Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 20

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 20
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 20 .. upward social mobility). Um leið og einstaklingur tileinkar sér t.d. smekk og orðræðu akademíunnar myndast skil milli upprunavettvangs og hins nýja vettvangs sem hann stígur inn í (Reay, 1996). Rannsóknir hafa þó sýnt að tileinkun nýrrar stéttarstöðu með ofangreindum hætti er sjaldnast full- gerð. Algengara er að einstaklingar falli milli skips og bryggju í stéttarlegum skilningi og upplifi sig hvorki sem hluta af sínu fyrra tengslaneti né heldur sem fullgilda meðlimi millistéttarinnar (Jin og Ball, 2020; Reay, 2017). Þannig kann að eiga sér stað ferli sem Bourdieu kallaði klofning veruháttar (fr. habitus clivé) en misgengi á milli veruháttar og vettvangs gerir það að verkum að veruháttur einstaklingsins tapar samhljómi sínum og upplifun sjálfsins verður brotakennd (Bourdieu, 2004). Stéttaraðgreining og félagslegur hreyfanleiki í gegnum menntun Stéttaskipting á Íslandi hverfist að miklu leyti um flokkun fólks eftir menntun og starfsheitum. Sí- fellt stærra hlutfall landsmanna sinnir svokölluðum hvítflibbastörfum. Félagsfræðingar hafa löngum skipt störfum í hvítflibba- og bláflibbastörf en hvítflibbastörf mætti skilgreina sem þekkingarstörf (e. knowledge work) og störf sem í almennri umræðu fela í sér starfsframa (e. career), þ.e. þar sem möguleiki er á því að vinna sig upp í stigveldi fyrirtækja hvað varðar virðingu, völd og laun. Slík störf einkennast einnig oft af mannaforráðum. Bláflibbastörf, svokölluð, byggja hins vegar á verk- legri þekkingu og skipa fólki oftar en ekki í lægri valdastöðu innan fyrirtækja og úti í samfélaginu almennt. Hins vegar geta bláflibbar einnig verið í aðstöðu til nýtingar á vinnukrafti annarra í gegnum mannaforráðii og sjálfstæðan atvinnurekstur og skilgreinast þess vegna margir innan millistéttar. Bændur eru til að mynda dæmi um bláflibba sem skipuðu stærstu millistéttina í landinu í margar aldir (Guðmundur Ævar Oddsson, 2019).iii Takmarkaðir möguleikar eru hins vegar til framgangs í starfi og oft er talað um slík störf fyrst og fremst sem vinnu (e. work) frekar en starfsframa (e. ca- reer) (Lucas og Buzzanell, 2004). Þessi stéttaaðgreining er gerð mjög afgerandi í gegnum mennta- kerfið. Ekki er langt síðan verknám var haft í öðrum skólastofnunum án möguleika til að ljúka stúdentsprófi eða fá aðgang að háskólanámi. Í nýrri framhaldsskólum, sem stofnaðir voru eftir 1970, var bók- og verknám haft innan sömu stofnunar. Eldri framhaldsskólar, gömlu menntaskólarnir, sinna enn eingöngu bóknámi og byggja á gömlu aðgreindu hefðinni. Jonsson og Beach (2015) hafa greint staðalmyndir um verknáms- og bóknámsnemendur í sænskum framhaldsskólum sem krist- alla vel þennan stéttamun varðandi virðingu. Bóknámsnemendum var lýst sem samviskusömum og árangursríkum og með skýra framtíðarsýn og góða tungumálahæfni. Verknámsnemendum var lýst sem undir meðallagi og lötum og sagðir skorta orðaforða, lestrarhæfni og áhuga á menntun. Verk- námsnemendum eru eignaðir eiginleikar sem bláflibbar og fólk í lægri stéttum hafa lengi búið við (Lawler, 2005; Skeggs, 1997). Þegar talað er um félagslegan hreyfanleika upp á við er oftar en ekki verið að vísa í tilflutning fólks úr bláflibbastörfum í hvítflibbastörf. Hins vegar má einnig útskýra félagslegan hreyfanleika milli kynslóða að einhverju leyti með breytingum í atvinnuvegum undanfarna áratugi þar sem aukn- ing hefur orðið á störfum sem tengjast tækni, stjórnun og umsýslu, á meðan samdráttur hefur verið í frumvinnslugreinum og iðnaði (P. Brown o.fl., 2013; Reay, 2013). Þessi þróun hefur haft umtals- verð áhrif á lífshætti fólks og afkomu og ljóst að hefðbundnar flokkanir og kenningar um félags- legan hreyfanleika þurfa að taka mið af breyttum veruleika. Þrátt fyrir breytingar á atvinnuvegum hefur aðgreining stétta viðhaldist en þörf efri stétta til að viðhalda sér í gegnum aðgreiningu hverfur ekki þótt atvinnuhættir þjóða taki breytingum. Þannig er mikilvægt að hafa í huga að félagslegt réttlæti snýst ekki aðeins um að hafa möguleika á tiltekinni menntun og í kjölfarið aðgengi að hvít- flibbastörfum, heldur snýst réttlæti fyrst og fremst um möguleikann á því að lifa mannsæmandi og virðingarverðu lífi hver svo sem starfstitillinn er (Tawney, 1964). Í því felst að taka þarf til gagn- rýninnar skoðunar þær forsendur sem undirbyggja flokkanir á fólki eftir starfsheitum. Hér er t.d. átt við þá orðræðu sem setur verklega þekkingu skör lægra en bóklega þekkingu, á þeim forsendum að um andstæðuvensl (e. binary opposition) sé að ræða. Hugmyndin um verðleikaræði (e. meritocracy) á sinn þátt í að réttlæta félagslegan ójöfnuð (Bourdieu, 1993; Reay, 2017). Í stað þess að vinna í átt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.