Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 9

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 9
Sveinn Guðmundsson 9 .. eins konar margprófun (e. triangulation) sem eykur réttmæti og trúverðugleika greiningarinnar (Est- erberg, 2002; Kincheloe og McLaren, 1994). Til að gæta nafnleyndar og halda trúnað var öllum viðmælendum í rannsókninni gefið dulnefni og þess gætt að fela öll séreinkenni sem gætu auðkennt þá. Allir viðmælendur gáfu leyfi fyrir viðtöl- unum og að orð þeirra yrðu notuð í útgefið efni. Þó viðmælendurnir í rannsókninni flokkist ekki sem viðkvæmur hópur eru áhugi þeirra á óhefðbundnum og viðbótarmeðferðum og skoðanir umdeildar meðal hluta heilbrigðisstarfsmanna og gætu því haft áhrif á stöðu þeirra innan heilbrigðiskerfisins. Vísindasiðfræðingar og aðferðafræðingar hafa lagt áherslu á að ein af skyldum rannsakanda sé að sjá til þess að viðmælendur hljóti ekki skaða af þátttöku í rannsókn og virða rétt, reisn og friðhelgi þeirra (Esterberg, 2002; Shamoo og Resnik, 2009). Reynt var eftir fremsta megni að sinna þessari skyldu. Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina (nr. S4594). Niðurstöður Í rannsókninni komu fram ýmis þemu sem varpa ljósi á upplifun hjúkrunarfræðinganna af þeim óhefðbundnu og viðbótarmeðferðum sem þeir hafa reynslu af og hvernig þær blandast eða rekast á við starf þeirra sem heilbrigðisstarfsmenn. Það er mismunandi eftir atvikum hvort meðferðirnar flokkast sem óhefðbundar eða viðbótarmeðferðir en það fer eftir því hvort þær eru notaðar í staðinn fyrir eða með hefðbundnari meðferðum samkvæmt skilgreiningum Baer (2002). Ný vídd Þó hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni noti mismunandi meðferðir (sjá töflu 1) telja þeir að margt sé sameiginlegt í hugmyndafræði þeirra og hvernig hægt sé að nýta meðferðirnar í starfi. Heildræn sýn á heilsu var þungamiðjan í hugmyndafræði meðferðanna, enda hefur fræðifólk innan hjúkrunar bent á heildræna hugmyndafræði fagsins (Björg Helgadóttir o.fl., 2010; Lovísa Baldursdóttir o.fl., 2002; Kristín Björnsdóttir, 2005). Viðmælendurnir nefndu dæmi um mikilvægi þess að litið sé heildrænt á skjólstæðinga og er þá átt við að huga þurfi að öllum þörfum skjólstæðingsins. Einn hjúkrunarfræðingur, Sunna, segir að margar óhefðbundnar meðferðir virki vel sem viðbótarmeðferðir innan heilbrigðiskerfisins. Hún bætir við að á meðan læknir myndi horfa á verk í baki út frá hnykk eða utanaðkomandi áreiti þá myndi hún einnig velta fyrir sér sögu viðkomandi, andlegu álagi eða jafnvel ójafnvægi í orkubraut. Hún telur það styrk að horfa á heilsu frá heildrænu sjónarhorni er kemur að greiningu á heilsufari fólks því það setji einkennin í víðara samhengi. Annar hjúkrunarfræðingur, Lára, tengir sýn sína á samspil líkama, sálar og huga við grunnhugmyndafræði hjúkrunar í anda Florence Nightingale en flestir hjúkrunarfræðinganna gátu þess einnig að heildræn hugmyndafræði margra meðferðanna rími vel við heildræna hugmyndafræði hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingarnir lögðu áherslu á að þeir upplifðu valdeflingu eftir að hafa bætt við sig einu eða fleiri meðferðarúrræðum. Björk komst þannig að orði að það að læra nýja meðferð fyllti upp í eyðu sem hefði alltaf angrað hana í starfi hennar sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að þetta „koll- varpaði í raun og veru öllu því sem að ég, mér hafði verið kennt.“ Vala tekur í sama streng: „Já það er ný vídd bara sem að opnast, mér finnst það, já ég upplifi mig sem hundrað sinnum betri hjúkrunar- fræðing eftir að ég bætti við mig þessu.“ Vala segist vera mun öruggari með sig eftir að hún lærði höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og Bowen-tækni og hún er fullviss um að hún geti hjálpað fólki með þessum meðferðum. Hún segir að meðferðirnar undirbúi líkamann svo hann taki betur við sjúkraþjálfun. Fleiri hjúkrunarfræðingar lögðu áherslu á það hvað snerting sé mikilvæg í starfi þeirra og að ýmiss konar nuddtengdar meðferðir geti verið afar gagnlegar. Hjúkrunarfræðingarnir upplifa aukið frelsi eftir að hafa tekið ákveðnar meðferðir inn í starf sitt og að þær hjálpi til við að útvíkka það. Nokkrir þeirra minntust á að eftir að hafa lært eina nýja með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.