Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 52

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 52
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 52 .. honum hafi fundist neyslan spennandi. Siggi fór að reykja 6 ára, í framhaldi fór hann að nota áfengi og síðan kannabis um 12 ára aldur. Aðgengið að efnunum var auðvelt: „Við félagarnir ... fórum í kolaportið og keyptum pípur ... fórum svo í strætó og hittum gaur ... og hann var bara með efni“. Tanja byrjaði 12 ára að drekka áfengi með jafnöldrum úr skólanum. Kvöldið hafi endað á að hún var tekin af lögreglunni. Margrét lýsti svipaðri sögu um að hafa 13 ára farið í slæman félagsskap þar sem hún byrjaði að reykja og fikta með áfengi. Hún sagði fyrsta fylleríið hafa verið „landafyllerí ... [og] ég varð alveg blindfull”. Sara byrjaði að reykja kannabis 10 ára, reykti ári síðar daglega en hafði á þeim tíma aldrei neytt áfengis. Skúli tók í sama streng og byrjaði að fikta með kannabis 12 ára en sagðist ekki hafa „fílað það”. Hafi svo byrjað að drekka áfengi og orðið „heltekinn, ég bara festist í flöskunni”. Lára byrjaði 11 ára að drekka og taka lyf sem hún fann í veski vinkonu móður sinnar eða uppi í skáp. Hún hafi síðan farið að nota áfengi, drukkið hálfan líter af landa í fyrsta skiptið og endað með því að fara í „blackout“. Daginn eftir vaknaði hún, fékk sér restina af landanum og fór aftur í „blackout”. Vímuefnaneyslan varð stjórnlaus á unglingsárum. Neysla ungmennanna harðnaði á unglings- árum. Skúli sagðist fyrst hafa tekið eftir að neyslan væri vandamál þegar hann fékk flogakast sökum hennar. Þá hafi hann lofað sér að hætta neyslunni. Svo hafi komið „þrjár til fjórar helgar í röð ... þá gerði ég mér grein fyrir að ég hafði enga stjórn á þessu”. Arna upplifði neysluna sem vandamál þegar henni var komin á Vog 15 ára. Tanja sagðist hafa gert sér grein fyrir vandanum þegar hún endaði í fangaklefa eftir að neyslu og svefnleysi í marga sólarhringa. Lára glímdi samhliða við vímuefna- vanda og átröskun og lýsir að hafa verið „nær dauða en lífi circa 47 kg á því versta” en var þá byrjuð að sprauta sig með vímuefnum. Margrét sagði sitt „wake-up call” hafa verið þegar hún varð ólétt af barninu sínu, þá hafa hún hugsað, „shit, ég þarf að snúa lífi mínu við ef ég ætla að gera þetta”. Bjargráð og flótti frá raunveruleikanum. Viðmælendur lýstu að neyslan hafi stigmagnast hratt og rúmlega helmingur fór að nota vímuefni í æð. Neyslan tók fljótt völdin og stjórnaði lífi þeirra. Þau notuðu vímuefnin til að vinna bug á tilfinningaójafnvægi og vanlíðan. Skúli sagði þetta sína „leið til þess að kópa við dagsdaglega lífið” og Gísli sagði að við það að nota ,,fór bara allur kvíði og allt þetta þunglyndi ... himnarnir opnuðust“. Þau ræddu þörfina fyrir félagsleg samskipti og viðurkenningu sem þau hafi skort í æsku. Helgi útskýrði að hann hafi keppst við systkini sín um ást móður sinnar en ekki fengið hana. Undir áhrifum verði hann „fullkomna útgáfan af sjálfum mér ... þegar ég er búinn að nota oxy og conta ... þá verður bara allt í lagi“. Arna útskýrði að vímuefnin hafi hjálpað sér í samskiptum og Jón sem átti í erfið- leikum með að tengjast félögum sagðist hafa fundið þá í neyslufélögunum. Þau sögðu gott að þurfa ekki lengur að „hugsa um það vonda“. Helgi sagðist vilja „sleppa ein- hvern veginn ... flýja raunveruleikann ... allt stress og kvíði fer bara“. Elías sagðist neyta vímuefna til að líða ekki illa og hann hafi farið að sprauta sig svo „allt yrði hljótt“. Jón sagði vímuefnin hjálpa honum að gleyma aðstæðum „sóna út ... vera fljótur að sofna“. Betra líf með betri bjargráðum. Þrátt fyrir að unga fólkið hafi rætt flóttann frá raunveruleik- anum með neyslu vímuefna, vildu þau mörg verða edrú þar sem langvarandi neysla hafði slæm áhrif á líf þeirra. Gísli sagði að honum liði alltaf illa, líka þegar hann er undir áhrifum og hann langi „að verða edrú … meira en allt ... það bara gerist aldrei ... ég hef aldrei náð neinum edrútíma”. Elías lýsti einnig að neyslan væri ekki lengur bjargráð við vanlíðan „því manni líður bara vel í svona mínútu og svo er það búið“. Viðmælendur áttu vonina um betra líf án vímuefna og flestir höfðu farið margoft í meðferð. Þeir sögðu að „glansmyndin“ af vímuefnaneyslu væri löngu horfin en þrátt fyrir það væri erfitt að hætta vegna líkamlega og andlega sársaukanum sem því fylgdi. Tveir viðmælendur höfðu verið edrú í stuttan tíma þegar viðtölin fóru fram og sögðust tilbúnir að „gera allt“ til þess að halda það út. Jón sagði að honum hefði ekki „dottið í hug að [hann] myndi ná þessum stað aftur ... að líða vel og [vera] bara sáttur með sjálfan mig“. Hann hafi byrjað neysluna til að deyfa sig en hún hafi skapað „svaka- lega vanlíðan inni í mér ... þunglyndi“ og slitið hann frá fjölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.