Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 37

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 37
Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir 37 .. 2017). Atvinnuleysi og fjárhagsþrengingar, sem alla jafna eru fylgifiskar efnahagssamdráttar, ógna geðheilsu launafólks. Rannsóknir benda einnig til þess að heilsufari þeirra sem eru í fullri vinnu geti hrakað þegar kreppir að efnahagslega. Þannig hrakaði geðrænni og líkamlegri líðan ekki einungis á meðal þess hluta íslensks launafólks sem missti vinnuna eftir bankahrunið 2008 heldur einnig meðal þeirra sem eftir sátu og þurftu að takast á við aukið álag vegna niðurskurðar og starfsóöryggis í vinnunni (Ásta Snorradóttir o.fl., 2015; Hjördís Sigursteinsdóttir o.fl., 2017). Búast má við að sá efnahagssamdráttur sem sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19 hafa leitt af sér ógni geðheilsu líkt og fyrri efnahagskreppur. Að auki er faraldurinn sjálfur náttúruvá en staðfest hefur verið að náttúruvár og það áfall sem þær valda ógna geðheilsu fólks (Ettman o.fl., 2020a). Það á meðal annars við fyrri faraldra smitsjúkdóma á borð við Ebólu (Jalloh o.fl., 2018) og SARS (Hawryluck o.fl., 2004). Erlendar rannsóknir sem þegar hafa verið birtar hníga í þá átt að geðrænni heilsu hafi hrakað verulega á tímum kórónuveirunnar. Í Bandaríkjunum var algengi þunglyndiseinkenna mælt á Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9) skalanum þannig þrefalt meira í fyrstu bylgju faraldursins en það var rétt fyrir faraldurinn (Ettman o.fl., 2020b). Væntanlega hefur sú aukning þó að einhverju leyti jafnast út síðan (Aknin o.fl., 2021). Þá benda erlendar rannsóknir til þess að faraldurinn hafi magnað upp þann félagslegan og efnahagslega ójöfnuð í geðheilsu sem fyrir var (Ettman o.fl., 2020a; Wilson o.fl., 2020; Witteveen og Velthorst, 2020) og að þeir sem stóðu hvað höllustum fæti á vinnumarkaði fyrir faraldurinn séu einnig sá hópur sem þurfi að takast á við mestu fjárhagslegu og geðrænu byrð- arnar í faraldrinum (Ettman o.fl., 2020a; Witteveen og Velthorst, 2020). Verulegur efnahagssam- dráttur hefur orðið hérlendis í kjölfar sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19 faraldursins með tilheyr- andi atvinnuleysi og fjárhagsþrengingum margra heimila (Seðlabanki Íslands, 2021). Því má ætla að staðan sé svipuð hérlendis og í öðrum auðugum ríkjum. Nokkuð hefur verið fjallað um íslenskar rannsóknar á áhrifum COVID-19 faraldursins á líf og heilsu landsmanna í innlendum fjölmiðlum. Má þar nefna viðamikla rannsókn sem Landlæknisemb- ættið stendur fyrir (Anna Bára Unnarsdóttir o.fl., 2021) og rannsókn á andlegri líðan íslenska ung- menna á tímum faraldursins (Ingibjörg Eva Þórisdóttir o.fl., 2021). Sjónum hefur hins vegar ekki verið beint að tengslum fjárhagsþrenginga launafólks og geðheilsu á tímum kórónuveirunnar hér á landi eftir því sem við best vitum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að kanna vægi fjár- hagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum íslensks launafólks í faraldrinum. Það er gert annars vegar með því að meta líkindi á þunglyndiseinkennum eftir einstökum félags- og efnahagslegum áhættuþáttum og hins vegar með því að meta vægi tvenns konar fjárhagsþrenginga í áhættunni eftir að stjórnað hefur verið fyrir öðrum áhættuþáttum. Notast er við þversniðsgögn úr spurningakönnun á stöðu launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Könnunin var lögð fyrir félagsfólk við lok þriðju bylgju faraldursins í lok nóvember og byrjun desember 2020. Fjárhagsstaða félagsfólks innan aðildar- félaganna tveggja er misjöfn. Hluti hópsins stendur vel eða nokkuð vel fjárhagslega en innan hans er einnig að finna þann hluta launafólks á Íslandi sem stendur hvað höllustum fæti hvað varðar menntun og aðra þætti sem almennt auka á atvinnuöryggi fólks. Að auki er hlutfall innflytjenda innan hópsins hlutfallslega hátt en fjárhagsstaða þeirra er almennt verri en innfæddra. Rannsóknin veitir þannig mikilvæg svör við því hvort þau sem stóðu hvað höllustum fæti á íslenskum vinnumarkaði fyrir faraldurinn sé líka sá hópur sem hafi þurft að takast á við mestu fjárhagslegu og geðrænu byrðarnar í faraldrinum eins og raunin hefur verið erlendis (Ettman o.fl., 2020a; Witteveen og Velthorst, 2020). Aðferðir Rannsóknin var þversniðsrannsókn og náði til alls félagsfólks aðildarfélaga ASÍ og BSRB, óháð því hvort viðkomandi var í vinnu eða á atvinnuleysisbótum. Spurningalistinn sem rannsóknin byggir á var sérstaklega hannaður fyrir könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins á stöðu ís- lensks launafólks á tímum kórónuveirunnar. Listinn var aðgengilegur með rafrænum hætti í gegnum heimasíður aðildarfélaganna. Hægt var að svara spurningalistanum á íslensku, ensku eða pólsku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.