Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 58

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 58
ÁHUGAMÁL ALDRAÐRA Af þessu sést að það er erfitt að skilgreina orðið antík svo öllum líki. Þrátt fyrir skiptar skoðanir og ólíkan smekk manna eru milljónir antíksafnara í heiminum að fást við það sama. - Þeir eru að halda til haga merkilegum hlutum úr for- tíðinni og allir leggja þeir sig fram við að finna hluti sem vekja hjá þeim aðdáun. Allir hafa þeir gaman af að þekkj a sögu hlutanna sem þeir eignast, vita aldur þeirra og hvaðan þeir koma. Það getur verið erfitt að finna aldur hluta sem eru orðnir verulega gamlir og eins getur reynst ógjörningur að komast að sögu hluta sem víðahafaflækst, enflestirreyna. Islendingar hafa ekki gefið antík mikinn gaum fram að þessu, það er þó ekki vegna þess að hún finnist ekki hér á landi. Margir dýrmætir gripir eru til frá heimilishaldi for- feðra okkar, bæði aðkeyptir frá útlöndum og heimagerðir. Gallinn er bara sá, að ekki er langt síðan aðeins hlutir sem keyptir voru fr á Danmörku eða M ið- Evrópu þóttu nógu „fínir” til að geta kallast antík. Þetta olli því að margt merkra íslenskra listmuna fór forgörðum af því að aðeins „sérvitringum” þótti ástæða til að halda upp á þá, og oftast var það vegna tilfinninga- tengsla. Nú eru augu almennings að opnast fyrir dýrmætum íslenskum listaverkum, bæði stássi og nytja- list úr tré og málmi. NÝRÞÁTTUR Á mörgum heimilum á íslandi eru til hinir fegurstu antíkmunir, hér- lendir og erlendir, og margir þeirra hafa alla möguleika á að verða dýrmætir vegna kosta sinna þegar fram líða stundir. Ahugi almenn- ings er líka að vakna, sem betur fer. Framvegis mun Arkitektúr og skipulag kynna að minnsta kosti einn antíkmun í hverju blaði og verður reynt að koma víða við. Seinna verður möguleiki á að kynna helstu hugtök og heiti á þessu sviði ef áhugi reynist fyrir hendi. I þessu tölublaði kynnum við forláta klukku sem stóð heiðursvörð í verslun í miðbæ Reykjavíkur. VÖNDUÐ KLUKKA FRÁ1910 Klukkan sem við segjum frá í þessu blaði var smíðuð á Englandi árið 1910. Klukkur með þessu sniði voru talsvert algengar á Islandi fyrir miðja öldina og margar þeirra hafa gengið alveg fram á okkar daga ef þeim hefur verið vel við haldið. I þessari klukku er svokallað 8 daga verk, sem þýðir að nóg er að trekkja klukkuna upp einu sinni í viku. Klukkukassinn er úr manhogníi með renndum súlum og hnúðum upp með hornum og lakkaður utan. Hægt er að opna kassann að aftan til að eiga við klukkuverkið og þar er líka geymdur lykillinn sem hún er trekkt upp með. Á hliðum klukkunnar og framan á henni er slípað gler og hægt er að horfa á klukkuverkið gegnum hliðarglerin. Til að trekkja hana upp er fram- hliðin opnuð, en þar gefur að líta rómverskar tölur og gyllt útflúr sem geymir meðal annars mynd af veru sem sennilega hefur átt að tákna sólguðinn. Klukkan er 40 cm á hæð, 38 cm á breidd og 20 cm á dýpt og er metin á um 35.000 krónur. ■

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.