Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 50

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 50
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 50 .. ystemic therapy) með áherslu á sálfélagslegar nálganir. Þá hafa áhugahvetjandi samtöl reynst vel þar sem einstaklingurinn er virkjaður til þátttöku í meðferðinni. Tækifæri til fræðslu og menntunar, líkamsþjálfunar og annarra tómstunda, núvitundaræfinga og virkrar samfélagsþátttöku hafa jafn- framt stutt ungmenni til bata. Í sumum tilvikum hefur lyfjameðferð stutt einstaklinga í meðferðar- starfi óbeint, til dæmis geðlyf. Mikilvægt er að meðferðarstarf taki mið af aldri einstaklinga og tegundum vímuefna sem ein- staklingar nota (del Palacio-Gonzalez og Pedersen, 2022). Á Norðurlöndum hefur til dæmis verið aukin ásókn ungs fólks í meðferðarúrræði vegna kannabisvanda (Stenius, 2019). Hér á landi eru nokkur meðferðarúrræði fyrir börn með vímuefnavanda á vegum Barna- og fjöl- skyldustofu (e.d.): (1) Meðferðardeild Stuðla með 6 rými í 8 – 12 vikna meðferð þar sem áhersla er á greiningu vanda og meðferð sem reynt er að einstaklingsmiða auk þess sem unnið er með samskipta- hæfni, líðan og viðhorf ungmennis og bjargráð fjölskyldna. (2) Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði og vistar ungmenni að beiðni barnaverndarnefndir í hámark 14 daga. (3) Meðferðarheimilið Lækjar- bakki með langtímameðferð að lokinni meðferð á Stuðlum. (4) Meðferðarheimilið Bjargey ætlað 4–5 stúlkum og kynsegin einstaklingum, með sérhæfða langtímameðferð vegna hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og afbrota. (5) Stuðningsheimilið Fannafold hefur þrjú rými fyrir ungmenni að lokinni meðferð, þar sem veittur er stuðningur við nám, vinnu og heimilishald. (6) MST-fjölkerfa- meðferð fyrir 12–18 ára ungmenni sem glíma við alvarlegan hegðunar- eða vímuefnavanda og fjöl- skyldur þeirra. Áhersla er á að bæta samskipti, uppeldisfærni, námsframmistöðu og félagstengsl. Umsóknir um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu (2022) voru á árunum 2018–2021 á bilinu 156–174; flestar um MST, því næst Stuðla og nokkrar um önnur úrræði. Þá rekur SÁÁ (e.d.) meðferðarstarf fyrir ungmenni 25 ára og yngri sem glíma við vímuefna- vanda. Á Vogi eru 11 rúm fyrir innlagnir en á göngudeild bjóðast einstaklingsviðtöl við ráðgjafa og aðgangur að fræðslu og stuðningshópum. Í forgangi er að meta geðræna og líkamlega heilsu og fá þau til samstarfs um að sporna við neyslu sinni. Árið 2017 voru 260 innritanir einstaklinga undir 20 ára á Vogi og eftir afvötnun býðst framhaldsmeðferð á Vík. Samkvæmt SÁÁ (2022) hefur þó inn- lögnum ungmenna fækkað undanfarin ár. Landspítali (2020) stofnaði nýlega afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni en meirihluti afeitr- ana fer fram í úrræðum á vegum Barna- og fjölskyldustofu (e.d.). Sveitarfélög veita jafnframt sérsniðin úrræði fyrir börn og árið 2020 var til dæmis opnað skamm- tímaúrræðið Vesturbrún fyrir börn með fjölþættan vanda í Reykjavík (e.d). Nokkur stuðningsúrræði eru fyrir börn og fjölskyldur á vegum einkarekinna aðila, félagasamtaka eða grasrótarúrræða. Dæmi um slíkt er Bergið Headspace (2019) sem býður ungmennum undir 25 ára aldri þverfaglega gjaldfrjálsa ráðgjöf um líðan og vanda. Enginn biðlisti er í þjónustuna og er hún hugsuð sem lágþröskuldaþjónusta sem getur vísað ungmennum í önnur þjónustuúrræði. Í þessari rannsókn fær ungt fólk sem glímt hefur við vímuefnavanda orðið og lögð er fram eftir- farandi rannsóknarspurning: Hver er sýn ungmenna á (a) eigin vímuefnavanda og samhengi neysl- unnar við persónu- og umhverfisþætti í lífi þeirra og (b) þá velferðarþjónustu sem þeim hefur staðið til boða frá barnsaldri? Aðferð Rannsóknin er hluti rannsóknarverkefnisins Sýn ungs fólks sem glímir við vímuefnavanda á neyslu sína. Hluti rannsóknarinnar er í samstarfi við Rauða krossinn í Reykjavík. Þátttakendur Tekin voru viðtöl við ellefu einstaklinga, sex karlmenn og fimm konur á aldrinum 18–25 ára sem öll hafa verið í mikilli vímuefnaneyslu. Notast var við tilgangsúrtak (Braun og Clarke, 2013) þar sem leitað var eftir þátttakendum sem búa yfir sameiginlegri reynslu af eigin vímuefnaneyslu og með-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.