Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 55

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 55
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 55 .. greind með athyglisbrest sem barn en sagði neysluna hafi aukið á vandann og í byrjun 8. bekkjar hafi hún greinst „með þunglyndi, ofsakvíða ... og allan pakkann”. Lára var greind með þunglyndi og kvíða en við 16 ára aldur greindist hún með geðhvarfaröskun. Tanja glímdi við áfallastreituröskun og ofsakvíða þegar hún var yngri en síðar einnig þunglyndi og lotugræðgi. Að hennar sögn komu margar af þessum greiningum í kjölfar ofbeldis í uppeldinu. Sjálfsvígshugsanir hjá viðmælendum gerðu vart við sig á barnsaldri og höfðu mörg reynslu af innlögnum á geðdeild og flakki milli úrræða í kerfinu án þess að ná betri tökum á lífinu. Áföll. Unga fólkið var með ýmis áföll í farteskinu sem þau tengdu neyslunni. Margrét sagði að „yfirleitt þegar unglingar eru í mikilli neyslu þá er ... eitthvað áfall“. Jón sagði „aðaláföllin [s]ín ... einelti og kynferðisleg[a] misnotkun ... af fjölskyldumeðlim ... og ... aftur kvöldið sem ég féll síðast“. Gísli varð fyrir kynferðislegu ofbeldi 8 ára og var gerandinn starfsmaður í skólanum. Þá byrja ég að fá svona krampa og það héldu allir að þetta væri bara eitthvað svona líkamlegt … en læknarnir fundu aldrei neitt og ég var alltaf að fá krampa á sömu tímunum á skólatíma ... Það vissi enginn af þessu ... ekki fyrr en ég var 16 ára ... þá var maðurinn kærður ... og síðan var ég sendur á BUGL og greindur með áfallastreituröskun. Helgi sagðist hafa verið misnotaður 8 eða 9 ára en síðar hafi neyslan leitt hann í vændi þar sem hann lenti í ýmsu slæmu. Sara varð fyrir kynferðislegu ofbeldi „9 eða 10 ára ... sem stóð í kringum þrjú ár“ og móðir hennar hafi einnig beitti hana líkamlegu ofbeldi. Elías sem varð reglulega fyrir ofbeldi bróður síns sagðist hafa „blokkað[i] þetta úr huganum“ og látið sem ekkert sé. Tanja og Siggi urðu fyrir andlegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og sagði Siggi stjúpföður sinn jafnvel hafa „rakkað [hann] niður fyrir að vera lagður í einelti“. Kerfin og velferðarþjónusta Það einkenndi umræðu unga fólksins að hafa „fengið litla hjálp eða ekki þá réttu“ í skólakerfinu, félagslega kerfinu vegna uppeldisaðstæðna, áfalla eða meðferðarstarfs, eða heilbrigðiskerfinu vegna geðraskanir og neysluvanda. Þau fundu því eigin leiðir til þess að takast á við erfiðleika og vanlíðan. Gísli sagði að þegar kynferðisbrotið sem hann varð fyrir hafi loks verið skoðað hafi það verið fellt niður „af því þetta var bara orð gegn orði“ en raunin var að gerandinn var tvísaga. Þegar hann hafi frétt þetta, hafi hann byrjað að sprauta sig. Fleiri og einstaklingsmiðaðri meðferðarúrræði. Unga fólkið lýsti bæði góðri og slæmri reynslu af meðferðarúrræðum og hafði ákveðnar skoðanir á hvað gera mætti betur. Það vanti fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þau yngstu og fleiri langtímaúrræði. Elías sagði þetta brýnt því „svo ungir krakkar eru byrjaðir að sprauta sig ... [sem hafi áður] ekki þótt neitt kúl“. Þá þurfi að einstaklings- miða meðferðir og bæta skipulag þeirra. Aðskilja þurfi ungmenni og þá sem eiga langa neyslusögu. Stundum kynnist ungmenni nýjum efnum í meðferð, auðvelt sé að útvega efni og þarna sé mikið neyslutal. Ein stúlkan sagðist hafa sprautað sig í fyrsta sinn í meðferð. Auk þess þurfi meira eftirlit í meðferðaúrræðum því samskipti þar séu oft „mikið eitur”. Stúlkurnar lögðu jafnframt áherslu á að innleiða kynjaskiptingu því karlarnir væru „mjög ágengir”. Þá töldu þær mikilvægt að Stígamót vinni með meðferðaraðilum vegna ofbeldis sem ungmennin hafi orðið fyrir. Margrét og Skúli fóru í gegnum MST meðferð en höfðu mismunandi reynslu. Margrét sagði meðferðina hafa virkað fyrir sig, hún hafi verið „pínu móttækileg” og fengið barnaverndarfulltrúa sem hún treysti. Skúli sagði meðferðina ekki hafa haft áhrif á neysluna. Hann hafi fengið með hæstu stigum í árangursmati MST þrátt fyrir að vera í daglegri neyslu. Málið sé að „þú getur ekkert sett ... manneskju sem er ekki þjálfaður fagmaður í það að bösta virkan fíkil, þetta er lævísasta fólk sem þú veist“. Viðmælendur voru misánægðir með úrræði SÁÁ. Arna sagði að viðtöl þar sem „við ... máttum bara segja hvernig okkur liði” hafi virkað fyrir hana. Einnig að fá fólk utan úr bæ úr AA samtökunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.