Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 23

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 23
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 23 .. Viðtölin voru afrituð frá orði til orðs og greind með aðferðum þemagreiningar (Clark o.fl., 2015). Þemagreining miðar að því að fanga endurtekin, mikilvæg þrástef í gögnunum sem í sameiningu mynda svar við þeim rannsóknarspurningum sem lagt er upp með. Greiningaraðferðin er sveigjanleg en hér er hún að miklu leyti kenningadrifin, þ.e. gögnin voru greind með hugtakalíkan Bourdieu til hliðsjónar. Ekki verður fjallað sérstaklega um framhaldsskólana fimm hér en því haldið til haga að þeir eru rótgrónir bóknámsskólar í þéttbýli og taldir virtir og eftirsóttir, og ólíkt flestum öðrum framhalds- skólum í landinu hafna þeir talsverðum fjölda þeirra nemenda sem sækja um. Áherslan hér verður á mótun veruháttar og þá hvata sem verða til þegar veruháttur og vettvangur eru á skjön hvor við annan og það þykir virðingarvert að laga sig að vettvangi (e. upward social mobility), þ.e. ferli sjálfs- betrunar, ólíkt grein úr sömu rannsókn (Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir, 2018) þar sem sjónum var m.a. beint að nemendum úr rótgróinni millistétt sem sækja fjölbrautar- skóla þar sem þau voru í miklum minnihluta. Mótun og endurmótun veruháttar Framhaldsskólagangan: Fjarlægja sig frá upprunanum og finna „sjálfið“ sitt Unglingsárin eru jafnan tími til þess að „finna sig“; að skapa sér stað og hlutverk í hinum félagslega veruleika. Hins vegar upplifa nemendur það ferli á ólíkan hátt eftir stéttaruppruna. Sérstaklega þegar það ferli er skoðað í samhengi við ríkjandi orðræður, sem byggja á gildum hvítflibba. Af orðum þeirra nemenda sem hér eru í brennidepli má draga þær ályktanir að þau líta á skólavalið og veruna í virtum framhaldsskóla sem leið til þess að þroska sjálf og sjálfsmynd frá upprunavettvangi, og jafn- vel yfirvinna þær hindranir sem búa í eigin veruhætti, og samræmist það kenningu Baxter og Britton (2001). Algengt var að nemendur töluðu um að skólinn gæfi þeim færi á að „verða að mér“, „verða meira ég“ verða „sjálfstæður“, og „með mínar eigin hugsanir“. Ásta talaði um léttinn við að komast burt úr grunnskólahverfinu (úthverfi á höfuðborgarsvæði): Í grunnskóla þá voru kannski svolítið einhæfar skoðanir hjá öllum, við komum frá svipuðum bakgrunni og ólumst öll upp saman þannig að svona, [...] það er kannski svolítið svona einróma svona, […] ég var orðin svolítið föst svona [...] bæði andlega og á staðnum sem ég var á. Þannig að mig langaði bara að komast burtu (Ásta, Asparskóli). Þessu ferli fylgir oft að upprunavettvangi er hafnað í meira eða minna mæli, þ.e. nemendur slíta sig lausa úr fyrra tengslaneti og fjarlægjast þau gildi sem það stendur fyrir í þeirra augum (Baxter og Britton, 2001). Sóley er ein þeirra sem telur nýju vinina úr framhaldsskólanum vera „nýja fjöl- skyldan“ og jafnframt að hennar eigin fjölskylda sé frekar orðin eins og „mjög náin frænka og frændi“ enda samræmast gildi þeirra á engan hátt nýjum frjálslyndum veruhætti hennar eftir veruna í Greniskóla. Þó er rétt að geta þess að landfræðileg fjarlægð við fjölskylduna hlýtur að hafa áhrif á þessa þróun félagstengsla. Ofangreind dæmi samræmast fyrri kenningum um það að félagslegur hreyfanleiki feli ekki aðeins í sér rof á sjálfsmynd heldur einnig rof í félagstenglum (Mallman, 2017), sér í lagi þegar nemendur flytja alfarið í burtu frá upprunavettvangi. Ragný og Sóley tala báðar um það að hafa tileinkað sér nýja verund í gegnum skólavistina en um er að ræða fágaðan veruhátt millistéttarinnar sem einkennist ekki síst af ákveðinni gerð menningar- auðs. Í tilfelli Ragnýjar er um að ræða ákveðnar siðvenjur sem hafa skírskotun í ímynd og veruhátt millistéttarinnar. Hún er nú farin að ritskoða sig í samskiptum við aðra, „hreytir [ekki] út úr sér fullt“ eins og hún gerði áður, og eins og faðir hennar í heimahögum sjávarþorpsins gerir enn að hennar sögn. Ragný virðist nú líta slíka hegðun hornauga og sem eitthvað sem þurfi að forðast í lengstu lög vilji hún verða gjaldgeng í samfélagi menntaskólans. Talsmáti er augljós menningarauður sem flettir oftar en ekki hulunni af stéttarstöðu einstaklings og skapar jafnframt tiltekin valdatengsl í sam- skiptum (Grenfell og Kelly, 1999). Erfitt getur reynst að endurskapa stöðu sína með því að hafna svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.