjala-
skápum, á þessum fermetrum.
Virðulegt yfirbragð en um leið
„öðruvísi" skrifstofuhúsnæðivar
það sem leitað var að. Fram-
kvæmdarstjóri fyrirtækisins,
Þórður Ingvi Guðmundsson,
valdi strax ferskustu og djörfustu
tillöguna sem hönnuðirnir lögðu
fyrir í upphafi. Það sem er óvenju-
legt við lausnina, er að það eru
engin 90° horn í veggjum nema
við útveggi, engar tvær skrif-
stofur eru eins, og hurðir að skrif-
stofunum eru í „skjóli,“þ.e. sjást
ekki frá inngangi. Auk þess að
veggir mynda misstór horn við
ganginn eru gluggar milli gangs
og skrifstofa í fjölbreytilegum
stærðum, og gefur þetta hús-
næðinu óvenjulegan svip.
Lausnin hentar fyrirtækinu afar
vel, og þrátt fyrir fjölbreytileika
vannst verkið vel eða á 2 mán.
Gólfefnin, sem eru granítflísar
og merbau parket, voru lögð fyrst,
svo að hægt er að hnika til veggj'
um eða færa vandræðalítið.
Veggir eru í 4 litum, sem þó eru
svo líkir hver öðrum að áhrifin
eru blæbrigðamunur frekar en
litamunur. Hurðir, gluggalistar
og afgreiðsluborð eru úr
mahnhogný og sömuleiðis panell
í framkvæmdarstjóraherbergi.
I
64