Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 13

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 13
Sveinn Guðmundsson 13 .. Umræða Vísindi og læknavísindin hafa ekki alltaf verið ríkjandi hugmyndafræði (Lyons og Chamberlain, 2006). Sögulega séð var lengi barátta milli hugmynda um aðskilnað líkama og sálar annars vegar og heildrænnar sýnar á mannveruna hins vegar. Læknisfræðin tók risastökk í kjölfar tvískiptingar Descartes, læknaði sjúkdóma í auknum mæli, bætti lífsgæði og varð að ríkjandi hugmyndafræði (Morrison, 1998; Le Fanu, 1999). Umfjöllun Ross (2012) og Abbott (1988) sýnir svo hvernig ráð- andi hugmyndafræði styrkir stöðu sína og ljær henni lögmæti með félagslegum, efnahagslegum og pólitískum leiðum. Í dag eru vísbendingar um að bilið milli ríkjandi og óhefðbundinnar hugmyndafræði um heil- brigðisþjónustu sé að minnka að einhverju leyti, til dæmis ef horft er til áhrifa nýaldarhreyfingarinnar á lífstílsbreytingar (t.d. Heelas, 1996; Melton, 1993; 2009) og aukinna vinsælda óhefðbundinna og viðbótarmeðferða (Björg Helgadóttir o.fl., 2010). Skilaboð íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lækna- stéttarinnar eru margvísleg hvað þetta málefni varðar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til að afla sér þekkingar og menntunar á því sem í daglegu tali er nefnt óhefðbundnar lækningar og stuðla að samvinnu milli heilbrigðisstarfsmanna og óhefðbundna geirans. Heilbrigðisstofnanir eru sömu- leiðis hvattar til að móta stefnu um notkun þeirra (Anderson, 2000; Þskj. 731-477/2005. Skýrsla heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi). Heilbrigðisstofnanir hafa enn ekki innleitt virka stefnu og læknar hafa einungis í örfáum tilvikum tjáð sig um málaflokkinn og þá helst til að vara við notkun slíkra meðferða. Hjúkrunarfræðingar virðast aftur á móti vera að bregðast við hvatningu landlæknis frá 2002 og heilbrigðisráðherra frá 2005. Einnig gætu aðrir þættir haft áhrif á viðbrögð hjúkrunarfræðinganna, eins og heildræn hugmyndafræði fags þeirra eða beinlínis áhrif nýaldarhreyfingarinnar (Ning, 2013). Hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni eru menntaðir í ýmsum óhefðbundnum meðferðarformum og eru yfir höfuð óhræddir við að vinna opinskátt með meðferðirnar ýmist innan heilbrigðiskerfisins eða utan. Þó lýstu þeir í viðtölunum mismunandi viðhorfum gagnvart meðferðunum eftir vinnu- stöðum og sumir hjúkrunarfræðinganna segjast hafa orðið fyrir einelti vegna áhuga síns á óhefð- bundnum meðferðarformum. Samkvæmt valdakenningum Gramsci (1986) og Foucault (1977a; 1977b; 1978; 1980) bora hugmyndir ráðandi valdhafa um hvað sé rétta og viðurkennda leiðin til hugsa og haga sér sig inn í samfélagið og líkama einstaklinganna. Abbott (1988) og Lyons og Cham- berlain (2006) benda á vald, valdsvið og grunnhugmyndir nútímalæknisfræði og mótstöðu fagsins við andstæðar hugmyndir og má sjá áhrif þessa í umræðu hjúkrunarfræðinganna um mörkin sem þeir þurfa að draga og feluleikinn sem þeir þurfa að fara í til að leyna áhuga sínum á óviðurkenndum meðferðum. Kenningar Foucault (1977a, 1977b, 1978, 1980) um vald og valdasambönd milli fólks eru einnig áhugaverðar í þessu samhengi varðandi auga valdsins sem fylgist með hjúkrunarfræðing- unum í gegnum yfirmenn þeirra, samstarfsfólk sem og þá sjálfa. Foucault útskýrir hvernig vald agar fólk og fylgist með hverri hreyfingu þess. Vísindin sem ríkjandi hugmyndafræði setja reglurnar um hvað sé rétt þekking og hvernig eigi að afla hennar. Ef ekki er farið eftir hugmyndafræði vísindanna getur einstaklingurinn átt það á hættu að vera stimplaður loddari. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á sama tíma minna Foucault (1977a, 1977b, 1978, 1980 og Williams (1977) á að andófið hefur einn- ig mótandi áhrif á ríkjandi vald og mikilvægt er að rýna í stöðu og sýn hjúkrunarfræðinga á óhefð- bundnar meðferðir og heildræna sýn á heilsu í því samhengi. Heildræn sýn á heilsu var áberandi í viðtölunum við hjúkrunarfræðingana og sumir þeirra töluðu um valdeflandi áhrif þess að innleiða óhefðbundnar og viðbótarmeðferðir í starf sitt; að þeim hafi opnast ný vídd í hjúkrunarstarfinu. Nokkrir hjúkrunarfræðinganna gripu til þess ráðs að hafa skýr mörk milli vinnu sinnar sem hjúkrunarfræðingar og vinnu sinnar sem óhefðbundinn meðferðaraðili. Allir hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni vilja að tekið sé á málunum og að skýr stefna sé mótuð varðandi hvað má og hvað ekki. Munurinn á hugmyndafræði sjálfshjálparefnis í anda síð-nýaldar- innar (eins og The Secret) og heildrænni sýn hjúkrunarfræðinganna er að hjúkrunarfræðingarnir líta á mátt hugans sem einn þátt af mörgum sem mynda heildina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.