Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 42

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 42
Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar 42 .. þeim skýringarþáttum sem mældir voru. Engu að síður er líkindahlutfall efnislegs skorts þó nokkuð lægra nú en þegar það var greint óháð öðrum breytum. Það fer úr 16,9 í 12,9 (enginn skortur/skortir alla þætti sem mældir voru). Líkindahlutfall þess að ná endum saman lækkar hlutfallslega enn meir, fer úr 10,1 í 6,7 (mjög auðvelt að ná endum saman/mjög erfitt). Skýringarmáttur þessa mælikvarða yfir huglæga upplifnun á fjárhagsþrengingum er minni en hvoru tveggja skýringarmáttur líkam- legrar heilsu sem hefur næst öflugasta skýringarmáttinn og skýringarmáttur aldurs sem hefur þriðja öflugasta skýringarmáttinn. Tengsl þunglyndiseinkenna við innflytjendastöðu, hjúskaparstöðu, atvinnustöðu og fjölda barna haldast einnig tölfræðilega marktæk í aðhvarfsgreiningunni en skýringarmáttur þeirra er minni en breytanna sem áður eru nefndar og skýringarmáttur þeirra í samræmi við þá röð sem þær eru taldar upp í hér. Í aðhvarfsgreiningunni mældust ekki marktæk tengsl við menntun, kyn eða að hafa nýtt hlutabótaleið. Umræður Niðurstöður rannsóknarinnar sýna áberandi félags- og efnahagslegan ójöfnuð í geðheilsu við lok þriðju bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi. Tengsl mældust við alla félags- og efnahagslegu þættina þegar þau voru skoðuð óháð öðrum áhættuþáttum. Það að búa við verulegan efnislegan skort, eiga erfitt með að ná endum saman, vera atvinnulaus, vera innflytjandi, vera með grunnskóla- próf en ekki háskólapróf, hafa verið á hlutabótaleið, eiga ekki maka, vera með börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu, vera undir þrítugu og/eða vera kona jók þannig allt líkur á þunglyndiseinkennum. Það sama má segja um slæma líkamlega heilsu, sem einnig jók líkur á þunglyndiseinkennum. Þeg- ar áhættan af fjárhagsþrengingaþáttunum tveimur var síðan metin með því að stjórna fyrir hinum áhættuþáttunum kom í ljós að efnislegur skortur er öflugasti áhættuþáttur þunglyndiseinkenna og að áhættumáttur þess að eiga erfitt með að ná endum saman er minni en hvoru tveggja þáttur líkam- legrar heilsu og aldurs. Styrkur annarra félags- og efnahagslegra áhættuþátta er minni og áhættan hverfur alveg hvað varðar menntun, kyn og að hafa verið á hlutabótaleið. Niðurstöðurnar styðja við fyrri niðurstöður um að fjárhagsþrengingar séu áhættuþáttur slæmrar geðheilsu umfram aðra félagsfjárhaglega þætti eins og atvinnuleysi (Crowe og Butterworth, 2016; Zuelke o.fl., 2018) og tekjur (Butterworth o.fl., 2012; Dijkstra-Kersten o.fl., 2015; Kiely o.fl., 2015). Niðurstöðurnar bæta um betur og sýna að fjárhagsþrengingar í formi beins efnislegs skorts vega þar þyngra en huglæg upplifun af því hvernig gengur að ná endum saman. Ástæðan gæti verið sú að efnislegur skortur mæli betur fjárhagsstöðu fólks. Fólk býr við skort vegna þess að það hefur gengið á sparifé og eignir og nýtur ekki lengur lánstrausts. Það er þannig komið inn að beini fjár- hagslega. Erfiðleikar við að ná endum saman geta á hinn bóginn verið mjög tímabundnir (Moisio, 2004). Hingað til hafa fæstar rannsóknir skoðað þessar tvær tegundir fjárhagsþrenginga samtímis. Að auki styður rannsóknin við niðurstöður fyrri rannsókna hvað varðar svo kölluð skammtaviðbrögð (e. dose-response evidence), það er að því meiri sem fjárhagsþrengingar séu því meiri sé áhættu- máttur þeirra (Butterworth o.fl., 2012; McCarthy o.fl., 2018). Niðurstöðurnar sýna þannig að líkur á þunglyndiseinkennum aukast þrettánfalt við það að hafa ekki ráð á neinum af þeim níu efnislegu þáttum sem mælt var fyrir miðað við það að hafa ráð á þeim öllum eftir að stjórnað hefur verið fyrir öðrum áhættuþáttum. Rannsóknin er þversniðsrannsókn og niðurstöðurnar geta því ekki sagt til um orsakasamhengið á milli fjárhagsþrenginga og þunglyndiseinkenna. Raunar hafa langtímarannsóknir heldur ekki getað skorið úr um það með óyggjandi hætti hvort kemur á undan fjárhagsþrengingar eða slæm geðheilsa og margt sem bendir til að fjárhagsþrengingar geti hvoru tveggja verið orsök og afleiðing vanheilsu (Blázquez o.fl., 2014; Frankham o.fl., 2020). Nokkrar skýringar hafa verið gefnar á þeim ferlum sem gætu verið í gangi. Svo kölluð nýefnisleg (e. neo-material) skýring gerir ráð fyrir að efnislegur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.