Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 91
ÞÉTTLEIKIBYGGÐAR, GATNAKERFIOGUMFERÐ:
Borgir íbúar á ha. íbúar á ha - elsti borgarhluti Bensínl. á íbúa á ári Akstursvegal. almenningsv. á íb. á ári (km) Hlutfail alm.v. og lesta af öllum ferðum Götur m. á íbúa Bílastæði p. 1000 störf í miðbæ
Reykjavik 25 1) 47 2) 715 3) 466 -8-10% 3,5 -300 4)
Borgir í N-Ameríku 14 45 2.300 522 4.4% 6,6 380
Borgir í Evrópu 54 91 530 1.790 24.8% 2,1 211
Borgir í Ástralíu 14 24 1.380 856 7,5% 8,7 327
Borgir í Asíu 160 464 220 3.060 64,1% 1,0 67
Heimild um erlendar borgir: Peter Newman og Jeffrey Kenworthy; Cities and automobile dependence, 1989. Tölurnar eru frá
árinu 1980.
1) Tölur um þéttleika eiga við borgarsvæði eins og þau eru skilgreind í hverju landi. Þéttleiki byggðar á höfuðborgarsvæðinu (Kjalarnes
og Kjós ekki meðtalið) er um 3 íbúar á ha ef allt land upp í Bláfjöll er meðtalið en 16 íbúar á ha ef lína er dregin um byggðina.
2) Gamli bærinn innan Hringbrautar - Snorrabrautar.
3) Bensínnotkun í Reykjavík áætluð sú sama og í landinu í heild 1991.
4) Miðbærinn samkvæmt skilgreiningu A.R. 1990-2010 og tölur samkv. "Bílastæðakönnun í miðborg Reykjavíkur í október 1991”
Fólksbílar/1000 íbúar
600
Mynd 7. Spá um fólks-
bílaeign.
sem sjá má af því að árið 1960 var
íbúatala á ha í evrópskum borgum
74 (54 árið 1980) og 18 í amer-
ískum borgum (14 árið 1980).
Þéttleiki ástralskra borga er svip-
aður eða minni en í amerískum
borgum, en í stórborgum Asíu er
íbúafjöldi á flatareiningu þrisvar
sinnum hærri en í Evrópu og tífaldur
miðað við amerískar borgir.
Þéttleiki byggðar í gamla bænum í
Reykjavík er heldur nær meðaltali
amerískra borga en evrópskra, þar
sem hinir gömlu borgarkjarnar í
Evrópu voru yfirleitt mjög þétt-
byggðir hvað íbúatölu varðar.
Reykjavík er ung borg, yfir 90% af
öllum húsum eru byggð á þessari
öld.
Lengd gatnakerfisins á íbúa endur-
speglar einnig stöðu Reykjavtkur í
þessu tilliti, mitt á milli evrópskra
og amerískra borga með 3,5 m á
íbúa.
Þrátt fyrir mikla einkabílanotkun á
Islandi er bensínnotkun á íbúa á ári
aðeins þriðjungur af því sem var í
amerískum borgum 1980. Skýring-
arnar á þessum mun eru líklega þær
að bandarískar borgir eru enn
dreifbyggðari, bílaeign er almennari
en hér og eyðslufrekir bílar hafa á
milli evrópskra og amerískra borga.
Niðurstaðan í þessum samanburði
er sú, að þótt Reykjavík sé ung bíla-
borg, er hún heldur n'ær evrópskum
en amerískum borgum þegar
bensínnotkun og þéttleiki byggðar
eru skoðuð í samhengi.
SPORVAGNAKERFI í REKJAVÍK?
Við afgreiðslu A.R. 1990-2010 í
borgarstjórn Reykjavíkur sl. haust
var samþykkt tillaga þess efnis að
verið hlutfallslega fleiri í amerískum
borgum 1980 en í Reykjavík 1990.
Reykjavík er mun líkari amerískum
en evrópskum borgum hvað varðar
lágt hlutfall umferðar almennings-
farartækja af allri umferð (undir
10% allra ferða). I evrópskum
borgum munar mikið um rótgróin
lestarkerfi. Staða bílastæðamála í
miðbæ Reykjavíkur miðað við
starfsmannafjölda erekki slæm, mitt
89