Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 28

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 28
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 28 .. Þau höfðu þegar fengið tækifæri til þess að setja sig inn í táknrænan heim akademískra viðfangs- efna; túlka, draga ályktanir og taka afstöðu, og slík reynsla skilar sér svo í auknu öryggi til þess að láta rödd sína heyrast. Þannig mæta þau til leiks inn í framhaldsskólann. Á heimili Geirmundar (Asparskóla) er til að mynda alvanalegt að ræða um „klám, klámvæðingu og staðgöngumæðrun… yfir kvöldmatnum“ og einnig segir hann: „það er mikið talað um stjórnmál á mínu æskuheimili, þannig að ég kynntist öllum þessum hugtökum“ sem einkenna akademíska orðræðu og samræðu- hefð. Albert (Bjarkarskóla) tekur í svipaðan streng en hann er vanur að geta átt „rosalega gáfu- legar samræður um list“ á sínu æskuheimili. Það að tileinka sér menntaðan veruhátt, þroska með sér öryggi og rökræðuhæfni til þess að glíma við heiminn í gegnum heimspekilegar samræður og jafnvel taka sér það vald að endurskoða ríkjandi flokkanir er eitthvað sem millistéttin hefur lengi, sjálfkrafa í gegnum mótun sína, haft nokkurs konar einkarétt á. Tileinkun millistéttarsjálfs nemenda með bláflibbabakgrunn felur því í sér að tileinka sér slíka hæfni. Sum af þeim ungmennum sem eru í brennidepli hér hafa ekki hreinan bláflibbabakgrunn, eiga t.d. foreldri sem hefur lokið háskóla- gráðu í hagnýtu námi eða sinnir hefðbundnum hvítflibbastörfum. Ragný er gott dæmi um þetta og hefur mikla aðgreiningarþörf frá þeim bláflibbagildum sem eru ríkjandi í sjávarþorpinu. Í ljósi þess er rétt að nefna að þörfin til þess að aðgreina sig frá lægri stéttum er oftar en ekki brýnni hjá þeim einstaklingum sem hafa annan fótinn í millistétt en hinn neðar í hinu félagslega stigveldi ef miðað er við þá sem hafa hreinan eða rótgróinn millistéttarbakgrunn aftur í ættir (Reay o.fl., 2011). Ástæðan er sú að stéttarstaða þeirra sem hafa rótgróinn millistéttarbakgrunn er mun tryggari og því minni líkur á stéttarfalli (Bourdieu, 1998). Klofinn veruháttur – Togstreita milli uppruna-veruháttar og verðuga sjálfsins Það sem einkennir þessa ungu ferðalanga upp stéttastigann er að veruháttur þeirra virðist nokkuð mótsagnakenndur. Í raun einkennist hann af miklum innri átökum þar sem haldið er í tengslanet og öryggi á uppruna-vettvangi að einhverju leyti á sama tíma og nemendur eru hægt og rólega að fjar- lægjast hann og þróa veruhátt sinn til samræmis við nýjan vettvang. Þau eru að þróa nýja sjálfsmynd, skilja þá gömlu eftir og um leið það öryggi sem fylgdi henni. Fyrri rannsóknir sýna að félagslegur hreyfanleiki einkennist oftast af innri átökum – öll breyting á tengslaneti og tilheyrandi tilfinningu fyrir að tilheyra hefur í för með sér spennu og óvissu. Sjálfið er í átökum við ólíka hópa og í sömu andrá í átökum innbyrðis og við sjálft sig. Að hluta til helgast það af því að til þess að staðsetja sig í nýju félagslegu samhengi, læra að tilheyra nýjum hópi, þarf nemandi að læra viðmót og hegðun sem miðar að því að útiloka þá sem búa yfir „óæskilegum“ veruhætti, og inn í þann hóp fellur hugsan- lega maður sjálfur, eigin veruháttur þykir ekki lengur ásættanlegur. Algengt er að þau upplifi þannig uppskipt sjálf (e. compartmentalisation of self) (Hall, 1996; Baxter og Britton, 2001), þ.e. að vera á „röngum stað“ en samt á réttri leið (Skeggs, 1997). Þá getur sjálfsmyndin orðið nokkuð brota- og mótsagnakennd þar sem félagslegur hreyfanleiki skapar alltaf misgengi milli fyrri veruháttar og þess veruháttar sem er í þróun. Afleiðingarnar eru þær að einstaklingar upplifa sjálfið sem margbrotið og að hin ólíku brot raðist upp í nokkurs konar stigveldi; sumar hliðar sjálfsins þarf að draga fram en aðrar þarf að fela, sumar hliðar sjálfsins fá rými á einum stað en aðrar má tjá annars staðar. Ein- staklingurinn leitast almennt eftir að skapa samhangandi narratífu um sjálfið, og jafnframt samfellu á milli gjörða, hugsana, tilfinninga og sjálfsmyndar. Það er m.a. forsenda góðrar geðheilsu að finna fyrir innri samsvörun (e. congruence). Í sumum tilfellum reynist það erfitt, eins og sést glögglega í orðræðu nemandans hér að neðan. Samkvæmt (Ogden, 1992) getur slík ósamræmi ýtt undir kvíða og streitu, sem viðkomandi reynir svo að leysa úr með því að uppskipta sjálfinu með ofangreindum hætti. ég er oft alveg... mig langar bara heim. Mamma segir líka oft við mig að ég geti bara komið heim. Sko vinkonur hennar eru eiginlega allar fluttar og mér finnst það mjög leiðinlegt ef mamma er ein... svo ef ég er leið og hringi grenjandi í mömmu þá segir hún bara „ok komdu bara heim“ en þá segi ég alltaf bara nei!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.