Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 51

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 51
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 51 .. ferðarstarfi. Auglýst var eftir þeim á samfélagsmiðlinum Facebook og í gegnum Rauða krossinn. Viðtölin fóru flest fram í húsnæði Rauða krossins, nokkur á heimili rannsakenda að ósk viðmælenda, eitt á kaffihúsi og eitt í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Framkvæmd og greining Vinnsla rannsóknar var tilkynnt til Persónuverndar í samræmi við þágildandi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hannaður var opinn viðtalsrammi sem var forpróf- aður á einstaklingi með vímuefnavanda og síðan nýttur í viðtölum sem fram fóru frá janúar til sept- ember árið 2018. Samþykki fékkst hjá viðmælendum fyrir þátttöku, upptöku og notkun viðtalanna. Ítrekað var að nöfnum, staðháttum og öðrum atriðum sem mögulega mætti rekja til viðmælenda yrði breytt til að tryggja persónuvernd. Viðtölin voru 25 – 80 mínútna löng þar sem líðan þátttakenda var misgóð. Fenginn var hliðvörður með sérþekkingu til þess að vera til staðar fyrir þátttakendur eftir viðtölin ef spurningar vektu upp erfiðar tilfinningar. Rannsakendur og hliðvörður höfðu samband við viðmælendur eftir viðtölin til þess að kanna líðan þeirra. Við greiningu viðtalanna var notuð þema- greining samkvæmt Braun og Clarke (2013). Viðtölin voru lesin og kóðuð til að leita eftir þáttum sem hjálpa til við að svara rannsóknarspurningunni. Líkir kóðar voru flokkaðir saman og fundið sameiginlegt þemaheiti. Þvínæst voru þemun flokkuð innan þriggja efnisflokka; Vímuefnaneyslan, Æskan og Kerfin og velferðarþjónusta. Gildi rannsóknar og siðferðileg álitamál Allir viðmælendur höfðu náð sjálfræðisaldri og voru þeim kynnt réttindi sín og fengið hjá þeim upp- lýst samþykki til þátttöku. Viðtölin voru tekin á stað sem viðmælendur völdu, upplifðu öryggi á og höfðu aðgang að hliðverði. Rannsakendur höfðu í störfum sínum unnið með fólki sem glímir við vímuefnavanda en ekki starfað með viðmælendum. Niðurstöður Í Töflu 1 má sjá þemu sem greind voru í viðtölunum, flokkuð innan þriggja efnisflokka. Tafla 1. Sýn ungs fólks á eigin vímuefnaneyslu og stuðningsúrræði sem því stendur til boða Vímuefnaneyslan Æskan Kerfin og velferðarþjónusta Vímuefnaneysla byrjaði á barnsaldri Erfið tímabil heima Fleiri og einstaklingsmiðaðri með- ferðarúrræði Vímuefnaneyslan varð stjórnlaus á unglingsárum Áskoranir í skólagöngunni Þörf á meiri sálrænni þjónustu og að- lögun að daglegu lífi Bjargráð og flótti frá raunveruleik- anum Glíman við vanlíðan Viðmót í velferðarkerfum og sam- félaginu Betra líf með betri bjargráðum Áföll Vímuefnaneyslan Allir einstaklingarnir byrjuðu að fikta við vímuefni snemma á lífsleiðinni og stigmagnaðist neyslan hratt, varð regluleg eða dagleg. Vímuefnaneysla byrjaði á barnsaldri. Viðmælendur byrjuðu vímuefnaneyslu á aldrinum 6 –14 ára. Efnin sem þau neyttu fyrst voru kannabis, áfengi og lyfseðilsskyld lyf. Helgi misnotaði lyf fyrst 9 ára. Hann sagðist hafa tekið „margar töflur [og verið] ... alltof ungur“. Elías komst 12 ára í lyf heima hjá sér sem hann misnotaði. Ári síðar prófaði hann ólögleg vímuefni og í framhaldi notaði hann margs konar vímuefni reglulega. Hann sagði bróður sinn hafa verið í vímuefnaneyslu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.