Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 38

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 38
Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar 38 .. Kynning á rannsókninni og ítrekun svara var í höndum hvers aðildarfélags fyrir sig. Gögnum var safnað frá 25. nóvember til 8. desember 2020. Rannsóknin byggði ekki á úrtaki heldur var öllum sem tilheyrðu þýði rannsóknarinnar, það er öllu félagsfólki allra aðildarfélaga innan ASÍ og BSRB, boðið að taka þátt. Alls svöruðu 8.461 af 118.530 félagsmönnum könnuninni og svarhlutfall því 7,0%. Til að leiðrétta fyrir skekkjum sem gætu leitt af lágu svarhlutfalli voru aðildarfélögin flokkuð saman eftir skyldleika í 11 starfsgreinaflokka og gögnin vigtuð eftir svörun innan hvers starfsgreinaflokks fyrir sig. Það er þó ekki hægt að útiloka að nokkur munur sé innan tiltekinnar starfsgreinar á þeim einstaklingum sem svara og þeim sem svara ekki. Þar sem markmið greinarinnar er ekki að meta umfang þunglyndiseinkenna í þýðinu heldur að skoða sambandið á milli heilsu og fjárhagsþrenginga eru niðurstöðurnar engu að síður upplýsandi. Þunglyndiseinkenni voru mæld á PHQ-9 kvarðanum (Kroenke o.fl., 2001) en kvarðinn hefur verið þýddur á íslensku (Andri Steinþór Björnsson o.fl., 2019). Kvarðinn er einfaldur sjálfsmatskv- arði sem metur níu einkenni þunglyndis: 1) Lítill áhugi eða gleði við að gera hluti. 2) Verið niðurdregin/n, dapur/döpur eða vonlaus. 3) Átt erfitt með að sofna eða sofa alla nóttina. 4) Þreyta og orkuleysi. 5) Lystarleysi eða ofát. 6) Líður illa með sjálfa/n þig eða finnst að þér hafi mistekist eða ekki staðið þig í stykkinu gagnvart sjálfum þér eða fjölskyldu þinni. 7) Erfiðleikar með einbeitingu, til dæmis við að lesa blöðin eða horfa á sjón- varp. 8) Hreyfir þig eða talar svo hægt að aðrir hafa tekið eftir því – eða hið gagn- stæða – verið svo eirðarlaus eða óróleg/ur að þú hreyfðir þig miklu meira en venjulega. 9) Hugsað um að það væri betra að þú værir dáin/n eða hugsað um að skaða þig á einhvern hátt. Spurt var hversu oft á síðustu tveimur vikum viðkomandi hafði fundið fyrir hverju einkenni á fjór- gildum skala (alls ekki/nokkra daga/meira en helming tímans/nánast alla daga). Svörin frá hverjum svaranda voru síðan lögð saman og gat hver svarandi fengið 0 til 27 stig. Fleiri stig gefa til kynna alvarlegri þunglyndiseinkenni. Hér eru mörkin á milli þess að vera með þunglyndiseinkenni eða ekki dregin við 10 stig (sjá töflu 1). Það eru þau mörk sem höfundar kvarðans draga á milli engra eða lítilla einkenna og miðlungseinkenna en þeir telja að miðlungseinkenni eða meiri bendi til þess að þörf sé á meðhöndlun (Kroenke o.fl., 2001). Fjárhagsþrengingar voru mældar með tveimur mælingum sem báðar eru fengnar úr evrópsku lífskjararannsókninni (Eurostat, e.d.), annars vegar með efnislegum skorti og hins vegar með því hversu vel eða illa gengur að ná endum saman. Efnislegur skortur er margþættur mælikvarði sem fangar vel áhrifin á fátækt af eignum og skuldum, hjálp frá öðrum og félagslegum stuðningi sem er í öðru formi en beinhörðum peningum. Það að ná endum saman mælir hins vegar huglægari upplifun af fátækt sem vísar til þess eiga ekki fyrir því sem viðkomandi og nærsamfélag hans telja nauðsyn- legt (Moisio, 2004). Efnislegur skortur: Spurt var hvort níu staðhæfingar ættu við um heimili svarenda. Svörin voru lögð saman og þannig búinn til tígildur hlutfallskvarði (sjá töflu 1). Spurt var um eftirfarandi stað- hæfingar: 1) Vanskil á leigu, húsnæðislánum eða öðrum lánum vegna fjárskorts á síðast- liðnum 12 mánuðum. 2) Hef ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.