Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 14

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 14
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: „að læðast inn bakdyramegin“ 14 .. Hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni eru allir menntaðir í einhverri óhefðbundinni eða viðbótar- meðferð og hafa trú á því að hún geti hjálpað fólki. Þó er mismunandi hvar þeir finna meðferð- unum stað. Hluti hjúkrunarfræðinganna notar þær í starfi sínu í formi viðbótarmeðferðar í bland við önnur úrræði innan heilbrigðiskerfisins. Aðrir nota þær utan heilbrigðiskerfisins og þá e.t.v. sem óhefðbundna meðferð. Stofnun Fagdeildar um samþætta/viðbótarmeðferð í hjúkrun sýnir að hjúkr- unarfræðingar eru að skipuleggja og ræða þessi mál opinberlega og vinna þannig að málefnalegri umræðu um efnið. Sama má segja um hjúkrunarfræðinga sem gera rannsóknir á ákveðnum með- ferðarformum. Hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni tóku þó fram að varast þurfi öfgar og að hug- myndin um heildræna sýn á heilsu innihaldi ekki einungis óviðurkennd heilsuúrræði heldur snúist hugmyndafræðin einmitt um að nota ólíkar aðferðir til að ná sem bestum árangri. Auka þurfi rann- sóknir á óhefðbundnum meðferðum til að sannreyna gagnsemi þeirra. Varlega þurfi að fara í notkun meðferðartegunda og lyfja sem geta haft óæskilega milliverkun eða áhrif. Erfitt er að staðhæfa að á Íslandi í dag sé tvíhliða heilsukerfi eins og Anderson komst að í skýrslu sinni fyrir embætti landlæknis árið 2000. Þó er samvinnan og samþættingin ekki það mikil að um samþætt heilsukerfi sé að ræða. Vettvangarnir tveir, opinbera heilbrigðiskerfið og óhefðbundna heilsuþjónustan, eru byrjaðir að blandast og mörkin á milli þess sem er talið óhefðbundið og hefð- bundið eru ekki eins skýr og áður. Innleiðing á viðbótarmeðferðum á ýmsum deildum Landspítalans er gott dæmi um þessa þróun þó enn skorti stefnu um notkun þeirra. Nær væri að segja að Íslendingar séu mitt á milli þess að búa við tvíhliða og samþætt heilsukerfi. Samþætting á sér stað á einhverjum stöðum en ekki öðrum og er ekki alltaf formleg eða skilgreind eins og reynsla viðmælendanna sýnir. Staða hjúkrunarfræðinganna í rannsókninni varpar skýrara ljósi á samspil ríkjandi og óhefðbund- innar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sem heilbrigðisstarfsmenn eru þeir í stöðu til að innleiða óhefð- bundna hugmyndafræði í ríkjandi hugmyndafræði. Þannig fær óhefðbundin heilbrigðisþjónusta „að læðast inn bakdyramegin.“ Heimildaskrá Abbott, Andrew. (1988). The System of Professions: An Essay on the Division of Expert Labour. Chicago: University of Chicago Press. Anderson, Robert. (2000). Alternative and Conventional Medicine in Iceland: The diagnosis and treatment of low back pain. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit 2000 Nr 1. Reykjavík: Landlæknisembættið. Baer, Hans A. (2002). The Growing Interest of Biomedicine in Complementary and Alternative Medicine: A Critical Per- spective. Medical Anthropology Quarterly, 16(4), 403-405. https://doi.org/10.1525/maq.2002.16.4.403 Bennett, Tony. (1986). Popular Culture and the “turn to Gramsci”. Í T. Bennett, C. Mercer og J. Woollacott (ritstjórar), Popular culture and Social Relations (bls. 217-224). Athens: The University of Georgia Press. Bjarki Ármannsson. (2015, 3. mars). Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni.“ Vísir.is, http://www.visir. is/julius-juliusson- tjair-sig---eg-vildi-hjalpa-thessum-manni-/article/2015150309669 Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Þóra Jenný Gunnarsdóttir. (2010). Notkun óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknablaðið, 96(4), 267-273. Braun, Virginia og Clarke, Victoria. (2013). Successful Qualitative Research: A Practical Guide for Beginners. Los An- geles: SAGE Publications. Byrne, Rhonda og Harrington, Paul (framleiðendur) og Heriot, Drew (leikstjóri). (2006). The Secret [kvikmynd]. Mel- bourne, Australia: Prime Time Productions. Crotty, Michael. (1998). The Foundations of Social Research: Meaning and Perspective in the Research Process. London: Sage Publications. Erlendur Haraldsson. (1978). Þessa heims og annars. Könnun á dulrænni reynslu Íslendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú. Reykjavík: Bókaforlagið Saga. Erlendur Haraldsson. (2007). Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006. Í Gunnar Þór Jó- hannesson (ritstjóri), Rannsóknir í Félagsvísindum VIII, Department of Social Science. Reykjavík: Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Esterberg, Kristin. G. (2002). Qualitative Methods in Social Research. Boston: McGraw Hill. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. (2018, 14. október). Nálastungur í eyru [stöðuuppfærsla]. Facebook. https://www. facebook.com/hjukrun/posts/10155528010470194/ Foucault, Michel. (1977a). Discipline and Punish: The Birth of the Prison. A. Sheridan þýddi úr frönsku. New York: Vintage.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.