Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 8

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 8
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: „að læðast inn bakdyramegin“ 8 .. sinni og samfélagi (Crotty, 1998). Rannsóknin stóð yfir frá 2010-2016 og byggist á viðtölum og þátttökuathugunum. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni var að hjúkrunarfræðingarnir hefðu menntun og reynslu í einu eða fleiri meðferðarformum sem flokkast sem óhefðbundnar eða viðbótarmeðferðir og notuðu þær í einhverju formi. Notast var við þægindaúrtak og snjóboltaúrtak við leit að þátttakendum sem fólst í því að hafa uppi á viðmælendum sem vitað var að hefðu menntun í óhefðbundnum og viðbót- armeðferðum og biðja þá um að benda á aðra mögulega viðmælendur sem uppfylltu skilyrði rann- sóknarinnar (Esterberg, 2002). Þátttakendur voru að lokum 16 hjúkrunarfræðingar með menntun í óhefðbundnum og viðbótarmeðferðum (sjá töflu 1). Hjúkrunarfræðingarnir voru allt konur á aldr- inum 35-60 ára sem unnu sem hjúkrunarfræðingar ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi. Tafla 1. Óhefðbundnar og viðbótarmeðferðir sem hjúkrunarfræðingarnir hafa menntun í Bowen-tækni Dáleiðsla (ýmsar meðferðir) Heilun (ýmsar meðferðir) Hugleiðsla Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Ilmolíumeðferð Jóga Listmeðferð NLP (Neuro Linguistic Programming) Nudd (ýmsar meðferðir) Núvitund Slökunarmeðferð Smáskammtalækningar Til að greina hvernig hjúkrunarfræðingarnir 16 upplifa og líta á meðferðirnar, hugmyndafræðina á bak við þær og hvernig þær samrýmast starfi þeirra sem heilbrigðisstarfsmenn var notast við hálf- stöðluð viðtöl svo þeir gætu tjáð sig og hugmyndir sínar á opinn og óheftan hátt (Esterberg, 2002). Viðtölin tóku einn til þrjá klukkutíma og voru tekin upp á hljóðupptökutæki með leyfi við- mælenda. Viðtölin voru afrituð orð fyrir orð og greind með opinni kóðun (e. open coding) til að greina þemu (Priest, Roberts og Woods, 2002). Þar næst var öxulkóðun (e. axial coding) notuð til að greina tengingu á milli þemanna og loks valin kóðun (e. selective coding) þar sem aðalþemun voru greind (Braun og Clark, 2013; Priest o.fl., 2002). Einnig voru framkvæmdar 25 þátttökuathug- anir á viðburðum, fyrirlestrum, ráðstefnum eða meðferðartímum þar sem hjúkrunarfræðingar, aðrir heilbrigðisstarfsmenn og óhefðbundnir meðferðaraðilar komu saman og ræddu um eða unnu með óhefðbundnar eða viðbótarmeðferðir að einhverju leyti. Þátttökuathuganirnar gögnuðust mest við að gera rannsakanda betur grein fyrir vettvangnum og kleift að fylgjast með heilbrigðisstarfsmönnum á ýmsum viðburðum ræða efnið sín á milli, eiga samræður við óhefðbundna meðferðaraðila og nota meðferðirnar á skjólstæðinga sína. Þátttökuathuganir þjóna þeim tilgangi að sjá hvernig fólk hagar sér í raunverulegum aðstæðum (Esterberg, 2002). Þar að auki voru ýmis opinber gögn, eins og skýrslur, fræðigreinar og greinar í dagblöðum og tímaritum, notuð til að greina sambandið á milli opinberrar og óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Þegar búið var að taka 16 viðtöl við hjúkrunar- fræðinga og framkvæma meirihluta þátttökuathugananna voru ýmis stef farin að endurtaka sig. Ljóst var að fræðileg mettun var að nást og var það staðfest við greiningu gagna (opna kóðun, öxulkóðun og valda kóðun). Fleiri viðtöl voru því ekki tekin en haldið var áfram með þær þátttökuathuganir sem búið var að skipuleggja. Réttmæti (e. validity) getur verið vandasamt í etnógrafískum og eigindlegum rannsóknum þar sem slíkar rannsóknir snúast um að skilja og setja fram heimssýn viðmælendanna (Crotty, 1998; Esterberg, 2002). Hugtakið trúverðugleiki (e. trustworthiness) á ef til vill einnig við en trúverðug- leika er talið náð ef niðurstöður endurspegla lýsingu þátttakendanna á skilningi þeirra eins vel og hægt er (Kincheloe og McLaren, 1994; Lietz, Langer og Furman, 2006). Saman mynda viðtölin, þátttökuathuganirnar og greining á opinberum skrifum heilbrigðisstarfsmanna og annarra um efnið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.