Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 6

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 6
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: „að læðast inn bakdyramegin“ 6 .. einnig þurfi að hafa í huga að saga vestrænna vísinda hófst löngu fyrir tíma Descartes, tvíhyggjunnar og empírískrar læknisfræði. Samkvæmt Melton (2009) var nýaldarhreyfingin í mestum blóma á níunda áratug síðustu aldar en dofnaði í kjölfarið og varð að mörgum smærri hreyfingum sem báru anga boðskaps hennar áfram. Melton talar um síð-nýöld (e. post-new age) í þessu samhengi. Dæmi má sjá í hugmyndafræðinni sem birtist í ýmsum sjálfshjálparbókum og kvikmyndum eins og The Secret (Byrne, Harrington og Heriot, 2006) þar sem því er haldið fram að leyndarmálið sé einfaldlega það að trúa nógu heitt á að ákveðið markmið náist til að það gangi eftir. Máttur hugans er einangraður frá öðrum þáttum heildrænnar sýnar nýaldarhreyfingarinnar og honum haldið á lofti sem töfralausn. Nýlegra dæmi hérlendis tengist umræðunni sem spannst í kringum ráðleggingar fyrirlesarans Öldu Karenar Hjal- talín til fólks í sjálfsvígshugleiðingum að nota möntruna „ég er nóg.“ Sálfræðingafélag Íslands gerði athugasemd við málflutning Öldu Karenar og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur kom fram í fjöl- miðlum og benti á að ábyrgð fylgdi því að ræða um geðraskanir og varaði við skyndilausnum (Milla Ósk Magnúsdóttir, 2019; Sigríður Hagalín Björnsdóttir, 2019). Í ljósi sögunnar má sjá að á tímabili var hugmyndafræði kirkjunnar ráðandi og hugur og líkami voru álitin ein heild. Með tvíhyggjuskiptingu Descartes beindist athyglin að líkamanum og læknis- fræðin varð að ríkjandi hugmyndafræði. Líta má á nýaldarhreyfinguna sem óhefðbundna hugmynda- fræði sem beinist gegn þeirri ríkjandi. Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta Baer (2002) skilgreinir óhefðbundnar meðferðir (e. alternative medicine) sem meðferðir sem not- aðar eru í stað líflæknisfræðilegra meðferða. Viðbótarmeðferðir (e. complementary medicine) skil- greinir hann sem notkun slíkra meðferða samhliða líflæknisfræði. Heildræn heilsa (e. holistic health) er skilgreind í Mosby’s Dictionary of Medicine, Nursing & Health Professions (Mosby Inc., 2017) sem hugtak sem leggur áherslu á einstaklinginn sem samþætt kerfi frekar en safn aðskilinna hluta og tekið er tillit til samspils líkamlegra, rökrænna, andlegra og tilfinningalegra þátta. Árið 2000 kom út ítarleg úttekt á stöðu óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Úttektin var á vegum embættis landlæknis og framkvæmd af Robert Anderson (2000). Í úttektinni talar And- erson um að á Íslandi sé tvíhliða heilsukerfi (e. plural medicine), sem þýðir að unnið sé með heilsu- tengd meðferðarform bæði innan og utan heilbrigðiskerfisins. Anderson segir að á Íslandi séu tvö heilsukerfi og að vettvangarnir tveir virki óháðir hvor öðrum en víðs vegar í heiminum séu þeir að sameinast. Í formála úttektarinnar hvatti þáverandi landlæknir, Sigurður Guðmundsson, heilbrigðis- starfsmenn til að leita sér upplýsinga og menntunar um óhefðbundnar lækningar eða „alternative medicine“ eins og það er nefnt í ritinu (Anderson, 2000). Árið 2002 var þingsályktun um stöðu óhefðbundinna lækninga samþykkt á Alþingi. Jón Krist- jánsson, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skipaði í kjölfarið nefnd með það mark- mið að gera úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi. Útkoman var Skýrsla heilbrigðisráð- herra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (2005), en í henni er sagt að markmið ríkisins eigi meðal annars að vera að hvetja til nauðsynlegrar og æskilegrar samvinnu milli óhefðbundna geirans og heilbrigðisstarfsmanna og stuðla að gagnkvæmri þekkingu milli þessara aðila. Enn fremur eru heilbrigðisstofnanir minntar á rétt sjúklinga til þess að nýta sér heilsutengda þjónustu græðara og hvatt til þess að heilbrigðisstofnanir móti sér stefnu í þessum efnum (Þskj. 731-477/2005). Skýrsla heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi). Í lögum um græðara kemur fram að „Heilbrigðisstofnun er heimilt að koma til móts við óskir sjúklinga sem vilja nýta sér heilsutengda þjónustu græðara þar sé það í samræmi við stefnu stofnunarinnar og ber þá að skrá það í sjúkraskrá sjúklings“ (Lög um græðara nr. 34/2005). Dæmin hér fyrir ofan sýna að heilbrigðisyfirvöld hvetja heilbrigðisstarfsmenn til að kynna sér óhefðbundnar meðferðir og heilbrigðisstofnanir til að móta sér stefnu um notkun meðferðanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.