Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 24

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 24
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 24 .. rótgrónum hluta af veruhættinum. Það er engu að síður talið mikilvægt til þess að geta í raun tekið sér stöðu meðal millistéttarinnar og þróað menntaðan veruhátt. Þá fjarlægir Ragný sig siðferðislega (e. moral distinction) frá fjölskyldu sinni með því að upphefja hefðbundið millistéttarfjölskylduform og stilla því upp andspænis því siðferði sem hún tengir við sína eigin fjölskyldu: En sko æ sko systir mín á þrjú börn með þremur mönnum og ég hef bara lært rosalega mikið af því hvernig ég ætla ekki að vera. Mig langar bara að eignast einn mann og börn með honum. Ég væri rosalega til í að búa hér með fjölskyld- una mína hér og [...] (Ragný, Reynisskóli). Þessi orðræða rímar við kenningar Sayer (2014) sem fullyrti að stéttaraðgreining feli í sér gildis- hlaðnar hugmyndir um það hvers konar lífsmáti er góður og ásættanlegur. Skeggs (1997) tekur í sama streng og segir að stéttaraðgreining snúist að miklu leyti um að skilgreina lífsmáta lægri stétta (eins og hann er skapaður í gegnum staðalmyndir) sem sjúklegt ástand (e. pathologization) og skammarlegt frávik frá því sem telst „eðlilegt og gott“. Liður í því að tileinka sér veruhátt millistéttar hvítflibbans er þannig að framandgera (e. othering) eigin fjölskyldu, veruhátt hennar, gildi og við- mið. Óhjákvæmilega felst í því ferli framandgerving eigin veruháttar. Áhersla viðmælenda á hið raunverulega sjálf sem er engum háð er þannig að einhverju leyti leið til þess að fjarlægja sig fyrri veruhætti og tileinka sér veruhátt þar sem sjálfstjáning (e. expressive in- dependence) er sprottin frá persónulegum áhuga. Veruháttur sem mótast og viðhelst á grunni þeirra félagstengsla sem einstaklingur á hlutdeild í vegna staðsetningar og uppruna en er ekki drifinn af innri áhugahvöt er frekar að finna meðal bláflibba og/eða í dreifbýlinu. Þegar verundin er ótrygg líkt og í tilfelli þeirra sem hafa minna á milli handa eru félagstengsl mikilvægt öryggisnet og í litlum samfélögum er samsömun við nærumhverfið oft ríkari (Stephens o.fl.,2014). Millistéttin er sjaldnast jafn bundin af því að uppfylla frumþarfir og hefur því meira frelsi til þess að skapa sér líf sem fellur vel að einstaklingsbundinni sjálfsmynd, velja sér félagsnet, leggja stund á eigin hugðarefni, aðgreina sig á táknrænan og efnislegan hátt og leggja sig jafnvel fram um að „skara fram úr“ (2014). Þannig er ljóst að hvítflibbar í þéttbýlinu betur í stakk búin til þess að athafna sig á þann hátt sem endurspeglar og endurframleiðir ríkjandi orðræðu samfélagsins um velgengni: sjálfssköpun, sjálfstjáningu og ein- staklingsfrelsi. Sóley orðar það þannig að vera hennar í framhaldsskólanum hafi gert það að verkum að hún þurfi ekki að „halda áfram sömu leið bara eins og allir aðrir“ og niðurstaðan er sú að „fólk er farið að horfa á mig svona eins og mér líður, eins og það ætti að vera að horfa á mig“ og virðist með þessum orðum vísa til virðingar sem hún hafði ekki áður. Hún velur sér tengslanet út frá þessari sýn: „Mig langar til að vera með sjálfstæðum persónuleikum svona mest. Þannig að ef það er eitthvað svona, ef einhver gerir eitthvað bara af því það er hópþrýstingur, þá svona, af hverju? Það er svona ekki alveg mínar týpur.“ Ragný upplifir einnig mikilvægi þess að hafa frelsi til þess að velja sér fé- lagsskap út frá eigin verðandi sjálfsmynd: Sko eins og líka heima (í sjávarþorpinu) þá þarf maður bara að vera vinur þess fólks sem er þar. Maður þurfti bara að bjóða einhverjum í afmælið sitt og það var bara þannig. En hérna þá bara velur maður hverja maður umgengst og getur þá soldið ákveðið hvaða fólk það er (Ragný, Reynisskóli). Þannig veitir skólinn þessum nemendum tækifæri til þess að slíta sig úr sínu fyrra félagslega sam- hengi og tengja sig við fólk sem endurspeglar betur þeirra verðandi sjálf sem er um leið hið verðuga sjálf (Skeggs, 2004), og þau gildi sem sóst er eftir. Þótt þessir nemendur virðist vera að upplifa það sem fræðimenn og stjórnmálamenn hafa kallað „félagslega uppsveiflu“ má geta þess að nýjar rann- sóknir sýna fram á að slík umbreyting er sjaldnast fullgerð. Algengara er að einstaklingar upplifi sig á mörkum ólíkra hópa og finnist jafnvel að þeir tilheyri hvorugum. Þannig hafi þeir fjarlægst uppruna sinn án þess þó að verða fullgildir meðlimir hvítflibba í millistétt (Jin og Ball, 2020; Reay, 2017)). Þetta má m.a. sjá í sjálfsmyndarskilgreiningum íslenskra millistéttarmæðra sem eiga bláflibbaupp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.