Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 58

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 58
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 58 .. við fjölþættar áskoranir bjóðist markviss stuðningur þar sem snemmbær inngrip eru talin geta skipt sköpum um líðan þeirra, rétt til náms og að draga úr líkum á áhættuhegðun (Uchida o.fl., 2018). Aðkallandi er að horfa heildrænt á þjónustuþarfir þessara barna og að skólinn, sveitarfélög og utanaðkomandi sérfræðingar samþætti þjónustu sína og vinni með barninu, foreldrum og skólanum. Reynsla síðasta áratugar hefur sýnt að töluvert ósamræmi er á milli markmiða laga og reglugerða um þjónustu við börn og þess sem gerist í skólum í raun og veru (Birna Svanbjörnsdóttir o.fl., 2019). Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur því lagt til að ráðgjöf og velferðarþjónusta verði stóraukin bæði við almennu grunnskólana og sérdeildir (Solveig Sigurðardóttir, 2021). Margir viðmælenda höfðu reynslu af einelti í æsku og erfiðum samskiptum. Ljóst er að auka þarf vinnu með samskiptahæfni í skólasamfélaginu, bæði til þess að draga úr einelti en einnig sem for- varnainngrip þar sem langtímarannsóknir gefa til kynna að samskiptahæfni sé mikilvægt veganesti út í lífið og til þess fallin að draga úr líkum á vímuefnaneyslu ungmenna (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019). Vímuefnaneysla ungmenna og meðferðarstarf með aukinni sálrænni þjónustu og nýjum bjargráðum Þrátt fyrir að vímuefnaneysla grunnskólabarna á Íslandi mælist með því lægsta sem gerist í Evrópu þá er ákveðinn hópur ungmenna sem hefur vímuefnaneyslu snemma á ævinni (European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, 2020) og þróar hratt með sér aukið neyslumynstur (Arnars- son o.fl., 2017). Neysla viðmælenda var upphaflega þeirra leið til að draga úr vanlíðan en síðar fór hún að snúast um að forðast fráhvörf og því áttu margir drauminn um betra líf án vímuefna. Í skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins (2021) um stöðu barna og ungmenna með neysluvanda kemur fram að meðferðarúrræði séu ekki nægilega mörg eða fjölbreytt svo hægt sé að koma til móts við ein- staklingsbundnar þarfir, sérstaklega þess hóps sem glímir við fjölþættan vanda. Þetta er í samræmi við upplifun unga fólksins í rannsókninni því þrátt fyrir markmið meðferðaraðila hér á landi um að einstaklingsmiða meðferðir (Barna- og fjölskyldustofa, e.d.) virðist það ekki skila sér nægilega til ungmenna. Leggja þarf áherslu á velferð neytendans og að draga úr skaðlegum þáttum vímuefna- neyslu með stuðningi við félagslega þætti og heilbrigði (Tham, 2021). Viðmælendur lögðu sérstaka áherslu á að bjóða þyrfti aukna sérfræðiþjónustu til að vinna með geðraskanir og áföll. Einnig vanti ný bjargráð í meðferðarstarfi til þess að takast á við daglegan veruleika. Þessi áhersla þeirra er í sam- ræmi við viðmið um árangursríka ferla í meðferðarstarfi þar sem áhersla er á sálfélagslega nálgun, áhugahvetjandi samtöl, virka meðferðarþátttöku, aðgengi að námi og virka samfélagsþátttöku (Fa- dus o.fl., 2019). Í meðferðarstarfi þarf að efla trú ungmenna á eigin styrkleika (Thurstone o.fl., 2017) þar sem al- gengt er að grunnur úr uppeldinu hafi ekki stutt við hæfni til að takast á við verkefni fullorðinsáranna (Soenens o.fl., 2017) eins og sjá mátti hjá viðmælendum. Þá þarf að aldurskipta meðferðarstarfi (del Palacio-Gonzalez og Pedersen, 2022) til þess að hlúa að þroska einstaklinganna á viðeigandi hátt og koma í veg fyrir smitáhrif eldri ungmenna til þeirra yngri eins og algengt er samkvæmt viðmæl- endum. Loks þarf að huga að sérhæfðum úrræðum en aukin eftirspurn er eftir kannabismeðferð á Norðurlöndum (Stenius, 2019). Rétt er að hafa í huga að yfirstandandi er vinna við þróun meðferðarstarfs á vegum nýstofnaðrar Barna- og fjölskyldustofu (2022). Kerfin þurfa að grípa börn og ungmenni Vímuefnavandi er oft birtingarmynd vanda sem verður til snemma á lífsleiðinni (Conway, 2016) líkt og hjá viðmælendum sem lýstu vanlíðan, geðgreiningum, hegðunarvanda og erfiðum uppeldisað- stæðum. Áföll höfðu jafnframt þrætt sig í lífsgöngu þeirra sem eykur líkur á geðrænum vanda og vímuefnanotkun (Petruccelli, 2019). Í uppvextinum hefðu því einhvers staðar í kerfum samfélagsins átt að hringja viðvörunarbjöllur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.