Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 1

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 1
Íslenska þjóðfélagið 1. tbl. 13. árgangur 2022, 1–2 © höfundar 2022. Tengiliður: Margrét Valdimarsdóttir, margretv@unak.is Vefbirting 16. desember 2021. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík Frá ritstjórum Þrettánda útgáfuár Íslenska þjóðfélagsins – tímarits Félagsfræðingafélags Íslands líður senn í aldanna skaut. Uppskera ársins var góð og COVID-frestaður en vel heppnaður Félagsfræðidagur í upphafi árs var tileinkaður tímaritinu. Ritstjórarnir Guðmundur Oddsson og Margrét Valdimarsdóttir klára fyrsta tveggja ára skipunartíma sinn nú um áramótin og munu sitja áfram næstu tvö ár. Sóllilja Bjarnadóttir hefur gegnt starfi að- stoðarritstjóra síðustu tvö ár og mun gera það áfram á nýju ári. Sjö greinar birtust í þessum árgangi Íslenska þjóðfélagsins. Tímaritinu bárust 10 handrit til umsagnar á árinu. Þremur var hafnað af ritstjórum og sjö fóru í ritrýni. Sem fyrr eru birtar greinar þessa árs fjölbreyttar. Þær hverfast annars vegar um heilbrigðis- kerfið og margþætt áhrif COVID-19 faraldursins og hins vegar um menntakerfið með áherslu á félagslegan bakgrunn og mótun sjálfsins hjá framhaldsskólanemum og skóla- þjónustu sveitarfélaga (þ.e. stuðningur við nemendur í leik- og grunnskólum og for- eldra þeirra). Aukinheldur birtist grein um viðhorf ungra kvenna til barneigna sem tekst á við viðfangsefni á borð við foreldrahlutverk, kynjajafnrétti og fæðingartíðni í víðu samhengi. Í fyrstu grein ársins „Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: ,að læðast inn bakdyra- megin‘“ greinir höfundurinn Sveinn Guðmundsson frá rannsókn sinni á stöðu óhefð- bundinnar heilbrigðisþjónustu í tengslum við opinbera heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Rannsóknin byggir m.a. á viðtölum við hjúkrunarfræðinga og þátttökuathugunum þar sem litið er til reynslu hjúkrunarfræðinga af því að vinna með óhefðbundnar eða við- bótarmeðferðir. Greinin „Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar“ eftir Margréti Einarsdóttur, Kolbein Hólmar Stefánsson og Kristínu Hebu Gísladóttur byggir á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir launafólk sem tilheyrir aðildarfélögum innan ASÍ og BSRB. Niðurstöður sýna að líkur á þunglyndi aukast eftir því sem félags- og efnahagsleg staða er verri og benda til verulegs félags- og efnahagslegs ójafnaðar hérlendis í þunglyndiseinkennum launafólks á tímum COVID-19. Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Björn Bjarnason eru einnig á kórónaslóðum í grein sinni „Breytingar á verkaskipinu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19“. Í rannsókninni sem greinin byggir á eru áhrif farsóttarinnar á verkaskiptingu starfandi foreldra í sambúð skoðuð hvað varðar um- önnun, heimilisstörf og samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar. Í greininni „Límdu saman heiminn minn: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu“ eftir Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar skoða höfundar með viðtalsrannsókn sýn ungs fólks sem glímir við vímuefnavanda á eigin neyslu og velferðarþjónustu sem þeim hefur staðið til boða frá barnsaldri. ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.