Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 71
FERD SKIPULAGSNEFNDAR REYKJAVÍKUR TIL
MIÐ-EVRÓPU
22.septemberlil3.»któberl991.
Frankfurt ■ Regensburg ■ Vín ■ Búdapest -Bratislava -Prag -Karlsbad ■ Nurnberg -Frankfurt.
ÞORVALDUR S. ÞORVALDSSON
forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur
Isamræmi við stefnu sem
tekin var eftir kynnisferð
til Norður-Evrópu haustið
1984 um að reyna að koma
á kynnisferð fyrir skipulagsnefnd á
hverju kjörtímabili var byrjað að
huga að ferð eftir borgarstjórnar-
kosningar 1990. Um vorið var síðan
ákveðið að undirbúa ferð í septem-
ber 1991 og fara til Mið-Evrópu.
Var þá þegar hafist handa við að ná
tengslum við skipulagsaðila og
yfirvöld á áfangastöðum um
tengileiðir sendiráða. Ferðaskrif-
stofa Reykjavíkur aðstoðaði við
skipulag ferðarinnar og var leigður
hópferðabíll með bílstjóra sem tók
við hópnum í Frankfurt og ók
honum allan hringinn á flugvöll
við Frankfurt á ný.
STUTT UPPRIFJUN FYRRIFERÐA
Ferð til Danmerkur, Þýskalands og
Hollands 25. september til 6.
október 1984. (Kjörtímabilið 1982
- 1986.)
Ferð þessi var undirbúin í samráði
við starfsmenn Anders Nyvig A/S,
ráðgjafafyrirtækis í Danmörku sem
hefur verið í nánu samstarfi um
skipulagsmál Reykjavíkur, sérstak-
lega umferðarmál, allt frá aðalskipu-
lagsvinnunni 1960. Tilgangur
ferðarinnar var m.a.: Að kynna sér
göngugötur, vistgötur og umferðar-
stýringu í íbúðahverfum. Frágang
og fegrun gatna og torga.Bílastæða-
Hópurinn var oft heila og hálfa daga í bflnum góða.
mál, almenningsvagnaumferð,
rekstur strætisvagna og tilraunir
með forgangsleiðir strætisvagna.
ÁRANGUR T.D.:
Tillögur að fegrun Laugavegar og
ýmsar tillögur tengdar Kvosar-
skipulagi. Endurskoðun bíla-
umferðar í íbúðahverfum og
hverfaskipulagið. Forgangsleiðir
strætisvagna í Borgarholtshverfum.
Nánara samstarf Borgarskipulags,
S.V.R. og umferðardeildar í skipu-
lagsvinnu.
Haldinn var kynningarfundur og
sýning á Kjarvalsstöðum 24- janúar
1985, nokkru eftir heimkomu.
FERÐ TIL USA í APRÍL 1989
(Kjörtímabilið 1986 - 1990.) Ferð
þessi var undirbúin í samvinnu við
Menningarstofnun Bandaríkjanna.
Ferðin hófst í Washington og var
farið upp með austurströndinni um
Baltimore, Reston, Philadelphia og
New York, til Boston.
Tilgangur ferðarinnar var m.a.:
Að kynnast nýjum tengslum
gamalla miðborga við hafnir.
Verksvið hafnarstjórna. Uppbygg-
ing og endurlífgun miðborga.
Umferðarmál og bílastæðamál.
Skipulag nýrra íbúðahverfa og
borgarhluta.
ÁRANGUR M.A.:
Náið samstarf við hafnarstjóra um
öll skipulagsmál og hafið formlegt
69